Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2025 23:43 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunnar. Vísir/Sigurjón Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Landsvirkjun var sektuð af Samkeppniseftirlitinu um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði. Kvörtun barst árið 2021 frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagn vegna útboða Landsnets frá 2017. Máttu ekki selja orkuna á betri kjörum Landsvirkjun hafði selt fyrirtækjunum tveimur orku samkvæmt verðskrá. Fyrirtækin ætluðu sér síðan að selja orkuna áfram til Landsnets í útboði. Hins vegar tók Landsvirkjun einnig þátt í útboðinu og bauð þar betri kjör en úr verðskránni. Því hafi hin fyrirtækin ekki átt möguleika á að verða valin, nema selja orkuna með tapi. Grafík sem sýnir hvernig sölunni var háttað í kringum útboðið umdeilda.Vísir/Hjalti „Við erum ósátt við þá skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins að milliliðir eigi að geta keppt við Landsvirkjun í að selja stórum notendum eins og Landsneti. Okkur finnst það mjög sérkennileg niðurstaða. Við þekkjum engin dæmi, hvorki á Íslandi né í Evrópu, um þessa túlkun. Við töldum okkur vera að keppa við aðra raforkuframleiðendur í fullu samræmi við samkeppnislög,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „En þessi skilgreining kemur mjög á óvart, að milliliðir hafi rétt á að kaupa raforku, leggja á hana og selja til stórra aðila eins og Landsnets. Og Landsvirkjun verður að tryggja það að milliliðirnir geti boðið hagstæðara verð en Landsvirkjun sjálf.“ Verður áfrýjað Hann segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins óskiljanlega og ætlar Landsvirkjun að áfrýja henni til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Þið leituðuð eftir sátt í málinu þegar þetta hófst, hvers vegna gerið þið það ef þið teljið ykkur ekki hafa brotið nein lög í þessu máli? „Við leituðum bara eftir leiðbeiningum frá Samkeppniseftirlitinu. Við erum algjörlega tilbúin að aðlaga okkur að því að Samkeppniseftirlitið vilji að Landsvirkjun taki ekki þátt í þessum útboðum. Það væri ekkert vandamál. Það er eingöngu út af orkuöryggi sem við tókum þátt. Við leituðum eftir sátt, skilgreiningu frá eftirlitinu, en við hefðum aldrei verið tilbúin að samþykkja sekt. Því við teljum okkur ekki hafa brotið lög og við höfum verið í góðri trú með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi,“ segir Hörður. Samkeppnismál Orkumál Landsvirkjun Neytendur Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Landsvirkjun var sektuð af Samkeppniseftirlitinu um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði. Kvörtun barst árið 2021 frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagn vegna útboða Landsnets frá 2017. Máttu ekki selja orkuna á betri kjörum Landsvirkjun hafði selt fyrirtækjunum tveimur orku samkvæmt verðskrá. Fyrirtækin ætluðu sér síðan að selja orkuna áfram til Landsnets í útboði. Hins vegar tók Landsvirkjun einnig þátt í útboðinu og bauð þar betri kjör en úr verðskránni. Því hafi hin fyrirtækin ekki átt möguleika á að verða valin, nema selja orkuna með tapi. Grafík sem sýnir hvernig sölunni var háttað í kringum útboðið umdeilda.Vísir/Hjalti „Við erum ósátt við þá skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins að milliliðir eigi að geta keppt við Landsvirkjun í að selja stórum notendum eins og Landsneti. Okkur finnst það mjög sérkennileg niðurstaða. Við þekkjum engin dæmi, hvorki á Íslandi né í Evrópu, um þessa túlkun. Við töldum okkur vera að keppa við aðra raforkuframleiðendur í fullu samræmi við samkeppnislög,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „En þessi skilgreining kemur mjög á óvart, að milliliðir hafi rétt á að kaupa raforku, leggja á hana og selja til stórra aðila eins og Landsnets. Og Landsvirkjun verður að tryggja það að milliliðirnir geti boðið hagstæðara verð en Landsvirkjun sjálf.“ Verður áfrýjað Hann segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins óskiljanlega og ætlar Landsvirkjun að áfrýja henni til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Þið leituðuð eftir sátt í málinu þegar þetta hófst, hvers vegna gerið þið það ef þið teljið ykkur ekki hafa brotið nein lög í þessu máli? „Við leituðum bara eftir leiðbeiningum frá Samkeppniseftirlitinu. Við erum algjörlega tilbúin að aðlaga okkur að því að Samkeppniseftirlitið vilji að Landsvirkjun taki ekki þátt í þessum útboðum. Það væri ekkert vandamál. Það er eingöngu út af orkuöryggi sem við tókum þátt. Við leituðum eftir sátt, skilgreiningu frá eftirlitinu, en við hefðum aldrei verið tilbúin að samþykkja sekt. Því við teljum okkur ekki hafa brotið lög og við höfum verið í góðri trú með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi,“ segir Hörður.
Samkeppnismál Orkumál Landsvirkjun Neytendur Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira