Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar 14. ágúst 2025 08:00 Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla. Í umræðum um málið á ýmsum miðlum færði ég rök fyrir því að það sé ekki brot á akademísku frelsi fyrirlesara að fólk mótmæli honum kröftuglega, jafnvel þótt það verði til þess að fyrirlestrinum sé svo aflýst. Ég gerði það með þeim rökum að það hafi enginn, hvort sem um er að ræða fræðafólk eða ekki, ófrávíkjanlegan rétt á því að annað fólk hafi þögn á meðan viðkomandi talar. Megininntakið í akademísku frelsi er að yfirvöld – til dæmis háskólayfirvöld eða ríkisstjórn – stjórni því ekki hvað akademískt starfsfólk rannsakar eða tjáir sig um. Helst eiga yfirvöld þess í stað að skapa umhverfi þar sem akademískt starfsfólk stjórnar sínum rannsóknum að sem allra mestu leyti sjálft. Í því felst ekki að fólk almennt þurfi að hlusta á fræðafólk þegar það tjáir sig, hafi þögn og sýni því sérstaka virðingu. Það er því einfaldlega misskilningur að mótmælin hafi nokkuð með akademískt frelsi að gera. Akademískt frelsi leyfir hvorki né bannar mótmæli af því tagi sem áttu sér stað á fyrirlestrinum umrædda. Ég benti í þessu samhengi á að með því að gagnrýna umrædd mótmæli sem brot á akademísku frelsi væri í raun verið að útvatna merkingu hugtaksins með hætti sem tæpast er akademísku frelsi til framdráttar. Þetta er svipað því þegar fólk misbeitir hugtakinu „mannréttindabrot“ og fer, oftast í einhvers konar fljótræði, að nota það orð um alls kyns hegðun sem því mislíkar. Að leiðrétta notkun hugtaksins í slíku tilfelli þýðir augljóslega ekki að sá sem það gerir sé mótfallinn mannréttindum eða fylgjandi mannréttindabrotum. Þvert á móti er mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að standa vörð um raunveruleg mannréttindi að nota hugtakið ekki í of víðum skilningi, því þá missir það þann slagkraft sem hugtakið þarf að hafa. Þessum rökum mínum hafa ýmsir kollegar mínir við Háskóla Íslands svarað með því að segja skilgreiningu mína á akademísku frelsi of þrönga. Hún leiði af sér að hleypa megi akademískum fundum upp og koma í veg fyrir að fræðafólk fái að tjá sig ef nægilega margir fást til að láta nægilega illa á slíkum fundum. Hvað kemur þá til dæmis í veg fyrir að mótmælendur mæti á fyrirlestur hjá mér og komi í veg fyrir að ég tjái mig um mín eigin rannsóknarsvið? Þessi gagnrýni byggir að mínu mati á misskilningi. Þótt akademískt frelsi feli ekki í sér að áheyrendum sé undir öllum kringstumstæðum skylt að þegja á meðan á fyrirlestri stendur er það vissulega góð almenn kurteisisregla að þegja meðan aðrir tala. Það sama á við um að sýna fólki virðingu og fleira þess háttar. Þetta eru góðar almennar kurteisisreglur af því tagi sem við kennum börnunum okkar þegar þau eru ung. Slíkar kurteisisreglur eru raunar óvenju fyrirferðamiklar í akademísku samhengi, þar sem sérlega mikilvægt er að umræður séu yfirvegaðar og málefnalegar. Segja má að fræðastarf einkennist af akademískri kurteisi. En eru kurteisisreglur af þessu tagi algildar og ófrávíkjanleg lögmál? Eigum við að líta svo á að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi? Fáir myndu svara þessum spurningum játandi. Akademísk kurteisi er mikilvægt gildi en það þarf að vega á móti öðrum gildum sem kunna að hafa meira vægi í vissum tilvikum. Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum. Eitt af þessum „öðrum gildum“ sem við þurfum að vega á móti akademískri kurteisi er gildi þess að mótmæla hroðaverkum á borð við þjóðarmorðið sem nú er verið að fremja á Gaza fyrir allra augum. Slík mótmæli virðast nú um stundir hafa tilætluð áhrif, því að öðrum kosti myndu ísraelsk stjórnvöld ekki eyða jafn miklu púðri og raun ber vitni í að ráðast að þeim sem standa fyrir slíkum mótmælum (með tilheyrandi ómálefnalegum ásökunum um gyðingahatur og þess háttar). Mótmælin í síðustu viku ber að skoða í þessu ljósi. Við sem teljum að mótmælin hafi verið réttlætanleg þurfum ekki að hafna eða gera undantekningu á því mikilvæga prinsippi sem kallast akademískt frelsi. Við höfnum því hins vegar að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi og réttlæti þar með aðgerðaleysi gagnvart þjóðarmorði. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Ísrael Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla. Í umræðum um málið á ýmsum miðlum færði ég rök fyrir því að það sé ekki brot á akademísku frelsi fyrirlesara að fólk mótmæli honum kröftuglega, jafnvel þótt það verði til þess að fyrirlestrinum sé svo aflýst. Ég gerði það með þeim rökum að það hafi enginn, hvort sem um er að ræða fræðafólk eða ekki, ófrávíkjanlegan rétt á því að annað fólk hafi þögn á meðan viðkomandi talar. Megininntakið í akademísku frelsi er að yfirvöld – til dæmis háskólayfirvöld eða ríkisstjórn – stjórni því ekki hvað akademískt starfsfólk rannsakar eða tjáir sig um. Helst eiga yfirvöld þess í stað að skapa umhverfi þar sem akademískt starfsfólk stjórnar sínum rannsóknum að sem allra mestu leyti sjálft. Í því felst ekki að fólk almennt þurfi að hlusta á fræðafólk þegar það tjáir sig, hafi þögn og sýni því sérstaka virðingu. Það er því einfaldlega misskilningur að mótmælin hafi nokkuð með akademískt frelsi að gera. Akademískt frelsi leyfir hvorki né bannar mótmæli af því tagi sem áttu sér stað á fyrirlestrinum umrædda. Ég benti í þessu samhengi á að með því að gagnrýna umrædd mótmæli sem brot á akademísku frelsi væri í raun verið að útvatna merkingu hugtaksins með hætti sem tæpast er akademísku frelsi til framdráttar. Þetta er svipað því þegar fólk misbeitir hugtakinu „mannréttindabrot“ og fer, oftast í einhvers konar fljótræði, að nota það orð um alls kyns hegðun sem því mislíkar. Að leiðrétta notkun hugtaksins í slíku tilfelli þýðir augljóslega ekki að sá sem það gerir sé mótfallinn mannréttindum eða fylgjandi mannréttindabrotum. Þvert á móti er mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að standa vörð um raunveruleg mannréttindi að nota hugtakið ekki í of víðum skilningi, því þá missir það þann slagkraft sem hugtakið þarf að hafa. Þessum rökum mínum hafa ýmsir kollegar mínir við Háskóla Íslands svarað með því að segja skilgreiningu mína á akademísku frelsi of þrönga. Hún leiði af sér að hleypa megi akademískum fundum upp og koma í veg fyrir að fræðafólk fái að tjá sig ef nægilega margir fást til að láta nægilega illa á slíkum fundum. Hvað kemur þá til dæmis í veg fyrir að mótmælendur mæti á fyrirlestur hjá mér og komi í veg fyrir að ég tjái mig um mín eigin rannsóknarsvið? Þessi gagnrýni byggir að mínu mati á misskilningi. Þótt akademískt frelsi feli ekki í sér að áheyrendum sé undir öllum kringstumstæðum skylt að þegja á meðan á fyrirlestri stendur er það vissulega góð almenn kurteisisregla að þegja meðan aðrir tala. Það sama á við um að sýna fólki virðingu og fleira þess háttar. Þetta eru góðar almennar kurteisisreglur af því tagi sem við kennum börnunum okkar þegar þau eru ung. Slíkar kurteisisreglur eru raunar óvenju fyrirferðamiklar í akademísku samhengi, þar sem sérlega mikilvægt er að umræður séu yfirvegaðar og málefnalegar. Segja má að fræðastarf einkennist af akademískri kurteisi. En eru kurteisisreglur af þessu tagi algildar og ófrávíkjanleg lögmál? Eigum við að líta svo á að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi? Fáir myndu svara þessum spurningum játandi. Akademísk kurteisi er mikilvægt gildi en það þarf að vega á móti öðrum gildum sem kunna að hafa meira vægi í vissum tilvikum. Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum. Eitt af þessum „öðrum gildum“ sem við þurfum að vega á móti akademískri kurteisi er gildi þess að mótmæla hroðaverkum á borð við þjóðarmorðið sem nú er verið að fremja á Gaza fyrir allra augum. Slík mótmæli virðast nú um stundir hafa tilætluð áhrif, því að öðrum kosti myndu ísraelsk stjórnvöld ekki eyða jafn miklu púðri og raun ber vitni í að ráðast að þeim sem standa fyrir slíkum mótmælum (með tilheyrandi ómálefnalegum ásökunum um gyðingahatur og þess háttar). Mótmælin í síðustu viku ber að skoða í þessu ljósi. Við sem teljum að mótmælin hafi verið réttlætanleg þurfum ekki að hafna eða gera undantekningu á því mikilvæga prinsippi sem kallast akademískt frelsi. Við höfnum því hins vegar að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi og réttlæti þar með aðgerðaleysi gagnvart þjóðarmorði. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun