Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 22:14 Samsett Fjölmiðlanefnd hefur sektað Símann hf. um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Málið hófst er Íslenskar getraunir sendu kvörtun til Fjölmiðlanefndar þann 20. mars 2024 þar sem segir að auglýsingar fyrir netspilavítið Rizk hafi verið birtar á sjónvarpsstöðinni Síminn Sport, sem er í eigu Símans. Í kvörtuninni kom fram að á vefsíðunni sé boðið upp á alls konar leiki þar sem spilað sé upp á peninga en aðilinn sem stæði að síðunni hefði ekki leyfi til að reka happdrætti á Íslandi. Þá var krafist þess að Fjölmiðlanefnd skyldi taka málið til skoðunar. Líkt og fjallað var um á Vísi í byrjun ársins 2024 voru birtar auglýsingar undir nafni vefsíðunnar Rizk.fun en þar má finna ókeypis leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Hins vegar ef leitað er að Rizk í leitarvélum eða .fun breytt í .com breytist vefsíðan í veðmálasíðu. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar var auglýsingin birt alls 272 sinnum á tímabilinu 21. desember 2023 til 26. mars 2024 á sjónvarpsrás Símans. Í auglýsingunni má sjá ofurhetju og orðið Rizk með stórum stöfum en orðið Fun í minni stöfum fyrir neðan. Ef vel er gáð sést glitta í punkt fyrir framan orðið Fun sem gefur til kynna slóðina fyrir vefsíðuna. Gáfu lítið fyrir rök Símans Fjölmiðlanefnd óskaði eftir svörum frá Símanum sem mótmælti þeim sjónarmiðum sem komu fram í kvörtun Íslenskra getrauna. Í svarinu segir að ef um villandi auglýsingu væri að ræða væri það ekki á ábyrgð fjölmiðlaveitna heldur Neytendastofu, sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá væri hvergi verið að auglýsa veðmálasíðu Rizk heldur einungis leikjasíðuna Rizk.fun en á þeirri síðu væri skýrt tekið fram að þar væri ekki spilað upp á peninga. Í svari Símans er auglýsingunni einnig líkt við bjórauglýsingar, þar sem leyfilegt er að auglýsa óáfengan bjór sem er af sama vörumerki og áfengur bjór. Einnig er áréttað að auglýsingin feli þó ekki í sér auglýsingu um veðmálastarfsemi. Eftir að svör Símans bárust kom Fjölmiðlanefnd saman en tók hún ekki undir sjónarmið Símans að aðeins væri um að ræða auglýsingu fyrir leikjavefsíðu Rizk. Eftir aðra umferð þar sem Síminn færði rök fyrir því að það væri ekki hlutverk fjölmiðla að rannsaka ítarlega viðskiptaáætlanir þeirra sem kaupa auglýsingar hjá miðlinum. Einnig gagnrýndu þau að Fjölmiðlanefnd gerði ráð fyrir að Rizk.fun hefði verið búin til sem auglýsingasíða fyrir veðmálaútgáfu síðunnar. Andsvör Símans breyttu þó ekki skoðun nefndarinnar á stöðunni og töldu þau að Síminn hefði brotið gegn fjórðu málsgrein 37. greinar laga um fjölmiðla sem bannar fjölmiðlum að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Vegna brotsins var Síminn sektaður um eina milljón króna. Tekið var mið af því að Síminn hefur ekki áður brotið umrædd lög. Síminn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Málið hófst er Íslenskar getraunir sendu kvörtun til Fjölmiðlanefndar þann 20. mars 2024 þar sem segir að auglýsingar fyrir netspilavítið Rizk hafi verið birtar á sjónvarpsstöðinni Síminn Sport, sem er í eigu Símans. Í kvörtuninni kom fram að á vefsíðunni sé boðið upp á alls konar leiki þar sem spilað sé upp á peninga en aðilinn sem stæði að síðunni hefði ekki leyfi til að reka happdrætti á Íslandi. Þá var krafist þess að Fjölmiðlanefnd skyldi taka málið til skoðunar. Líkt og fjallað var um á Vísi í byrjun ársins 2024 voru birtar auglýsingar undir nafni vefsíðunnar Rizk.fun en þar má finna ókeypis leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Hins vegar ef leitað er að Rizk í leitarvélum eða .fun breytt í .com breytist vefsíðan í veðmálasíðu. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar var auglýsingin birt alls 272 sinnum á tímabilinu 21. desember 2023 til 26. mars 2024 á sjónvarpsrás Símans. Í auglýsingunni má sjá ofurhetju og orðið Rizk með stórum stöfum en orðið Fun í minni stöfum fyrir neðan. Ef vel er gáð sést glitta í punkt fyrir framan orðið Fun sem gefur til kynna slóðina fyrir vefsíðuna. Gáfu lítið fyrir rök Símans Fjölmiðlanefnd óskaði eftir svörum frá Símanum sem mótmælti þeim sjónarmiðum sem komu fram í kvörtun Íslenskra getrauna. Í svarinu segir að ef um villandi auglýsingu væri að ræða væri það ekki á ábyrgð fjölmiðlaveitna heldur Neytendastofu, sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá væri hvergi verið að auglýsa veðmálasíðu Rizk heldur einungis leikjasíðuna Rizk.fun en á þeirri síðu væri skýrt tekið fram að þar væri ekki spilað upp á peninga. Í svari Símans er auglýsingunni einnig líkt við bjórauglýsingar, þar sem leyfilegt er að auglýsa óáfengan bjór sem er af sama vörumerki og áfengur bjór. Einnig er áréttað að auglýsingin feli þó ekki í sér auglýsingu um veðmálastarfsemi. Eftir að svör Símans bárust kom Fjölmiðlanefnd saman en tók hún ekki undir sjónarmið Símans að aðeins væri um að ræða auglýsingu fyrir leikjavefsíðu Rizk. Eftir aðra umferð þar sem Síminn færði rök fyrir því að það væri ekki hlutverk fjölmiðla að rannsaka ítarlega viðskiptaáætlanir þeirra sem kaupa auglýsingar hjá miðlinum. Einnig gagnrýndu þau að Fjölmiðlanefnd gerði ráð fyrir að Rizk.fun hefði verið búin til sem auglýsingasíða fyrir veðmálaútgáfu síðunnar. Andsvör Símans breyttu þó ekki skoðun nefndarinnar á stöðunni og töldu þau að Síminn hefði brotið gegn fjórðu málsgrein 37. greinar laga um fjölmiðla sem bannar fjölmiðlum að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Vegna brotsins var Síminn sektaður um eina milljón króna. Tekið var mið af því að Síminn hefur ekki áður brotið umrædd lög.
Síminn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira