Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 15:09 Bezalel Smotrich heldur á korti sem sýnir fyrirhuguðu landtökubyggðina á Vesturbakkanum þegar hann tilkynnti um að hann ætlaði að gefa henni grænt ljós í dag. AP/Ohad Zwigenberg Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. Landsvæði austur af Jerúsalem sem hefur verið nefnt E1 hefur verið þrætuepli um áratuga skeið. Nú stendur loks til að gera alvöru úr áformum um að reisa þar nýja landtökubyggð á hernumdu landi Palestínumanna. „Þessi raunveruleiki grefur hugmyndina um palestínskt ríki vegna þess að það er ekkert eftir til þess að viðurkenna og enginn til þess að viðurkenna,“ sagði Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng þarlendra stjórnmála. Verði byggðin að veruleika slítur það í reynd Vesturbakkann í tvennt fyrir Palestínumenn. Landið sem um ræðir er ein síðasta tengingin á milli tveggja helstu borganna þar, Ramallah og Bethlehem. AP-fréttastofan segir að Palestínumenn sem þurfi að ferðast á milli borganna þurfi í framtíðinni að leggja nokkra kílómetra lykkju á leið sína frá því sem nú er og fara í gegnum nokkrar eftirlitsstöðvar Ísraelsmanna. Lofar „sanna vini“ Ísraels vestanhafs Fram að þessu hafa Ísraelar látið verið að byggja á svæðinu undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. Nú eru breyttir tíma og lofaði Smotrich bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Huckabee, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, sem „sanna vini Ísraels sem við höfum aldrei átt áður.“ Enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda áður en byggðin fær endanlegt samþykki en framkvæmdir eru sagðar geta farið af stað á allra næstu mánuðum. Fulltrúar palestínskra yfirvalda og mannréttindasamtök fordæma fyrirætlanir Ísraela. Ráðgjafi utanríkisráðherra Palestínu lýsir þeim sem rasískri nýlendu- og útþenslustefnu. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái eigið ríki. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðir Ísraela, þar sem um 700.000 þeirra búa, ólöglegar. Ísraelar, sem hernámu Vesturbakkann í sex daga stríðinu árið 1967, halda því hins vegar fram að hann leysa þurfi úr deilum um tilkall til hans í samningaviðræðum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Landsvæði austur af Jerúsalem sem hefur verið nefnt E1 hefur verið þrætuepli um áratuga skeið. Nú stendur loks til að gera alvöru úr áformum um að reisa þar nýja landtökubyggð á hernumdu landi Palestínumanna. „Þessi raunveruleiki grefur hugmyndina um palestínskt ríki vegna þess að það er ekkert eftir til þess að viðurkenna og enginn til þess að viðurkenna,“ sagði Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng þarlendra stjórnmála. Verði byggðin að veruleika slítur það í reynd Vesturbakkann í tvennt fyrir Palestínumenn. Landið sem um ræðir er ein síðasta tengingin á milli tveggja helstu borganna þar, Ramallah og Bethlehem. AP-fréttastofan segir að Palestínumenn sem þurfi að ferðast á milli borganna þurfi í framtíðinni að leggja nokkra kílómetra lykkju á leið sína frá því sem nú er og fara í gegnum nokkrar eftirlitsstöðvar Ísraelsmanna. Lofar „sanna vini“ Ísraels vestanhafs Fram að þessu hafa Ísraelar látið verið að byggja á svæðinu undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. Nú eru breyttir tíma og lofaði Smotrich bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Huckabee, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, sem „sanna vini Ísraels sem við höfum aldrei átt áður.“ Enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda áður en byggðin fær endanlegt samþykki en framkvæmdir eru sagðar geta farið af stað á allra næstu mánuðum. Fulltrúar palestínskra yfirvalda og mannréttindasamtök fordæma fyrirætlanir Ísraela. Ráðgjafi utanríkisráðherra Palestínu lýsir þeim sem rasískri nýlendu- og útþenslustefnu. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái eigið ríki. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðir Ísraela, þar sem um 700.000 þeirra búa, ólöglegar. Ísraelar, sem hernámu Vesturbakkann í sex daga stríðinu árið 1967, halda því hins vegar fram að hann leysa þurfi úr deilum um tilkall til hans í samningaviðræðum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira