Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2025 11:08 Vigdís segir ábyrgð yfirmanna mikla þegar kemur að því að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Bylgjan Vigdís Ásgeirsdóttir, sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál, segir marga forðast að ræða hugtök sem tengjast sálfræði. Nýtt hugtak, sálfélagslegt öryggi, sé til dæmis hugtak sem er mikið rætt á stofunni og mikilvægi þess að allir upplifi það. Algengt sé á vinnustöðum að fólk upplifi sig ekki öruggt. Mikilvægast sé að til staðar séu skýrir verkferlar um hvernig eigi að bregðast við. Vigdís ræddi hugtakið og þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir afar mikilvægt að fólk skilji hugtakið til að það geti vitað hvort það sé að upplifa sálfélagslegt öryggi eða ekki. Hún skrifaði einnig grein á Vísi um sama mál í síðustu viku sem má lesa hér. „Þetta er þessi tilfinning og aðstæður þar sem þú upplifir öryggi, til að segja þína skoðun, þú getur gert mistök. Þetta er þar sem er vinsemd og virðing og almenn kurteisi. Góðlátlegt umhverfi þar sem fólki líður vel.“ Hún segir þetta eiga við um allt umhverfi fólks en hún einbeiti sér aðallega að vinnustöðum. Til að vinnustaðir teljist uppfylla það verði að uppfylla það sem er nefnt að ofan en einnig að fólk sýni hjálpsemi, hlusti og geti gagnrýnt og hrósað. Hún segir mikilvægt að fólk geti gagnrýnt og geti tekið við gagnrýni. Til þess að það sé hægt verði umhverfið að vera þannig að fólki líði vel og að þau viti að gagnrýnin komi frá góðum stað. Vigdís segir þessu ábótavant víða og sálfræðingar hjá Líf og sál vinni til dæmis við það að gera úttektir á vinnustöðum á einelti, áreitni, ofbeldi og samskiptavanda. Þegar slíkt kemur upp upplifi fólk ekki sálfélagslegt öryggi. „Það getur verið miklar breytingar á störfum, stjórnun sé ábótavant, eða það getur verið að einhver sé að koma illa fram og geri sér ekki grein fyrir því. Það getur verið mjög margt,“ segir Vigdís um ástæður þess að slíkt öryggi sé ekki til staðar. Ábyrgð yfirmanna mikil Hún segir að á vinnustöðum sé það að miklu leyti á ábyrgð yfirmanna að tryggja að það séu góðar aðstæður. Þau eigi að tryggja góða líðan fólks og að það séu verkferlar sem taki við ef eitthvað kemur upp á. Það sé bundið í lög í vinnuverndarlöggjöf og það sé liður í því að fólk upplifi sig öruggt að það viti hvað taki við ef eitthvað gerist. Sé fólk leiðinlegt og til dæmis svari ekki þegar fólk býður góðan dag eða taki ekki þátt í samræðum sé eðlilegt að fólk taki það nærri sér eða velti því fyrir sér hvort það tengist þeim eða hvort viðkomandi líði illa. Hún segir best að ræða við viðkomandi en að stundum sé umhverfið ekki þannig að það sé leyfilegt. Sé manneskjan yfirmaður geti það til dæmis verið erfitt. „Hvert og eitt ykkar hefur svo mikil áhrif á það hvernig starfsandinn er, bæði til góðs og ills.“ Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé algengt en það sé þó þannig að sálfræðingar á Líf og sál sérhæfi sig í þessu og sálfræðingar á öðrum stofum líka. Það sé því eftirspurn. Hún segir að til að koma í veg fyrir svona atvik verði að vera með skýra stefnu og skýr viðbrögð og verkferla þá þurfi líka að sinna fræðslu og það sé liður í forvörn. „Fólk verður samdauna sérkennilegum aðstæðum,“ segir hún og að fólk geti vanist því að vera í slæmum aðstæðum í vinnunni eða á heimili. Það fari að afsaka vinnufélaga sem hagi sér illa og þröskuldurinn einhvern veginn færist til. Vinnumarkaður Bítið Vinnustaðamenning Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Vigdís ræddi hugtakið og þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir afar mikilvægt að fólk skilji hugtakið til að það geti vitað hvort það sé að upplifa sálfélagslegt öryggi eða ekki. Hún skrifaði einnig grein á Vísi um sama mál í síðustu viku sem má lesa hér. „Þetta er þessi tilfinning og aðstæður þar sem þú upplifir öryggi, til að segja þína skoðun, þú getur gert mistök. Þetta er þar sem er vinsemd og virðing og almenn kurteisi. Góðlátlegt umhverfi þar sem fólki líður vel.“ Hún segir þetta eiga við um allt umhverfi fólks en hún einbeiti sér aðallega að vinnustöðum. Til að vinnustaðir teljist uppfylla það verði að uppfylla það sem er nefnt að ofan en einnig að fólk sýni hjálpsemi, hlusti og geti gagnrýnt og hrósað. Hún segir mikilvægt að fólk geti gagnrýnt og geti tekið við gagnrýni. Til þess að það sé hægt verði umhverfið að vera þannig að fólki líði vel og að þau viti að gagnrýnin komi frá góðum stað. Vigdís segir þessu ábótavant víða og sálfræðingar hjá Líf og sál vinni til dæmis við það að gera úttektir á vinnustöðum á einelti, áreitni, ofbeldi og samskiptavanda. Þegar slíkt kemur upp upplifi fólk ekki sálfélagslegt öryggi. „Það getur verið miklar breytingar á störfum, stjórnun sé ábótavant, eða það getur verið að einhver sé að koma illa fram og geri sér ekki grein fyrir því. Það getur verið mjög margt,“ segir Vigdís um ástæður þess að slíkt öryggi sé ekki til staðar. Ábyrgð yfirmanna mikil Hún segir að á vinnustöðum sé það að miklu leyti á ábyrgð yfirmanna að tryggja að það séu góðar aðstæður. Þau eigi að tryggja góða líðan fólks og að það séu verkferlar sem taki við ef eitthvað kemur upp á. Það sé bundið í lög í vinnuverndarlöggjöf og það sé liður í því að fólk upplifi sig öruggt að það viti hvað taki við ef eitthvað gerist. Sé fólk leiðinlegt og til dæmis svari ekki þegar fólk býður góðan dag eða taki ekki þátt í samræðum sé eðlilegt að fólk taki það nærri sér eða velti því fyrir sér hvort það tengist þeim eða hvort viðkomandi líði illa. Hún segir best að ræða við viðkomandi en að stundum sé umhverfið ekki þannig að það sé leyfilegt. Sé manneskjan yfirmaður geti það til dæmis verið erfitt. „Hvert og eitt ykkar hefur svo mikil áhrif á það hvernig starfsandinn er, bæði til góðs og ills.“ Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé algengt en það sé þó þannig að sálfræðingar á Líf og sál sérhæfi sig í þessu og sálfræðingar á öðrum stofum líka. Það sé því eftirspurn. Hún segir að til að koma í veg fyrir svona atvik verði að vera með skýra stefnu og skýr viðbrögð og verkferla þá þurfi líka að sinna fræðslu og það sé liður í forvörn. „Fólk verður samdauna sérkennilegum aðstæðum,“ segir hún og að fólk geti vanist því að vera í slæmum aðstæðum í vinnunni eða á heimili. Það fari að afsaka vinnufélaga sem hagi sér illa og þröskuldurinn einhvern veginn færist til.
Vinnumarkaður Bítið Vinnustaðamenning Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira