Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 14:57 Fyrirtækið Storytel verður rannsakað af Samkeppniseftirlitinu. Vísir/Anton Brink Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á hendur fyrirtækinu Storytel. Til rannsóknar er hvort fyrirtækið hafi brotið gegn banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Undir nafninu Storytel eru tvö félög, annars vegar Storytel Iceland ehf. sem sér um rekstur streymisveitu fyrir hljóð- og rafbækur á Íslandi, og hins vegar Storyside AB sem gefur út bækur sem boðnar eru fram á streymisveitunni. Félögin tvö eru í eigu Storytel AB sem skráð er í Svíþjóð en fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu að rannsóknin taki einnig til móðurfélagsins. „Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa sérstökum skyldum að gegna um að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta samkeppni á markaði,“ segir í tilkynningu eftirlitsins. „Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa sérstökum skyldum að gegna um að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta samkeppni á markaði.“ Tekið fyrir eftir kvörtun frá Rithöfundarsambandi Íslands Ákveðið var að rannsaka Storytel eftir að kvörtun barst frá Rithöfundarsambandi Íslands um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í kvörtuninni segir að RSÍ telji að hljóðbækur sem gefnar eru út af Storyside auk annarra útgáfna tengdum fyrirtækinu sé forgangsraðað yfir aðrar bækur. Til að mynda séu hljóðbækur Storyside í sérstökum forgangi í framsetningu og efnisvali í streymisveitunni og fái þar af leiðandi meiri hlustun. Í kvörtuninni kemur einnig fram að Storytel reyni að þvinga höfunda til að semja beint við Storyside frekar en aðra útgefundur og að Storytel „haædi tekjum innan samstæðunnar þar sem þóknar séu tengdar við hlustun.“ „Lýsing kvartanda á meintri háttsemi gefur tilefni til að rannsakað sé hvort um ólögmæta sjálfsforgangsröðun kunni að vera að ræða,“ segir í tilkynningunni. Íslenska eftirlitið hefur óskað eftir aðstoð hins sænska auk þess sem málið hefur verið tilkynnt til Eftirlitsstofnunarinnar EFTA. Þrátt fyrir að formleg rannsókn sé hafin kemur fram í tilkynningunni að ekki sé komin niðurstaða um brot né vísbending um niðurstöðu rannsóknarinnar. Samkeppnismál Bókmenntir Storytel Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Undir nafninu Storytel eru tvö félög, annars vegar Storytel Iceland ehf. sem sér um rekstur streymisveitu fyrir hljóð- og rafbækur á Íslandi, og hins vegar Storyside AB sem gefur út bækur sem boðnar eru fram á streymisveitunni. Félögin tvö eru í eigu Storytel AB sem skráð er í Svíþjóð en fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu að rannsóknin taki einnig til móðurfélagsins. „Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa sérstökum skyldum að gegna um að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta samkeppni á markaði,“ segir í tilkynningu eftirlitsins. „Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa sérstökum skyldum að gegna um að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta samkeppni á markaði.“ Tekið fyrir eftir kvörtun frá Rithöfundarsambandi Íslands Ákveðið var að rannsaka Storytel eftir að kvörtun barst frá Rithöfundarsambandi Íslands um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í kvörtuninni segir að RSÍ telji að hljóðbækur sem gefnar eru út af Storyside auk annarra útgáfna tengdum fyrirtækinu sé forgangsraðað yfir aðrar bækur. Til að mynda séu hljóðbækur Storyside í sérstökum forgangi í framsetningu og efnisvali í streymisveitunni og fái þar af leiðandi meiri hlustun. Í kvörtuninni kemur einnig fram að Storytel reyni að þvinga höfunda til að semja beint við Storyside frekar en aðra útgefundur og að Storytel „haædi tekjum innan samstæðunnar þar sem þóknar séu tengdar við hlustun.“ „Lýsing kvartanda á meintri háttsemi gefur tilefni til að rannsakað sé hvort um ólögmæta sjálfsforgangsröðun kunni að vera að ræða,“ segir í tilkynningunni. Íslenska eftirlitið hefur óskað eftir aðstoð hins sænska auk þess sem málið hefur verið tilkynnt til Eftirlitsstofnunarinnar EFTA. Þrátt fyrir að formleg rannsókn sé hafin kemur fram í tilkynningunni að ekki sé komin niðurstaða um brot né vísbending um niðurstöðu rannsóknarinnar.
Samkeppnismál Bókmenntir Storytel Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira