„Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Kolbeinn Kristinsson skrifar 12. ágúst 2025 20:48 Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks Paweł/Vísir Breiðablik vann torsóttan 2-4 sigur á Víkingum í kvöld í Bestu deild kvenna. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn í leikslok en fannst leikmenn Breiðabliks í raun vera sjálfum sér verstar í kvöld. „Mér fannst við gera okkur erfitt fyrir sjálf. Við vissum að þær myndu pressa okkur í fyrri hálfleik og skapa vandræði fyrir okkur en mér fannst við leysa það ágætlega, færðum boltann vel og fundum millisvæðin og sköpuðum mörg marktækifæri í fyrri hálfleik. Að sama skapi „díluðum“ við vel við þeirra skyndisóknir.“ „Í seinni hálfleik komumst við fljótlega í 3-0 en svo slökkvum við á okkur og sumir leikmenn voru jafnvel farnir að hugsa um bikarúrslitaleikinn um helgina og við leyfðum Víkingi að komast aftur inn í leikinn. En sem betur fer náðum við að klára leikinn og stigin þrjú.“ Næsti leikur er bikarúrslitaleikur gegn FH á laugardaginn næsta. Aðspurður hvort undirbúningi liðsins verði háttað eitthvað öðruvísi í vikunni fyrir leik segir Nik einfaldlega mikilvægast að tryggja að allir leikmenn séu heilir og tilbúnir til að spila á laugardag: „Aftur, við gerðum þetta okkur erfitt fyrir í dag en þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur, það var mikil orka og góður leikur. Mikilvægt að ná í sigurinn fyrir laugardaginn næsta. Munum við gera eitthvað öðruvísi? Þetta verður svipaður leikur svo við verðum bara að vera vel undirbúnar.“ Nik var að lokum spurður um hvort hann væri með skilaboð til stuðningsfólks Breiðabliks fyrir leikinn stóra á laugardaginn. „Vonandi geta þau komið og stutt okkur eins og þau hafa gert. Þetta var minn fyrsti bikarúrslitaleikur með Breiðablik í fyrra og við fengum góða mætingu þá. Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur FH svo þau munu mæta með allan Hafnarfjörðinn þannig vonandi getum við allavega mætt með græna hluta Kópavogs og tryggja það að við sigrum.“ Besta deild kvenna Fótbolti Breiðablik Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Sjá meira
„Mér fannst við gera okkur erfitt fyrir sjálf. Við vissum að þær myndu pressa okkur í fyrri hálfleik og skapa vandræði fyrir okkur en mér fannst við leysa það ágætlega, færðum boltann vel og fundum millisvæðin og sköpuðum mörg marktækifæri í fyrri hálfleik. Að sama skapi „díluðum“ við vel við þeirra skyndisóknir.“ „Í seinni hálfleik komumst við fljótlega í 3-0 en svo slökkvum við á okkur og sumir leikmenn voru jafnvel farnir að hugsa um bikarúrslitaleikinn um helgina og við leyfðum Víkingi að komast aftur inn í leikinn. En sem betur fer náðum við að klára leikinn og stigin þrjú.“ Næsti leikur er bikarúrslitaleikur gegn FH á laugardaginn næsta. Aðspurður hvort undirbúningi liðsins verði háttað eitthvað öðruvísi í vikunni fyrir leik segir Nik einfaldlega mikilvægast að tryggja að allir leikmenn séu heilir og tilbúnir til að spila á laugardag: „Aftur, við gerðum þetta okkur erfitt fyrir í dag en þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur, það var mikil orka og góður leikur. Mikilvægt að ná í sigurinn fyrir laugardaginn næsta. Munum við gera eitthvað öðruvísi? Þetta verður svipaður leikur svo við verðum bara að vera vel undirbúnar.“ Nik var að lokum spurður um hvort hann væri með skilaboð til stuðningsfólks Breiðabliks fyrir leikinn stóra á laugardaginn. „Vonandi geta þau komið og stutt okkur eins og þau hafa gert. Þetta var minn fyrsti bikarúrslitaleikur með Breiðablik í fyrra og við fengum góða mætingu þá. Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur FH svo þau munu mæta með allan Hafnarfjörðinn þannig vonandi getum við allavega mætt með græna hluta Kópavogs og tryggja það að við sigrum.“
Besta deild kvenna Fótbolti Breiðablik Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Sjá meira