Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2025 20:06 Jón Daði Böðvarsson skoraði og lagði upp í sigri Selfoss á HK. vísir/sigurjón Eftir þrjú töp í röð vann Selfoss afar mikilvægan sigur á HK, 3-0, á heimavelli í 17. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Jón Daði Böðvarsson setti heldur betur mark sitt á leikinn. Jón Daði gekk í raðir Selfoss í sumar og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið eftir þrettán ára bið þegar það tapaði fyrir Njarðvík í síðustu umferð, 2-1. Jón Daði kom aftur inn á sem varamaður í leiknum í kvöld og lagði annað mark Selfoss upp fyrir Raul Gomez Martorell á 62. mínútu. Jón Daði gulltryggði svo sigur Selfyssinga með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Aron Fannar Birgisson skoraði fyrsta mark liðsins eftir tuttugu mínútna leik. Markið sem Jón Daði skoraði í kvöld var hans fyrsta fyrir Selfoss síðan hann skoraði sigurmark liðsins gegn KR, 1-0, í efstu deild 2. september 2012. Selfoss er í 9. sæti deildarinnar með sextán stig en HK í 4. sætinu með þrjátíu stig. Leiknir vann dramatískan og langþráðan sigur á Fylki, 1-0. Patryk Hryniewicki skoraði eina markið með síðustu spyrnu leiksins. Með sigrinum komust Leiknismenn upp úr botnsætinu og sendu Fylkismenn þangað. Árbæjarliðið hefur ekki enn unnið leik síðan Arnar Grétarsson tók við því. Sigurinn í kvöld var sá fyrsti hjá Leiknisliðinu síðan 9. júní. Þór vann sinn þriðja leik í röð og fimmta sigurinn í síðustu sex leikjum þegar liðið lagði Völsung að velli á Húsavík, 2-5. Rafael Alexandre Romao Victor, Ibrahima Balde, Einar Freyr Halldórsson, Kristófer Kristjánsson og Sigfús Fannar Guðmundsson skoruðu mörk Þórsara sem eru í 2. sæti deildarinnar með 33 stig. Ismael Salmi Yagoub og Elfar Árni Aðalsteinsson skoruðu fyrir Völsunga sem sitja í 7. sætinu með nítján stig. Eftir 3-0 tap fyrir HK í síðustu umferð vann Keflavík öruggan 4-0 sigur á Grindavík. Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með 28 stig. Grindvíkingar, sem hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, eru með sautján stig í 8. sætinu. Muhamed Alghoul, Kári Sigfússon, Ásgeir Páll Magnússon og Axel Ingi Jóhannesson skoruðu mörk Keflavíkur í kvöld. Upplýsingar um úrslit og markaskorara í leikjum kvöldsins eru fengnar frá Fótbolta.net. Lengjudeild karla UMF Selfoss HK Leiknir Reykjavík Fylkir Völsungur Þór Akureyri Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Jón Daði gekk í raðir Selfoss í sumar og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið eftir þrettán ára bið þegar það tapaði fyrir Njarðvík í síðustu umferð, 2-1. Jón Daði kom aftur inn á sem varamaður í leiknum í kvöld og lagði annað mark Selfoss upp fyrir Raul Gomez Martorell á 62. mínútu. Jón Daði gulltryggði svo sigur Selfyssinga með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Aron Fannar Birgisson skoraði fyrsta mark liðsins eftir tuttugu mínútna leik. Markið sem Jón Daði skoraði í kvöld var hans fyrsta fyrir Selfoss síðan hann skoraði sigurmark liðsins gegn KR, 1-0, í efstu deild 2. september 2012. Selfoss er í 9. sæti deildarinnar með sextán stig en HK í 4. sætinu með þrjátíu stig. Leiknir vann dramatískan og langþráðan sigur á Fylki, 1-0. Patryk Hryniewicki skoraði eina markið með síðustu spyrnu leiksins. Með sigrinum komust Leiknismenn upp úr botnsætinu og sendu Fylkismenn þangað. Árbæjarliðið hefur ekki enn unnið leik síðan Arnar Grétarsson tók við því. Sigurinn í kvöld var sá fyrsti hjá Leiknisliðinu síðan 9. júní. Þór vann sinn þriðja leik í röð og fimmta sigurinn í síðustu sex leikjum þegar liðið lagði Völsung að velli á Húsavík, 2-5. Rafael Alexandre Romao Victor, Ibrahima Balde, Einar Freyr Halldórsson, Kristófer Kristjánsson og Sigfús Fannar Guðmundsson skoruðu mörk Þórsara sem eru í 2. sæti deildarinnar með 33 stig. Ismael Salmi Yagoub og Elfar Árni Aðalsteinsson skoruðu fyrir Völsunga sem sitja í 7. sætinu með nítján stig. Eftir 3-0 tap fyrir HK í síðustu umferð vann Keflavík öruggan 4-0 sigur á Grindavík. Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með 28 stig. Grindvíkingar, sem hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, eru með sautján stig í 8. sætinu. Muhamed Alghoul, Kári Sigfússon, Ásgeir Páll Magnússon og Axel Ingi Jóhannesson skoruðu mörk Keflavíkur í kvöld. Upplýsingar um úrslit og markaskorara í leikjum kvöldsins eru fengnar frá Fótbolta.net.
Lengjudeild karla UMF Selfoss HK Leiknir Reykjavík Fylkir Völsungur Þór Akureyri Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira