Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2025 21:01 Hilmar Gunnarsson er verkefnastjóri Í túninu heima. Vísir/Lýður Valberg Útitónleikar bæjarhátíðar Mosfellsbæjar hafa verið færðir yfir á sunnudag, einhverjum bæjarbúum til ama. Verkefnastjóri segir núllstillingu mikilvæga eftir erfiða atburði í kringum hátíð síðasta árs. Síðustu helgina í ágúst ár hvert fer fram bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Þar eru fjölbreyttir viðburðir alla helgina, á föstudagskvöldinu gleðjast allir í brekkusöng í Álafosskvos og hefur hátíðin alltaf náð hápunkti á laugardagskvöldinu þegar stórir útitónleikar fara fram. Tónleikarnir verða þó ekki á laugardeginum í ár, heldur hafa þeir verið færðir til klukkan fimm á sunnudag. Ekki allir ánægðir Ákvörðunin hefur ekki lagst vel í alla. Í íbúahóp Mosfellsbæjar á Facebook hafa sprottið upp umræður þar sem ákvörðunin er gagnrýnd. Það sé sorglegt að fáeinir vandræðapésar skuli eyðileggja viðburðinn fyrir öllum, ákvörðunin sé til skammar og hún sorgleg. Fólk hvatt til að bregðast við ákvörðuninni í næstu kosningum og einhverjir ætla ekki að skreyta heimili sitt fyrir hátíðina. Hilmar Gunnarsson, verkefnastjóri Í túninu heima, segir atburði í kringum hátíð síðasta árs hafa haft áhrif. Bryndís Klara Birgisdóttir lést á föstudeginum, sex dögum eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á menningarnótt. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ segir Hilmar. Nóg af fjöri fyrir alla Þó svo að tónleikarnir séu með öðruvísi sniði verði nóg um að vera. Götugrill, brekkusöngur, ball og fleira. Hins vegar hafi tónleikarnir þróast í unglingafyllerí og það þurfi góða núllstillingu. „Við höfum séð það síðustu tvö, þrjú ár að það eru ansi mörg eftirlitslaus ungmenni að sýna af sér, stundum, ósæmilega hegðun. Stundum fullorðna fólkið líka, ég ætla ekki bara að dæma ungmennin. En þessi vettvangur hefur boðið upp á það að allir geti mætt og verið fullir á bak við sjoppu,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Tónlist Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Síðustu helgina í ágúst ár hvert fer fram bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Þar eru fjölbreyttir viðburðir alla helgina, á föstudagskvöldinu gleðjast allir í brekkusöng í Álafosskvos og hefur hátíðin alltaf náð hápunkti á laugardagskvöldinu þegar stórir útitónleikar fara fram. Tónleikarnir verða þó ekki á laugardeginum í ár, heldur hafa þeir verið færðir til klukkan fimm á sunnudag. Ekki allir ánægðir Ákvörðunin hefur ekki lagst vel í alla. Í íbúahóp Mosfellsbæjar á Facebook hafa sprottið upp umræður þar sem ákvörðunin er gagnrýnd. Það sé sorglegt að fáeinir vandræðapésar skuli eyðileggja viðburðinn fyrir öllum, ákvörðunin sé til skammar og hún sorgleg. Fólk hvatt til að bregðast við ákvörðuninni í næstu kosningum og einhverjir ætla ekki að skreyta heimili sitt fyrir hátíðina. Hilmar Gunnarsson, verkefnastjóri Í túninu heima, segir atburði í kringum hátíð síðasta árs hafa haft áhrif. Bryndís Klara Birgisdóttir lést á föstudeginum, sex dögum eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á menningarnótt. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ segir Hilmar. Nóg af fjöri fyrir alla Þó svo að tónleikarnir séu með öðruvísi sniði verði nóg um að vera. Götugrill, brekkusöngur, ball og fleira. Hins vegar hafi tónleikarnir þróast í unglingafyllerí og það þurfi góða núllstillingu. „Við höfum séð það síðustu tvö, þrjú ár að það eru ansi mörg eftirlitslaus ungmenni að sýna af sér, stundum, ósæmilega hegðun. Stundum fullorðna fólkið líka, ég ætla ekki bara að dæma ungmennin. En þessi vettvangur hefur boðið upp á það að allir geti mætt og verið fullir á bak við sjoppu,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Tónlist Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent