Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 15:09 Bezalel Smotrich heldur á korti sem sýnir fyrirhuguðu landtökubyggðina á Vesturbakkanum þegar hann tilkynnti um að hann ætlaði að gefa henni grænt ljós í dag. AP/Ohad Zwigenberg Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. Landsvæði austur af Jerúsalem sem hefur verið nefnt E1 hefur verið þrætuepli um áratuga skeið. Nú stendur loks til að gera alvöru úr áformum um að reisa þar nýja landtökubyggð á hernumdu landi Palestínumanna. „Þessi raunveruleiki grefur hugmyndina um palestínskt ríki vegna þess að það er ekkert eftir til þess að viðurkenna og enginn til þess að viðurkenna,“ sagði Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng þarlendra stjórnmála. Verði byggðin að veruleika slítur það í reynd Vesturbakkann í tvennt fyrir Palestínumenn. Landið sem um ræðir er ein síðasta tengingin á milli tveggja helstu borganna þar, Ramallah og Bethlehem. AP-fréttastofan segir að Palestínumenn sem þurfi að ferðast á milli borganna þurfi í framtíðinni að leggja nokkra kílómetra lykkju á leið sína frá því sem nú er og fara í gegnum nokkrar eftirlitsstöðvar Ísraelsmanna. Lofar „sanna vini“ Ísraels vestanhafs Fram að þessu hafa Ísraelar látið verið að byggja á svæðinu undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. Nú eru breyttir tíma og lofaði Smotrich bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Huckabee, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, sem „sanna vini Ísraels sem við höfum aldrei átt áður.“ Enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda áður en byggðin fær endanlegt samþykki en framkvæmdir eru sagðar geta farið af stað á allra næstu mánuðum. Fulltrúar palestínskra yfirvalda og mannréttindasamtök fordæma fyrirætlanir Ísraela. Ráðgjafi utanríkisráðherra Palestínu lýsir þeim sem rasískri nýlendu- og útþenslustefnu. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái eigið ríki. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðir Ísraela, þar sem um 700.000 þeirra búa, ólöglegar. Ísraelar, sem hernámu Vesturbakkann í sex daga stríðinu árið 1967, halda því hins vegar fram að hann leysa þurfi úr deilum um tilkall til hans í samningaviðræðum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Landsvæði austur af Jerúsalem sem hefur verið nefnt E1 hefur verið þrætuepli um áratuga skeið. Nú stendur loks til að gera alvöru úr áformum um að reisa þar nýja landtökubyggð á hernumdu landi Palestínumanna. „Þessi raunveruleiki grefur hugmyndina um palestínskt ríki vegna þess að það er ekkert eftir til þess að viðurkenna og enginn til þess að viðurkenna,“ sagði Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng þarlendra stjórnmála. Verði byggðin að veruleika slítur það í reynd Vesturbakkann í tvennt fyrir Palestínumenn. Landið sem um ræðir er ein síðasta tengingin á milli tveggja helstu borganna þar, Ramallah og Bethlehem. AP-fréttastofan segir að Palestínumenn sem þurfi að ferðast á milli borganna þurfi í framtíðinni að leggja nokkra kílómetra lykkju á leið sína frá því sem nú er og fara í gegnum nokkrar eftirlitsstöðvar Ísraelsmanna. Lofar „sanna vini“ Ísraels vestanhafs Fram að þessu hafa Ísraelar látið verið að byggja á svæðinu undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. Nú eru breyttir tíma og lofaði Smotrich bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Huckabee, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, sem „sanna vini Ísraels sem við höfum aldrei átt áður.“ Enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda áður en byggðin fær endanlegt samþykki en framkvæmdir eru sagðar geta farið af stað á allra næstu mánuðum. Fulltrúar palestínskra yfirvalda og mannréttindasamtök fordæma fyrirætlanir Ísraela. Ráðgjafi utanríkisráðherra Palestínu lýsir þeim sem rasískri nýlendu- og útþenslustefnu. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái eigið ríki. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðir Ísraela, þar sem um 700.000 þeirra búa, ólöglegar. Ísraelar, sem hernámu Vesturbakkann í sex daga stríðinu árið 1967, halda því hins vegar fram að hann leysa þurfi úr deilum um tilkall til hans í samningaviðræðum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira