Fótbolti

Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elías Rafn stóð vaktina með sóma.
Elías Rafn stóð vaktina með sóma. ose Manuel Alvarez Rey/Getty Images

Elías Rafn Ólafsson hélt marki Midtjylland hreinu í 2-0 sigri gegn Fredrikstad. Midtjylland vann einvígið samanlagt 5-1 og er á leið í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni, með sæti í Sambandsdeildinni nú þegar tryggt.

Mads Bech Sörensen og Paulinho skoruðu mörk Midtjylland á 9. og 17. mínútu leiksins.

Sörensen skallaði boltann eftir hornspyrnu og Paulinho gerði enn betur, skallaði boltann upp í loft og klippi hann svo í netið.

Midtjylland mætir næst finnska liðinu KuPS í tveggja leikja umspili upp á sæti í Evrópudeildinni. Midtjylland verður að teljast sigurstranglegri aðilinn þar en tapliðið fær sæti í Sambandsdeildinni.

Elías hefur staðið í markinu í síðustu leikjum vegna meiðsla Jonasar Lössl, sem tók aðalmarkmannsstöðuna af Elíasi á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×