Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 16:32 Jack Harrison gæti hafa fundið leið til að hressa við stuðningsmenn sem voru óánægðir með að hann tæki ekki slaginn með Leeds í næstefstu deild. Samsett/Getty Fótboltamaðurinn Jack Harrison þarf að vinna til baka traust stuðningsmanna Leeds og hann gæti hafa tekið stórt skref í rétta átt með því að bjóða upp á fría drykki fyrir leik kvöldsins, þegar liðið spilar að nýju í ensku úrvalsdeildinni og mætir þar Everton. Hinn 28 ára gamli Harrison kvaddi Leeds þegar liðið féll fyrir tveimur árum og hefur spilað sem lánsmaður með Everton í úrvalsdeildinni síðan þá, við litla kátínu hluta af stuðningsmannahópi Leeds. Núna, þegar Leeds hefur unnið sér sæti í efstu deild að nýju, verður Harrison hins vegar með liðinu og það má segja að hann hafi gert sitt til að mýkja stuðningsmenn fyrir leikinn við Everton, sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport. Harrison hafði nefnilega samband við barinn The Moot Hall Arms, í miðborg Leeds, og sá til þess að stuðningsmenn sem þangað kæmu fengju einn frían drykk hver; bjór, vín eða gos. Í tilkynningu frá barnum segir að Harrison hafi áður verið í samstarfi við eigendurna þegar peningum var safnað til góðgerðamála, en að í þetta sinn vilji hann gleðja stuðningsmenn sem eflaust hafa beðið óþreyjufullir eftir að sjá aftur úrvalsdeildarfótbolta á Elland Road. Í hans höndum að vinna til baka traust stuðningsmanna Í síðasta mánuði sagði Daniel Farke, stjóri Leeds, að hann hygðist nýta krafta Harrison sem á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. „Jack á að baki marga leiki í úrvalsdeildinni og það væri heimskulegt af okkur að vilja ekki nýta það. Vissulega er þetta snúið þegar menn hafa verið tvö ár í burtu en sú ákvörðun var tekin fyrir minn tíma,“ sagði Farke eftir vináttuleik við Manchester United í Stokkhólmi fyrir mánuði. „Núna er hann aftur með okkur. Hann er frábær náungi, harðduglegur og áreiðanlegur. Það er í hans höndum að vinna til baka trú og traust manna,“ sagði Farke en nefndi þó ekki að fríir drykkir væru lykillinn að því heldur stöðug og góð frammistaða innan vallar. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Harrison kvaddi Leeds þegar liðið féll fyrir tveimur árum og hefur spilað sem lánsmaður með Everton í úrvalsdeildinni síðan þá, við litla kátínu hluta af stuðningsmannahópi Leeds. Núna, þegar Leeds hefur unnið sér sæti í efstu deild að nýju, verður Harrison hins vegar með liðinu og það má segja að hann hafi gert sitt til að mýkja stuðningsmenn fyrir leikinn við Everton, sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport. Harrison hafði nefnilega samband við barinn The Moot Hall Arms, í miðborg Leeds, og sá til þess að stuðningsmenn sem þangað kæmu fengju einn frían drykk hver; bjór, vín eða gos. Í tilkynningu frá barnum segir að Harrison hafi áður verið í samstarfi við eigendurna þegar peningum var safnað til góðgerðamála, en að í þetta sinn vilji hann gleðja stuðningsmenn sem eflaust hafa beðið óþreyjufullir eftir að sjá aftur úrvalsdeildarfótbolta á Elland Road. Í hans höndum að vinna til baka traust stuðningsmanna Í síðasta mánuði sagði Daniel Farke, stjóri Leeds, að hann hygðist nýta krafta Harrison sem á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. „Jack á að baki marga leiki í úrvalsdeildinni og það væri heimskulegt af okkur að vilja ekki nýta það. Vissulega er þetta snúið þegar menn hafa verið tvö ár í burtu en sú ákvörðun var tekin fyrir minn tíma,“ sagði Farke eftir vináttuleik við Manchester United í Stokkhólmi fyrir mánuði. „Núna er hann aftur með okkur. Hann er frábær náungi, harðduglegur og áreiðanlegur. Það er í hans höndum að vinna til baka trú og traust manna,“ sagði Farke en nefndi þó ekki að fríir drykkir væru lykillinn að því heldur stöðug og góð frammistaða innan vallar.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira