Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2025 10:30 FH-ingar hafa yfirleitt haft ástæðu til að fagna á grasinu í Kaplakrika í sumar. Loksins unnu þeir á gervigrasi í gær. Vísir/Anton Brink FH vann í gær 5-4 sigur á Breiðabliki í hreint ótrúlegum fótboltaleik. Um er að ræða fyrsta sigur FH á gervigrasi í tæpt ár. Æfingaleikir og leikir í Lengjubikarnum eru undanskildir þeirri talningu en FH vann ekki leik í síðustu sjö umferðum deildarkeppninnar í fyrra og tapaði þá eina bikarleik sínum í ár, fyrir Fram í Úlfarsárdal. Á útivelli hafði FH aðeins unnið einn leik í sumar fyrir gærkvöldið, en sá sigur vannst á grasvelli ÍA á Skaganum. Hinir átta útileikir liðsins höfðu tapast og tvöfaldaði FH því stigafjölda sinn á útivelli í gær. Tveimur liðum hefur gengið verr á útivelli í sumar; Afturelding hefur unnið einn og gert eitt jafntefli en tapað sjö. KR hefur gert þrjú jafntefli og tapað sex, og enn ekki unnið einn einasta leik á útivelli. FH var 2-1 undir í hálfleik í gær þökk sé tveimur mörkum Davíðs Ingvarssonar fyrir Blika. Björn Daníel Sverrisson jafnaði 2-2 strax í byrjun síðari hálfleiks en Bragi Karl Bjarkason breytti stöðunni í 4-2 með tveimur mörkum en hann hafði skorað mörkin tvö á innan við fimm mínútum eftir að hafa komið inn af varamannabekknum. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði fimmta mark FH á 67. mínútu en það fór um Hafnfirðinga eftir mörk Kristófers Inga Kristinssonar og Ásgeirs Helga Orrasonar undir lokin. Þeim tókst þó að klára langþráðan útisigur í mögnuðum fótboltaleik. Síðast vann FH leik á gervigrasi fyrir 357 dögum, þegar 3-2 útisigur vannst á Fylki á Wurth-vellinum, þann 25. ágúst 2024. FH fór með sigri gærkvöldsins upp í efri hluta deildarinnar. Liðið er með 25 stig í 6. sæti, með betri markatölu en Fram sem er með sama stigafjölda sæti neðar. Fram mætir KR í Úlfarsárdal í kvöld og getur því endurheimt sæti meðal þeirra efri með sigri. KR þarf að vinna sinn fyrsta útileik í sumar til að koma í veg fyrir það. Leikur KR og Fram er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Bein útsending hefst klukkan 19:00. Öll umferðin í Bestu deild karla verður gerð upp í Stúkunni á Sýn Sport Ísland klukkan 21:25. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Æfingaleikir og leikir í Lengjubikarnum eru undanskildir þeirri talningu en FH vann ekki leik í síðustu sjö umferðum deildarkeppninnar í fyrra og tapaði þá eina bikarleik sínum í ár, fyrir Fram í Úlfarsárdal. Á útivelli hafði FH aðeins unnið einn leik í sumar fyrir gærkvöldið, en sá sigur vannst á grasvelli ÍA á Skaganum. Hinir átta útileikir liðsins höfðu tapast og tvöfaldaði FH því stigafjölda sinn á útivelli í gær. Tveimur liðum hefur gengið verr á útivelli í sumar; Afturelding hefur unnið einn og gert eitt jafntefli en tapað sjö. KR hefur gert þrjú jafntefli og tapað sex, og enn ekki unnið einn einasta leik á útivelli. FH var 2-1 undir í hálfleik í gær þökk sé tveimur mörkum Davíðs Ingvarssonar fyrir Blika. Björn Daníel Sverrisson jafnaði 2-2 strax í byrjun síðari hálfleiks en Bragi Karl Bjarkason breytti stöðunni í 4-2 með tveimur mörkum en hann hafði skorað mörkin tvö á innan við fimm mínútum eftir að hafa komið inn af varamannabekknum. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði fimmta mark FH á 67. mínútu en það fór um Hafnfirðinga eftir mörk Kristófers Inga Kristinssonar og Ásgeirs Helga Orrasonar undir lokin. Þeim tókst þó að klára langþráðan útisigur í mögnuðum fótboltaleik. Síðast vann FH leik á gervigrasi fyrir 357 dögum, þegar 3-2 útisigur vannst á Fylki á Wurth-vellinum, þann 25. ágúst 2024. FH fór með sigri gærkvöldsins upp í efri hluta deildarinnar. Liðið er með 25 stig í 6. sæti, með betri markatölu en Fram sem er með sama stigafjölda sæti neðar. Fram mætir KR í Úlfarsárdal í kvöld og getur því endurheimt sæti meðal þeirra efri með sigri. KR þarf að vinna sinn fyrsta útileik í sumar til að koma í veg fyrir það. Leikur KR og Fram er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Bein útsending hefst klukkan 19:00. Öll umferðin í Bestu deild karla verður gerð upp í Stúkunni á Sýn Sport Ísland klukkan 21:25.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira