RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 23:31 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emerítus í íslenskri málfræði. Vísir/Samsett Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. Um er að ræða auglýsingu þar sem vakin er athygli á útsendingu Sýnar á leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hún hefst á orðunum „Here it is. The Premier League is back!“ Allt tal í auglýsingunni er á ensku og eina íslenskan í henni kemur fram á textaspjaldi í lok auglýsingarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði grein í dag þar sem hann segir auglýsinguna ganga í berhögg við lög og málstefnu Ríkisútvarpsins. Hann hafi einnig skrifað Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra bréf í þeirri von að Ríkisútvarpið birti ekki auglýsinguna aftur í sömu mynd. Áhyggjuefni og óskiljanlegt Í grein sinni segir Eiríkur að auglýsingin samræmist engan veginn sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu en þau kveða meðal annars á um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ekki nóg með það heldur segir Eiríkur auglýsinguna jafnframt „skýlaust brot“ á grein 7.5 í málstefnu Ríkisútvarpsins þar sem segir að auglýsingar skuli almennt vera á íslensku en að heimilt sé að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar. Erlent tal í auglýsingum sé heimilt ef sérstök ástæða sé fyrir því en að því skuli fylgja þýðing. „Það er áhyggjuefni og raunar óskiljanlegt að svona augljóst brot á lögum og málstefnu skuli komast í gegn hjá auglýsingadeild Ríkisútvarpsins og ég vonast til að það séu mistök en ekki „einbeittur brotavilji“ sem liggi þar að baki,“ segir Eiríkur. Í augljósri andstöðu við lög Hann segir að auðvelt væri að setja íslenskan texta við auglýsinuna svo hún samræmist lögum og málstefnu Ríkisútvarpsins. Verði hún birt áfram óbreytt verði málstefnan orðið að marklausu plaggi. „Þótt einhverjum kunni að virðast það sparðatíningur að fetta fingur út í eina auglýsingu á ensku, og birting umræddrar auglýsingar sé vonandi mistök eins og áður segir, er það í sjálfu sér grafalvarlegt að slík mistök skuli gerð og er lýsandi dæmi um það hversu sljó við erum orðin gagnvart enskunni í umhverfinu,“ skrifar Eiríkur. Hann segir meira hanga á spýtunni. „Samkvæmt fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013 er eitt meginhlutverk þess að „leggja rækt við íslenska tungu“, og til þessa hlutverks er oft vísað til þess að rökstyðja og réttlæta tilvist ríkisrekins fjölmiðils. Með því að birta auglýsingu á ensku í augljósri andstöðu við bæði lög og eigin málstefnu er Ríkisútvarpið því ekki eingöngu að grafa undan íslenskunni, heldur einnig undan eigin tilvist.“ Uppfært 18. ágúst klukkan 14:08 Auglýsingin hefur verið tekin úr birtingu hjá RÚV. Vísir er í eigu Sýnar. Ríkisútvarpið Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Um er að ræða auglýsingu þar sem vakin er athygli á útsendingu Sýnar á leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hún hefst á orðunum „Here it is. The Premier League is back!“ Allt tal í auglýsingunni er á ensku og eina íslenskan í henni kemur fram á textaspjaldi í lok auglýsingarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði grein í dag þar sem hann segir auglýsinguna ganga í berhögg við lög og málstefnu Ríkisútvarpsins. Hann hafi einnig skrifað Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra bréf í þeirri von að Ríkisútvarpið birti ekki auglýsinguna aftur í sömu mynd. Áhyggjuefni og óskiljanlegt Í grein sinni segir Eiríkur að auglýsingin samræmist engan veginn sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu en þau kveða meðal annars á um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ekki nóg með það heldur segir Eiríkur auglýsinguna jafnframt „skýlaust brot“ á grein 7.5 í málstefnu Ríkisútvarpsins þar sem segir að auglýsingar skuli almennt vera á íslensku en að heimilt sé að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar. Erlent tal í auglýsingum sé heimilt ef sérstök ástæða sé fyrir því en að því skuli fylgja þýðing. „Það er áhyggjuefni og raunar óskiljanlegt að svona augljóst brot á lögum og málstefnu skuli komast í gegn hjá auglýsingadeild Ríkisútvarpsins og ég vonast til að það séu mistök en ekki „einbeittur brotavilji“ sem liggi þar að baki,“ segir Eiríkur. Í augljósri andstöðu við lög Hann segir að auðvelt væri að setja íslenskan texta við auglýsinuna svo hún samræmist lögum og málstefnu Ríkisútvarpsins. Verði hún birt áfram óbreytt verði málstefnan orðið að marklausu plaggi. „Þótt einhverjum kunni að virðast það sparðatíningur að fetta fingur út í eina auglýsingu á ensku, og birting umræddrar auglýsingar sé vonandi mistök eins og áður segir, er það í sjálfu sér grafalvarlegt að slík mistök skuli gerð og er lýsandi dæmi um það hversu sljó við erum orðin gagnvart enskunni í umhverfinu,“ skrifar Eiríkur. Hann segir meira hanga á spýtunni. „Samkvæmt fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013 er eitt meginhlutverk þess að „leggja rækt við íslenska tungu“, og til þessa hlutverks er oft vísað til þess að rökstyðja og réttlæta tilvist ríkisrekins fjölmiðils. Með því að birta auglýsingu á ensku í augljósri andstöðu við bæði lög og eigin málstefnu er Ríkisútvarpið því ekki eingöngu að grafa undan íslenskunni, heldur einnig undan eigin tilvist.“ Uppfært 18. ágúst klukkan 14:08 Auglýsingin hefur verið tekin úr birtingu hjá RÚV. Vísir er í eigu Sýnar.
Ríkisútvarpið Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira