Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Agnar Már Másson skrifar 12. ágúst 2025 13:18 Hafþór Freyr er ellefu ára nemandi í Nesskóla en hann kom tveggja ára systur sinni til bjargar þegar hún féll af bryggju um verslunarmannahelgina. Samsett/Aðsend/Facebook Hinn ellefu ára Hafþór Freyr Jóhannsson kastaði sér í sjóinn þegar tveggja ára systir hans, Snæbjörg Lóa, féll af bryggju í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Hafþór bjargaði þannig systur sinni frá drukknun en hann hafði nýlega sótt skyndihjálparnámskeið, sem skipti sköpum. „Það kom svo sem ekkert annað til greina hjá honum en að bjarga henni,“ segir móðir Hafþórs, Linda María Emilsdóttir, í samtali við Vísi. Austurfrétt greindi fyrst frá. Linda kveðst afar stolt af drengnum sínum, sem hún lýsir sem yfirveguðum og rólegum strák þó hann sé hörkutól. „Þetta voru held ég bara ósjálfráð viðbrögð hjá honum.“ Kastaði sér í sjóinn Atvikið átti sér stað á sunnudegi á veitingastaðnum Beituskúrnum en hann er á bryggju í bænum. „Við vorum bara úti að borða,“ rekur Linda söguna, „og ég var að panta matinn og hún stekkur eitthvað í burtu og hann er greinilega að fylgjast með henni, eins og hann gerir oft, og sér hana hlaupa fram af bryggjunni og detta fram af.“ Þá hafi Hafþór kallað eftir aðstoð og síðan sjálfur kastað sér út í sjóinn og sótt hana. „Hann stekkur þá eftir henni og syndir með hana upp að stiganum sem er þarna á bryggjunni,“ bætir móðirin við. Hann hafi synt með hana að stiganum á bryggjunni og rétt hana nokkrum viðstöddum sem höfðu komið til hjálpar. Þétt var setið á veitingastaðnum þennan dag enda stærsta ferðahelgi ársins. Atvikið átti sér stað á Beituskúrnum í Neskaupsstað.Facebook/Beituskúrinn Sjúkraflutningamaður kenndi skyndihjálp Blessunarlega náði Snæbjörg Lóa að halda sér á floti þær sekúndur sem hún var úti í sjónum og fékk hún ekki sjó ofan í sig. „Hún náði að halda munninum yfir vatninu,“ bætir móðirin við. Spurð hvort börnin hennar séu flugsynd útskýrir Linda að fjölskyldan fari oft í sund. Sytkinin Hafþór Freyr og Snæbjörg Lóa en drengurinn á tvær aðrar yngri systur til viðbótar.Aðsend Hafþór hafði farið á skyndihjálparnámskeið nokkrum mánuðum áður, sem sjúkraflutningamaðurinn í bænum hafði haldið fyrir börn í bænum og fjöldi bekkjarfélaga Hafþórs úr Nesskóla sóttu. Linda segir drenginn hafa haft orð á því að það hafi hjálpað honum við að bregðast við. Hún segir námskeiðið sem sjúkrafluttnignamaðurinn hélt hafa verið frábært framtak. Bryggjan er að hluta afgirt en svæðið þar sem Snæbjörg Lóa féll er það ekki. Hetjan fór beint á tónleika Börnin voru flutt á sjúkrahús til skoðunar en fengu að fara heim þegar þau voru orðin hlý. Það amaði ekkert að þeim, að sögn Linda. „Þau voru bara svolítið köld. En hún var hlustuð náttúrlega til að vita hvort þau hefðu farið sjór ofan í lungun hennar. En það var ekki.“ Hafþór fór svo beint á tónleika eftir atvikið enda stóð Neistaflaug yfir í Neskaupstað þessa verslunarmannahelgi. Fjarðabyggð Verslunarmannahelgin Börn og uppeldi Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
„Það kom svo sem ekkert annað til greina hjá honum en að bjarga henni,“ segir móðir Hafþórs, Linda María Emilsdóttir, í samtali við Vísi. Austurfrétt greindi fyrst frá. Linda kveðst afar stolt af drengnum sínum, sem hún lýsir sem yfirveguðum og rólegum strák þó hann sé hörkutól. „Þetta voru held ég bara ósjálfráð viðbrögð hjá honum.“ Kastaði sér í sjóinn Atvikið átti sér stað á sunnudegi á veitingastaðnum Beituskúrnum en hann er á bryggju í bænum. „Við vorum bara úti að borða,“ rekur Linda söguna, „og ég var að panta matinn og hún stekkur eitthvað í burtu og hann er greinilega að fylgjast með henni, eins og hann gerir oft, og sér hana hlaupa fram af bryggjunni og detta fram af.“ Þá hafi Hafþór kallað eftir aðstoð og síðan sjálfur kastað sér út í sjóinn og sótt hana. „Hann stekkur þá eftir henni og syndir með hana upp að stiganum sem er þarna á bryggjunni,“ bætir móðirin við. Hann hafi synt með hana að stiganum á bryggjunni og rétt hana nokkrum viðstöddum sem höfðu komið til hjálpar. Þétt var setið á veitingastaðnum þennan dag enda stærsta ferðahelgi ársins. Atvikið átti sér stað á Beituskúrnum í Neskaupsstað.Facebook/Beituskúrinn Sjúkraflutningamaður kenndi skyndihjálp Blessunarlega náði Snæbjörg Lóa að halda sér á floti þær sekúndur sem hún var úti í sjónum og fékk hún ekki sjó ofan í sig. „Hún náði að halda munninum yfir vatninu,“ bætir móðirin við. Spurð hvort börnin hennar séu flugsynd útskýrir Linda að fjölskyldan fari oft í sund. Sytkinin Hafþór Freyr og Snæbjörg Lóa en drengurinn á tvær aðrar yngri systur til viðbótar.Aðsend Hafþór hafði farið á skyndihjálparnámskeið nokkrum mánuðum áður, sem sjúkraflutningamaðurinn í bænum hafði haldið fyrir börn í bænum og fjöldi bekkjarfélaga Hafþórs úr Nesskóla sóttu. Linda segir drenginn hafa haft orð á því að það hafi hjálpað honum við að bregðast við. Hún segir námskeiðið sem sjúkrafluttnignamaðurinn hélt hafa verið frábært framtak. Bryggjan er að hluta afgirt en svæðið þar sem Snæbjörg Lóa féll er það ekki. Hetjan fór beint á tónleika Börnin voru flutt á sjúkrahús til skoðunar en fengu að fara heim þegar þau voru orðin hlý. Það amaði ekkert að þeim, að sögn Linda. „Þau voru bara svolítið köld. En hún var hlustuð náttúrlega til að vita hvort þau hefðu farið sjór ofan í lungun hennar. En það var ekki.“ Hafþór fór svo beint á tónleika eftir atvikið enda stóð Neistaflaug yfir í Neskaupstað þessa verslunarmannahelgi.
Fjarðabyggð Verslunarmannahelgin Börn og uppeldi Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira