Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 21:44 Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. Vísir/Vilhelm Annar fjórðungur þessa árs var sá besti í sögu líftæknifyrirtækisins Alvotech. Fyrri hluta ársins varð yfir tvö hundruð prósenta aukning á tekjum af sölu lyfja, samanborið við sama tímabil í fyrra. Fyrirtækið birti í dag uppgjör fyrir fyrri hluta ársins en þar komur fram að tekjur af sölu lyfja voru 204,7 milljónir dala. Það samsvarar rúmum 25 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar 65,9 milljónir dala eða um átta milljarðar króna. Í uppgjörinu segir að annar fjórðungur ársins hafi verið sá besti í sögu Alvotech. Félagið átti þann 30. júní 151,5 milljónir dala í lausu fé og heildarskuldir þess voru 1,1 milljarður dala. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar hér á vef Alvotech. Uppgjörið verður kynnt af stjórnendum félagsins á morgun og verður hægt að hlusta á þá kynningu í beinni. „Alvotech náði góðum árangri á fyrri helmingi ársins, þar sem tekjur af lyfjasölu jukust um meira en 200 prósent við sama tíma í fyrra. Þá var annar ársfjórðungur besti fjórðungur í sögu félagsins hvað varðar handbært fé frá rekstri. Nýir samningar um markaðssetningu sem kynntir voru á síðasta ársfjórðungi endurspegla vel þau miklu verðmæti sem fólgin eru í lyfjunum sem við erum að þróa,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech, í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins. „Með kaupum á rannsóknarstarfsemi Xbrane í Svíþjóð getum við svo sett enn meiri kraft í lyfjaþróunina. Við viljum halda utan um alla þætti í þróun og framleiðslu hliðstæðnanna og eru kaupin í byrjun júlí á starfsemi Ivers-Lee, sem sérhæfir sig í pökkun lyfja, liður í því.“ Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn Alvotech hafi á fyrri hluta ársins gert tvo samninga um aukið samstarf við Advanz Pharma um markaðssetningu í Evrópu á fjórum líftæknilyfjahliðstæðum sem eru í þróun. Þá var einnig gerður samningur við Dr. Reddy‘s Laboratories Ltd. um þróun, framleiðslu og markaðssetningu á fyrirhugaðri hliðstæðu en samningurinn felur í sér að félögin muni deila kostnaði og ábyrgð á þróun og framleiðslu hliðstæðunnar. Einnig var lokið við kaup á rannsóknarstarfsemi líftæknifyrirtækisins Xbrane í Stokkhólmi og lyfjahugviti tengdu fyrirhugaðri hliðstæðu við líftæknilyfið Cimzia. Þá sömdu forsvarsmenn félagsins við lánveitendur um að lækka vexti á langtímaskuldum og lækkar vaxtakostnaður Alvotech á fyrstu tólf mánuðunum eftir vaxtalækkunina um rúmar 8,2 milljónir dala. Það samsvarar um einum milljarði króna. Alvotech Uppgjör og ársreikningar Líftækni Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Fyrirtækið birti í dag uppgjör fyrir fyrri hluta ársins en þar komur fram að tekjur af sölu lyfja voru 204,7 milljónir dala. Það samsvarar rúmum 25 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar 65,9 milljónir dala eða um átta milljarðar króna. Í uppgjörinu segir að annar fjórðungur ársins hafi verið sá besti í sögu Alvotech. Félagið átti þann 30. júní 151,5 milljónir dala í lausu fé og heildarskuldir þess voru 1,1 milljarður dala. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar hér á vef Alvotech. Uppgjörið verður kynnt af stjórnendum félagsins á morgun og verður hægt að hlusta á þá kynningu í beinni. „Alvotech náði góðum árangri á fyrri helmingi ársins, þar sem tekjur af lyfjasölu jukust um meira en 200 prósent við sama tíma í fyrra. Þá var annar ársfjórðungur besti fjórðungur í sögu félagsins hvað varðar handbært fé frá rekstri. Nýir samningar um markaðssetningu sem kynntir voru á síðasta ársfjórðungi endurspegla vel þau miklu verðmæti sem fólgin eru í lyfjunum sem við erum að þróa,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech, í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins. „Með kaupum á rannsóknarstarfsemi Xbrane í Svíþjóð getum við svo sett enn meiri kraft í lyfjaþróunina. Við viljum halda utan um alla þætti í þróun og framleiðslu hliðstæðnanna og eru kaupin í byrjun júlí á starfsemi Ivers-Lee, sem sérhæfir sig í pökkun lyfja, liður í því.“ Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn Alvotech hafi á fyrri hluta ársins gert tvo samninga um aukið samstarf við Advanz Pharma um markaðssetningu í Evrópu á fjórum líftæknilyfjahliðstæðum sem eru í þróun. Þá var einnig gerður samningur við Dr. Reddy‘s Laboratories Ltd. um þróun, framleiðslu og markaðssetningu á fyrirhugaðri hliðstæðu en samningurinn felur í sér að félögin muni deila kostnaði og ábyrgð á þróun og framleiðslu hliðstæðunnar. Einnig var lokið við kaup á rannsóknarstarfsemi líftæknifyrirtækisins Xbrane í Stokkhólmi og lyfjahugviti tengdu fyrirhugaðri hliðstæðu við líftæknilyfið Cimzia. Þá sömdu forsvarsmenn félagsins við lánveitendur um að lækka vexti á langtímaskuldum og lækkar vaxtakostnaður Alvotech á fyrstu tólf mánuðunum eftir vaxtalækkunina um rúmar 8,2 milljónir dala. Það samsvarar um einum milljarði króna.
Alvotech Uppgjör og ársreikningar Líftækni Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira