Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 20:01 Um fjörutíu mótmælendur voru handteknir í Ísrael í dag fyrir að mótmæla stríðsrekstrinum á Gasa. AP Photo/Ohad Zwigenberg Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. Mótmælendur komu saman í stærstu borgum Ísrael í gærkvöldi. Enn eru um fimmtíu gíslar, sem voru handsamaðir 7. október 2023, í haldi Hamas-samtakanna. Ættingjar þeirra hafa staðið að vikulegum mótmælum í lengri tíma, vegna þess sem þeir kalla aðgerðaleysi stjórnvalda í að koma gíslunum heim. Margir telja jafnframt að áframhaldandi hernaður og fyrirhuguð yfirtaka Gasastrandar stefni lífi gíslanna í enn frekari og óþarfa hættu. Mótmælin héldu áfram í dag og lögðu margir niður störf. „Í dag stöðvum við allt til að bjarga gíslunum og koma þeim og hermönnunum heim. Í dag stöðvum við allt til að minna á friðhelgi lífsins. Í dag stöðvum við allt svo við getum lifað hér saman næstu hundruð ára. Í dag stöðvum við allt til að takst í hendur til hægri og vinstri, á miðjunni og alls staðar þar á milli,“ segir Anat Angrest, móðir eins gíslanna. Gagnrýnir mótmælendur Ísraelski herinn hefur síðustu daga sótt mjög að íbúum Gasa-borgar en til stendur að rýma borgina og flytja íbúa til suðurhluta strandarinnar. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu segja fjörutíu hafa verið drepna yfir helgina, þar á meðal á svæðum sem áttu að heita örugg. Forsætisráðherra Ísrael var í dag harðorður í garð mótmælenda og ítrekaði að ekki yrði fallið frá fyrirætlunum um að taka yfir Gasaströnd. Þá sagði hann alla þá, sem kölluðu eftir því að stríðið yrði stöðvað án þess að ráða niðurlögum Hamas, styðja við málstað samtakanna. „Þeir sem kalla eftir stríðslokum án sigurs á Hamas herða ekki aðeins afstöðu Hamas og tefja lausn gíslanna, þeir eru líka að tryggja að hryllingurinn 7. október verði endurtekinn aftur og aftur og að synir okkar og dætur verði að berjast aftur og aftur í endalausu stríði,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra í dag. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Mótmælendur komu saman í stærstu borgum Ísrael í gærkvöldi. Enn eru um fimmtíu gíslar, sem voru handsamaðir 7. október 2023, í haldi Hamas-samtakanna. Ættingjar þeirra hafa staðið að vikulegum mótmælum í lengri tíma, vegna þess sem þeir kalla aðgerðaleysi stjórnvalda í að koma gíslunum heim. Margir telja jafnframt að áframhaldandi hernaður og fyrirhuguð yfirtaka Gasastrandar stefni lífi gíslanna í enn frekari og óþarfa hættu. Mótmælin héldu áfram í dag og lögðu margir niður störf. „Í dag stöðvum við allt til að bjarga gíslunum og koma þeim og hermönnunum heim. Í dag stöðvum við allt til að minna á friðhelgi lífsins. Í dag stöðvum við allt svo við getum lifað hér saman næstu hundruð ára. Í dag stöðvum við allt til að takst í hendur til hægri og vinstri, á miðjunni og alls staðar þar á milli,“ segir Anat Angrest, móðir eins gíslanna. Gagnrýnir mótmælendur Ísraelski herinn hefur síðustu daga sótt mjög að íbúum Gasa-borgar en til stendur að rýma borgina og flytja íbúa til suðurhluta strandarinnar. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu segja fjörutíu hafa verið drepna yfir helgina, þar á meðal á svæðum sem áttu að heita örugg. Forsætisráðherra Ísrael var í dag harðorður í garð mótmælenda og ítrekaði að ekki yrði fallið frá fyrirætlunum um að taka yfir Gasaströnd. Þá sagði hann alla þá, sem kölluðu eftir því að stríðið yrði stöðvað án þess að ráða niðurlögum Hamas, styðja við málstað samtakanna. „Þeir sem kalla eftir stríðslokum án sigurs á Hamas herða ekki aðeins afstöðu Hamas og tefja lausn gíslanna, þeir eru líka að tryggja að hryllingurinn 7. október verði endurtekinn aftur og aftur og að synir okkar og dætur verði að berjast aftur og aftur í endalausu stríði,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra í dag.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02
Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09
Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53