Erlent

Eyði­legging eftir skjálfta í Tyrk­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir klukkan 20 að staðartíma í gærkvöldi.
Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir klukkan 20 að staðartíma í gærkvöldi. Getty

Einn er látinn eftir að skjálfti 6,1 að stærð reið yfir í Balikesir-héraði í vesturhluta Tyrklands í gærkvöldi.

Breska ríkisúvarpið greinir frá því að kona á níræðisaldri hafi látist skömmu eftir að hafa verið bjargað úr rústum byggingar sem hrundi í bænum Sindirgi þar sem upptök skjálftans voru.

Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, segir að sextán byggingar hafi hrunið til grunna vegna skjálftans og 29 manns slasast. Vel fannst til skjálftans í stórborginni Istanbúl sem er um 300 kílómetra norður af upptökunum.

Skjálftinn varð um klukkan 19:53 að staðartíma eða skömmu fyrir klukkan 17 að íslenskum tíma.

Skjálftar eru mjög tíðir í Tyrklandi þar sem þrír meginlandsflekar mætast. Þannig fórust um 50 þúsund manns þegar skjálfti 7,8 að stærð reið yfir í suðausturhluta landsins í febrúar 2023. Þá fórust fimm þúsund til viðbótar í Sýrlandi í sama skjálfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×