Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2025 10:01 Gyökeres komst lítið í takt við leikinn í gær. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Viktor Gyökeres, framherji Arsenal, tókst ekki að stimpla sig inn hjá liðinu í 1-0 sigri á Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lítil ógn var af þeim sænska. Gyökeres var lítt áberandi í leik gærdagsins og virtist skorta leikform. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði eftir leik „að hann hefði gert marga hluti vel“ en þó þyrfti starfslið hans að vinna vel með nýja framherjanum. Arsenal greiddi Sporting frá Lissabon 64 milljónir punda fyrir framherjann í sumar og miklar kröfur gerðar til hans þar sem Skytturnar hefur skort markaskorara uppi á topp síðustu tímabil. Gyökeres átti ekki eina einustu skottilraun í leiknum á Old Trafford. Það hefur ekki gerst síðan hann spilaði með Coventry City gegn Blackburn Rovers í apríl 2023 að hann komi ekki skoti í átt að marki. Hann hafði átt skot að marki 69 leiki í röð fyrir leikinn í gær. Áhugavert verður að fylgjast með framhaldi sænska framherjans í Lundúnum en líkt og Arteta sagði eftir leik er vinna fram undan. Arteta sagði jafnframt að lið hans hafi getað nýtt styrkleika Gyokeres betur með því að koma sendingum aftur fyrir vörn United - „um sjö eða átta tækifæri hafi verið til þess að senda boltann í gegn“ - en þau ekki nýtt. Gyökeres til varnar var sóknarleikur Arsenal ekki upp á marga fiska stærstan hluta sem hann spilaði í gær. Gyökeres var skipt af velli fyrir Þjóðverjann Kai Havertz á 60. mínútu. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. ágúst 2025 07:01 Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 17. ágúst 2025 22:00 Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 17. ágúst 2025 18:50 Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. 18. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Gyökeres var lítt áberandi í leik gærdagsins og virtist skorta leikform. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði eftir leik „að hann hefði gert marga hluti vel“ en þó þyrfti starfslið hans að vinna vel með nýja framherjanum. Arsenal greiddi Sporting frá Lissabon 64 milljónir punda fyrir framherjann í sumar og miklar kröfur gerðar til hans þar sem Skytturnar hefur skort markaskorara uppi á topp síðustu tímabil. Gyökeres átti ekki eina einustu skottilraun í leiknum á Old Trafford. Það hefur ekki gerst síðan hann spilaði með Coventry City gegn Blackburn Rovers í apríl 2023 að hann komi ekki skoti í átt að marki. Hann hafði átt skot að marki 69 leiki í röð fyrir leikinn í gær. Áhugavert verður að fylgjast með framhaldi sænska framherjans í Lundúnum en líkt og Arteta sagði eftir leik er vinna fram undan. Arteta sagði jafnframt að lið hans hafi getað nýtt styrkleika Gyokeres betur með því að koma sendingum aftur fyrir vörn United - „um sjö eða átta tækifæri hafi verið til þess að senda boltann í gegn“ - en þau ekki nýtt. Gyökeres til varnar var sóknarleikur Arsenal ekki upp á marga fiska stærstan hluta sem hann spilaði í gær. Gyökeres var skipt af velli fyrir Þjóðverjann Kai Havertz á 60. mínútu.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. ágúst 2025 07:01 Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 17. ágúst 2025 22:00 Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 17. ágúst 2025 18:50 Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. 18. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. ágúst 2025 07:01
Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 17. ágúst 2025 22:00
Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 17. ágúst 2025 18:50
Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. 18. ágúst 2025 09:30