Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Agnar Már Másson skrifar 20. ágúst 2025 00:01 Ísraelskir mótmælendur heimta að gíslunum sé sleppt. AP Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið. Forsvarsmenn Hamas sögðust í dag hafa gengið að tillögum um vopnahlé á Gasa, sem fela meðal annars í sér 60 daga hlé á hernaðaraðgerðum Ísraels og lausn um tíu lifandi gísla. Fulltrúar Hamas hafa fundað með sáttamiðlurum frá Egyptalandi og Katar síðustu daga. Egyptar eru sagðir hafa tekið forystu í viðræðunum, enda eiga þeir mikið undir. Þeir hafa alfarið neitað að taka á móti íbúum Gasa, sem ísraelskir stjórnmálamenn hafa hótað að reka í burtu af svæðinu. Ísrael hefur ekki beinlínis hafnað tillögunni en David Mencer, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, sagði við breska ríkisútvarpið í dag að þeir hefðu ekki áhuga á samningum sem ekki væru algjörir. „Aðstæður hafa breyst núna. Forsætisráðherrann hefur lagt fram áætlun um framtíð Gasa,“ sagði Mencer en Ísraelsher vill leggja undir sig gervalla Gasaborg. Þá hafa hátt í sextíu þúsund varaliðsmenn í Ísraelsher fengið herkvaðningu í dag vegna aðgerðanna, að því er Haaretz greinir frá. Stjórnvöld í Ísrael sæta nú auknum þrýstingi en efnt var til fjölsóttra mótmæla í Tel Aviv og víðar síðustu helgi og boðað hefur verið til annarra mótmæla næsta sunnudag. Snúast þau aðallega að gagnrýni á áherslur ríkisstjórnarinnar og ekki síst að þeim hafi enn ekki tekist að endurheimta þá 20 lifandi gísla sem enn eru í haldi Hamas. Heimildir BBC úr röðum palestínskra ráðamanna segja að tillagan sem Ísraelar eru nú að tyggja á fæli í sér að 10 lifandi og 18 látnum gíslum yrði skilað á meðan aðilar semdu um varanlegt vopnahlé og skil á hinum gíslunum. Ólíklegt þykir að Ísraelsmenn samþykki tillöguna eins og hún leggur sig. Fyrir tveimur dögum sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að landið myndi ekki samþykkja neinn samning sem fæli ekki í sér að allir gíslar yrðu sendir heim. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Forsvarsmenn Hamas sögðust í dag hafa gengið að tillögum um vopnahlé á Gasa, sem fela meðal annars í sér 60 daga hlé á hernaðaraðgerðum Ísraels og lausn um tíu lifandi gísla. Fulltrúar Hamas hafa fundað með sáttamiðlurum frá Egyptalandi og Katar síðustu daga. Egyptar eru sagðir hafa tekið forystu í viðræðunum, enda eiga þeir mikið undir. Þeir hafa alfarið neitað að taka á móti íbúum Gasa, sem ísraelskir stjórnmálamenn hafa hótað að reka í burtu af svæðinu. Ísrael hefur ekki beinlínis hafnað tillögunni en David Mencer, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, sagði við breska ríkisútvarpið í dag að þeir hefðu ekki áhuga á samningum sem ekki væru algjörir. „Aðstæður hafa breyst núna. Forsætisráðherrann hefur lagt fram áætlun um framtíð Gasa,“ sagði Mencer en Ísraelsher vill leggja undir sig gervalla Gasaborg. Þá hafa hátt í sextíu þúsund varaliðsmenn í Ísraelsher fengið herkvaðningu í dag vegna aðgerðanna, að því er Haaretz greinir frá. Stjórnvöld í Ísrael sæta nú auknum þrýstingi en efnt var til fjölsóttra mótmæla í Tel Aviv og víðar síðustu helgi og boðað hefur verið til annarra mótmæla næsta sunnudag. Snúast þau aðallega að gagnrýni á áherslur ríkisstjórnarinnar og ekki síst að þeim hafi enn ekki tekist að endurheimta þá 20 lifandi gísla sem enn eru í haldi Hamas. Heimildir BBC úr röðum palestínskra ráðamanna segja að tillagan sem Ísraelar eru nú að tyggja á fæli í sér að 10 lifandi og 18 látnum gíslum yrði skilað á meðan aðilar semdu um varanlegt vopnahlé og skil á hinum gíslunum. Ólíklegt þykir að Ísraelsmenn samþykki tillöguna eins og hún leggur sig. Fyrir tveimur dögum sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að landið myndi ekki samþykkja neinn samning sem fæli ekki í sér að allir gíslar yrðu sendir heim.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira