„Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ Aron Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 09:30 Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið keypt til þýska úrvalsdeildarfélagsins Freiburg frá Bröndby í Danmörku. Mynd: Freiburg Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Ingibjörg Sigurðardóttir er mætt aftur í þýsku úrvalsdeildina en nú í verkefni af öðrum toga en hún tókst á við áður. Eftir vonbrigði á EM með Íslandi vill Ingibjörg taka ábyrgð og skref út fyrir þægindarammann. Freiburg kaupir Ingibjörgu frá danska félaginu Bröndby þar sem að hún hafði, rétt eins og í íslenska landsliðinu verið fastamaður í byrjunarliði og staðið sig vel. Fengið traustið og það gerir skiptin erfið að einhverju leiti. „Það verður mikill söknuður og var erfitt þegar að maður fékk skilaboð á miðvikudeginum síðastliðnum að þetta væri komið í gegn,“ segir Ingibjörg í samtali við íþróttadeild. „Að liðin hefðu náð samkomulagi um kaupverð og síðan er ég farin þremur dögum seinna. Þetta gerðist líka tveimur dögum fyrir fyrsta leik í deild og var ákveðið sjokk fyrir mig og liðið.“ „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég held að það séu tíu dagar síðan að ég heyrði frá þeim fyrst. Það kom alveg einhver áhugi eftir EM og það var markmiðið að taka ár með Bröndby og reyna síðan að komast í stærri klúbb. Þetta var mjög fljótt að gerast en aftur á móti bara mjög skemmtilegt þegar að maður fær svona tækifæri. Þetta var langmest spennandi kosturinn. Það var alveg eitthvað búið að koma upp sem ég sagði bara strax nei við, var ekki alveg til í það en þetta var fyrsta alvöru tilboðið sem ég fékk, klúbbur sem mér leist mjög vel á.“ Veit að hún á mikið inni í þýska boltanum Með þessu snýr Ingibjörg aftur í þýska boltann en fer nú í lið sem berst í efri hluta deildarinnar en áður var hún á mála hjá Duisburg í sömu deild en þá í harðri fallbaráttu. „Þetta var allt annað verkefni sem ég fór í þá. Það var góð reynsla fyrir mig og ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað á þeim tímapunkti. En ég vona að þetta verði aðeins öðruvísi núna og ég fann alveg á þeim tíma að ég á góða möguleika í deildinni. Ég var að matcha vel við leikmennina og vissi að ég átti alveg mikið inni. Ég bara vona að þetta gangi vel núna og hef trú á liðinu og hópnum í kringum þetta.“ Ingibjörg Sigurðardóttir með fyrirliðabandið í leik með íslenska landsliðinu.Vísir / Anton Brink Kemur inn í hlutverk sem hún þekkir vel En hvað er það sem heillar við verkefnið með Freiburg? „Ótrúlega margt. Þær stóðu sig vel í fyrra, það er mikil uppbygging og margir ungir leikmenn sem eru hérna í bland við reynslumeiri leikmenn. Ég er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í. Ég get miðlað áfram reynslunni minni og hjálpað þeim yngri. Það var mjög heillandi fyrir mig og síðan er aðstaðan bara rosalega flott í kringum liðið, þjálfarateymi sem er hundrað prósent í því að hjálpa liðinu og mikill metnaður ríkjandi. Það heillaði mikið. Með þessu skrefi vill Ingibjörg stærri áskorun og taka ábyrgð, meðal annars á slæmu gengi Íslands á EM fyrr í sumar. „EM fór eins og það fór núna en það er fylgir því líka ákveðið spark í rassinn að lið eru svolítið að taka fram úr okkur og þá þýðir það líka að við leikmenn þurfum að taka ábyrgð, taka þetta skref og fara út fyrir þægindarammann. Það var líka alveg hugsun á bak við það að fara í stærri deild, takast á við stærri áskorun. Með því verð ég enn betri leikmaður og get hjálpað landsliðinu og í leiðinni hjálpað mínum ferli og náð því besta út úr mér.“ Þýski boltinn Íslendingar erlendis Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Leik Lokið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Sjá meira
Freiburg kaupir Ingibjörgu frá danska félaginu Bröndby þar sem að hún hafði, rétt eins og í íslenska landsliðinu verið fastamaður í byrjunarliði og staðið sig vel. Fengið traustið og það gerir skiptin erfið að einhverju leiti. „Það verður mikill söknuður og var erfitt þegar að maður fékk skilaboð á miðvikudeginum síðastliðnum að þetta væri komið í gegn,“ segir Ingibjörg í samtali við íþróttadeild. „Að liðin hefðu náð samkomulagi um kaupverð og síðan er ég farin þremur dögum seinna. Þetta gerðist líka tveimur dögum fyrir fyrsta leik í deild og var ákveðið sjokk fyrir mig og liðið.“ „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég held að það séu tíu dagar síðan að ég heyrði frá þeim fyrst. Það kom alveg einhver áhugi eftir EM og það var markmiðið að taka ár með Bröndby og reyna síðan að komast í stærri klúbb. Þetta var mjög fljótt að gerast en aftur á móti bara mjög skemmtilegt þegar að maður fær svona tækifæri. Þetta var langmest spennandi kosturinn. Það var alveg eitthvað búið að koma upp sem ég sagði bara strax nei við, var ekki alveg til í það en þetta var fyrsta alvöru tilboðið sem ég fékk, klúbbur sem mér leist mjög vel á.“ Veit að hún á mikið inni í þýska boltanum Með þessu snýr Ingibjörg aftur í þýska boltann en fer nú í lið sem berst í efri hluta deildarinnar en áður var hún á mála hjá Duisburg í sömu deild en þá í harðri fallbaráttu. „Þetta var allt annað verkefni sem ég fór í þá. Það var góð reynsla fyrir mig og ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað á þeim tímapunkti. En ég vona að þetta verði aðeins öðruvísi núna og ég fann alveg á þeim tíma að ég á góða möguleika í deildinni. Ég var að matcha vel við leikmennina og vissi að ég átti alveg mikið inni. Ég bara vona að þetta gangi vel núna og hef trú á liðinu og hópnum í kringum þetta.“ Ingibjörg Sigurðardóttir með fyrirliðabandið í leik með íslenska landsliðinu.Vísir / Anton Brink Kemur inn í hlutverk sem hún þekkir vel En hvað er það sem heillar við verkefnið með Freiburg? „Ótrúlega margt. Þær stóðu sig vel í fyrra, það er mikil uppbygging og margir ungir leikmenn sem eru hérna í bland við reynslumeiri leikmenn. Ég er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í. Ég get miðlað áfram reynslunni minni og hjálpað þeim yngri. Það var mjög heillandi fyrir mig og síðan er aðstaðan bara rosalega flott í kringum liðið, þjálfarateymi sem er hundrað prósent í því að hjálpa liðinu og mikill metnaður ríkjandi. Það heillaði mikið. Með þessu skrefi vill Ingibjörg stærri áskorun og taka ábyrgð, meðal annars á slæmu gengi Íslands á EM fyrr í sumar. „EM fór eins og það fór núna en það er fylgir því líka ákveðið spark í rassinn að lið eru svolítið að taka fram úr okkur og þá þýðir það líka að við leikmenn þurfum að taka ábyrgð, taka þetta skref og fara út fyrir þægindarammann. Það var líka alveg hugsun á bak við það að fara í stærri deild, takast á við stærri áskorun. Með því verð ég enn betri leikmaður og get hjálpað landsliðinu og í leiðinni hjálpað mínum ferli og náð því besta út úr mér.“
Þýski boltinn Íslendingar erlendis Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Leik Lokið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Sjá meira