Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Agnar Már Másson skrifar 13. ágúst 2025 16:13 Héraðsdómur Reykjavíkur Til stendur að vísa manni úr landi í dag sem grunaður er um heimilisofbeldi og hefur hlotið þrjá refsidóma á Íslandi. Maðurinn dvaldi hér á landi í trássi við lög og var handtekinn í byrjun mánaðar eftir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína og brotið síma hennar, að sögn lögreglu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í dag yfir manninum, sem hefur að sögn lögreglu dvalið ólöglega á Íslandi og er grunaður um ofbeldisbrot gegn fyrrverandi maka en einnig er hann grunaður um eignaspjöll á síma hennar og fleiri brot. Þjóðerni og aldur mannsins eru ekki gefin upp í dómnum. Flutningur hans úr landi var samkvæmt dómnum fyrirhugaður í gær eða í dag, 13. ágúst 2025, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort manninum hafi verið vísað úr landi. Blaðamaður leitaði til fulltrúa ríkislögreglustjóra en fékk þau svör að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál. Dóttirin fylgdist með Í greinargerð lögreglu segir að lögregla hafi verið kölluð út að heimili í Reykjavík í byrjun ágúst þar sem fyrrverandi kærasta hans tók á móti lögreglu er hún stóð ásamt dóttur sinni á götuhorni. Þar mun hún hafa lýst því hvernig maðurinn hafi komið óvænt til þeirra mæðgna og rifið í hár konunnar, sparkað í hana, tekið af henni símann og kastað honum í gólfið. Dætur hennar urðu vitni að þessu, hefur lögregla eftir konunni sem mun hafa tjáð lögregluþjónum að maðurinn hefði komið á stórum, svörtum bíl sem hann héldi til með bróður sínum. Þær mæðgur voru nánast ótalandi á ensku og fór samtal lögreglu í gegnum þýðingaforrit í farsíma, að sögn lögreglu. Ekki hafi verið neinir sjáanlegir áverkar á konunni og taldi hún sig ekki þurfa að fara í læknisskoðun. Staðfesta varðhald Lögregla handtók manninn heima hjá honum seinna um nóttina og var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Maðurinn skráði dvöl sína á Íslandi 31. mars 2021 en hann var skráður úr landi þann 1. júní 2021 og hefur ekki sinnt tilkynningaskyldu að sögn lögreglu. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa þegar staðfest brottvísun mannsins og þriggja ára endurkomubann yfir honum. Landsréttur staðfesti varðhald yfir honum sem á að renna út á morgun en samkvæmt ákvörðunum yfirvalda ætti hann að vera farinn af landi brott þá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Landsréttur dæmdi í málinu á dögunum.Vísir/Egill Reykjavík Heimilisofbeldi Dómsmál Innflytjendamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í dag yfir manninum, sem hefur að sögn lögreglu dvalið ólöglega á Íslandi og er grunaður um ofbeldisbrot gegn fyrrverandi maka en einnig er hann grunaður um eignaspjöll á síma hennar og fleiri brot. Þjóðerni og aldur mannsins eru ekki gefin upp í dómnum. Flutningur hans úr landi var samkvæmt dómnum fyrirhugaður í gær eða í dag, 13. ágúst 2025, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort manninum hafi verið vísað úr landi. Blaðamaður leitaði til fulltrúa ríkislögreglustjóra en fékk þau svör að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál. Dóttirin fylgdist með Í greinargerð lögreglu segir að lögregla hafi verið kölluð út að heimili í Reykjavík í byrjun ágúst þar sem fyrrverandi kærasta hans tók á móti lögreglu er hún stóð ásamt dóttur sinni á götuhorni. Þar mun hún hafa lýst því hvernig maðurinn hafi komið óvænt til þeirra mæðgna og rifið í hár konunnar, sparkað í hana, tekið af henni símann og kastað honum í gólfið. Dætur hennar urðu vitni að þessu, hefur lögregla eftir konunni sem mun hafa tjáð lögregluþjónum að maðurinn hefði komið á stórum, svörtum bíl sem hann héldi til með bróður sínum. Þær mæðgur voru nánast ótalandi á ensku og fór samtal lögreglu í gegnum þýðingaforrit í farsíma, að sögn lögreglu. Ekki hafi verið neinir sjáanlegir áverkar á konunni og taldi hún sig ekki þurfa að fara í læknisskoðun. Staðfesta varðhald Lögregla handtók manninn heima hjá honum seinna um nóttina og var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Maðurinn skráði dvöl sína á Íslandi 31. mars 2021 en hann var skráður úr landi þann 1. júní 2021 og hefur ekki sinnt tilkynningaskyldu að sögn lögreglu. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa þegar staðfest brottvísun mannsins og þriggja ára endurkomubann yfir honum. Landsréttur staðfesti varðhald yfir honum sem á að renna út á morgun en samkvæmt ákvörðunum yfirvalda ætti hann að vera farinn af landi brott þá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Landsréttur dæmdi í málinu á dögunum.Vísir/Egill
Reykjavík Heimilisofbeldi Dómsmál Innflytjendamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent