Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Jón Þór Stefánsson skrifar 13. ágúst 2025 15:18 Héraðsdómur Reykjaness tók málið fyrir. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness vísaði á dögunum frá máli þar sem fjórmenningar voru ákærðir fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Málinu var vísað frá vegna tengsla lögreglumanns, sem var aðalrannsakandi málsins, við einstakling sem varð fyrir annarri þessara tveggja meintu árása. Annars vegar voru tveir fjórmenningana ákærðir fyrir að ráðast á mann við ótilgreinda verslun í febrúar 2023. Öðrum þeirra var gefið að sök að slá manninn með ítrekuðum höggum í höfuðið meðan hann reyndi að komast undan. Hinn var þá sagður hafa lyft manninum upp og kastað honum í jörðina og þar á eftir hafi sá fyrrnefndi sparkað í höfuð hans meðan hann lá í jörðinni. Hins vegar voru þrír þessara fjögurra sakborninga ákærðir fyrir að ráðast á annan mann á bílastæði í júlí þetta sama ár. Samkvæmt ákæru var sá sem varð fyrir árásinni í fremra farþegasæti bíls þegar hann hafi verið sleginn mörgum höggum í höfuð, meðal annars með glerflösku. Urðu áskynja þess að þeir væru tengdir Í úrskurði héraðsdóms segir að aðalmeðferð málsins hafi farið fram í lok júlí og staðið yfir í þrjá daga. Fyrstu tvo dagana hafi skýrslur verið teknar af öllum sakborningunum og öllum vitnum nema einu. Eftir annan daginn hafi verjandi eins sakborningsins ritað dómnum og öðrum sakflytjendum bréf þar sem hann sagði að verjendur hefðu orðið þess áskynja að aðalrannsakari málsins, sem hefði yfirheyrt sakborningana og vitni málsins, væri tengdur manninum sem mun hafa orðið fyrir síðari árásinni. Það hefur verið afmáð úr úrskurði héraðsdóms hvernig lögregluþjónninn og brotaþolinn tengjast nákvæmlega, en þó kemur fram að í laganna skilningi þeir séu skyldir að „öðrum lið til hliðar“. Það nær yfir nokkur víðtæk, en þó náin fjölskyldutengsl. Óheimilt að rannsaka málið Í kjölfarið fóru verjendurnir fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Saksóknari sagði í kjölfarið að hann hefði fengið þær upplýsingar frá umræddum lögregluþjóni að hann hefði upplýst yfirmann sinn um tengslin og þá sagðist hann jafnframt ekki hafa tekið skýrslu af manninum sem hann tengdist. Dómurinn tók undir með sakborningunum að lögregluþjóninum hefði verið óheimilt fyrir lögregluþjóninn að rannsaka meinta líkamsárás, jafnvel þó hann hafi upplýst yfirmann sinn um tengslin. Hann ákvað því að vísa seinni ákærunni frá dómi, og líka þeirri fyrri vegna mikilla tengsla málanna tveggja. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Annars vegar voru tveir fjórmenningana ákærðir fyrir að ráðast á mann við ótilgreinda verslun í febrúar 2023. Öðrum þeirra var gefið að sök að slá manninn með ítrekuðum höggum í höfuðið meðan hann reyndi að komast undan. Hinn var þá sagður hafa lyft manninum upp og kastað honum í jörðina og þar á eftir hafi sá fyrrnefndi sparkað í höfuð hans meðan hann lá í jörðinni. Hins vegar voru þrír þessara fjögurra sakborninga ákærðir fyrir að ráðast á annan mann á bílastæði í júlí þetta sama ár. Samkvæmt ákæru var sá sem varð fyrir árásinni í fremra farþegasæti bíls þegar hann hafi verið sleginn mörgum höggum í höfuð, meðal annars með glerflösku. Urðu áskynja þess að þeir væru tengdir Í úrskurði héraðsdóms segir að aðalmeðferð málsins hafi farið fram í lok júlí og staðið yfir í þrjá daga. Fyrstu tvo dagana hafi skýrslur verið teknar af öllum sakborningunum og öllum vitnum nema einu. Eftir annan daginn hafi verjandi eins sakborningsins ritað dómnum og öðrum sakflytjendum bréf þar sem hann sagði að verjendur hefðu orðið þess áskynja að aðalrannsakari málsins, sem hefði yfirheyrt sakborningana og vitni málsins, væri tengdur manninum sem mun hafa orðið fyrir síðari árásinni. Það hefur verið afmáð úr úrskurði héraðsdóms hvernig lögregluþjónninn og brotaþolinn tengjast nákvæmlega, en þó kemur fram að í laganna skilningi þeir séu skyldir að „öðrum lið til hliðar“. Það nær yfir nokkur víðtæk, en þó náin fjölskyldutengsl. Óheimilt að rannsaka málið Í kjölfarið fóru verjendurnir fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Saksóknari sagði í kjölfarið að hann hefði fengið þær upplýsingar frá umræddum lögregluþjóni að hann hefði upplýst yfirmann sinn um tengslin og þá sagðist hann jafnframt ekki hafa tekið skýrslu af manninum sem hann tengdist. Dómurinn tók undir með sakborningunum að lögregluþjóninum hefði verið óheimilt fyrir lögregluþjóninn að rannsaka meinta líkamsárás, jafnvel þó hann hafi upplýst yfirmann sinn um tengslin. Hann ákvað því að vísa seinni ákærunni frá dómi, og líka þeirri fyrri vegna mikilla tengsla málanna tveggja.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira