Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar 20. ágúst 2025 13:07 Á sama tíma og eldislaxar ógna framtíð villtra laxastofna og landeigendur berjast fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum sínum, situr Umhverfis- og orkustofnun yfir fundum vegna steina í Miðfjarðará samkvæmt fyrirspurnum Morgunblaðsins. Nokkrir vörubílar af grjóti, framkvæmd í neyðarrétti sem enginn óskar sér að þurfa að fara í, til að verja hrygningarstöðvar, eru orðnir að aðaláhyggjuefni stofnunarinnar sem á að hafa eftirlit með því að fiskeldisfyrirtæki fylgi lögum og starfsleyfum. Að sama skapi hefur Morgunblaðið – blað í eigu útgerðarmanna – gert þessa „steinamálsrannsókn“ að fréttamálum síðustu daga. Blaðið hefur hringt í stofnanir, kallað eftir skýringum og skrifað ítrekað um árbakkann en ekki tekið eitt viðtal við landeigendur. Þess má geta að laxveiðiám hefur verið lokað í Noregi m.a. vegna fiskeldis og því vekur furðu að nokkrir steinar taki meira pláss í prentun en framtíð íslenska laxins og afkomu fjölda fjölskyldna á landsbyggðinni. Endurtekin brot – en engin umræða um endurmat starfsleyfa Frá 2021 til 2024 hafa komið fram fjölmörg frávik frá starfsleyfi Umhverfisstofnunar hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið fór yfir hámarkslífmassa starfsleyfisins árið 2021 og í eftirlitsskýrslum síðan hafa ítrekað komið fram alvarleg brot, þar á meðal framleiðsla umfram heimildir, rangar staðsetningar kvía og vanræksla á lögbundinni skýrslugjöf. Í nýjustu úttekt árið 2024 voru skráð níu frávik í einu eftirliti, þar á meðal að seiði voru sett í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta er ekki spurning um einstaka „mistök“ heldur mynstur kerfisbundinnar vanrækslu sem ætti að kalla á endurmat starfsleyfa og umræðu um hvernig Ísland ætlar að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt Vatnatilskipun. Það vekur því sérstaka furðu að Umhverfisstofnun verji tíma í fundi um steina í árbakka, þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur nýlega bent á að Ísland hafi ekki einu sinni flokkað vistfræðilegt eða efnafræðilegt ástand vatnshlota sinna samkvæmt vatnatilskipun ESB. Þetta er skilgreindur innleiðingarhalli sem kallar á úrbætur – ekki steinamál. Þess í stað er Umhverfisstofnun að verja tíma í að ræða steina sem landeigendur lögðu í á til að verja eignir sínar og hrygningarsvæði villtra laxa. Þess má einnig geta að í eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar um rekstrarleyfi umrædds fyrirtækis hafa síðustu ár komið fram alvarleg frávik í hverri einustu eftirlitsferð. Öndum rólega? Í þessu samhengi skrifar framkvæmdastjóri SFS grein undir fyrirsögninni „Öndum rólega“. Sama viðkvæði og í veiðigjaldadeilunni: ef við eigum alltaf að anda jafn rólega og SFS vill, þá gerist ekki mikið. Í greininni reynir hún að draga úr alvöru sleppinga með því að vísa í erfðagreiningar sem liggja ekki fyrir, fullyrða að eldislax æxlist illa, og benda á að áhættumat Hafrannsóknarstofnjunar geri beinlínis ráð fyrir strokum sem „villtur lax geti staðið af sér“. Þetta er villandi mynd. Í fyrsta lagi er slepping sjálfstætt brot á lögum, ekki “það gera allir mistök”. Í öðru lagi er hugmyndin um að villtir stofnar „standi af sér ágang“ röng, því erfðablöndun er óafturkræf og Noregur er augljóst dæmi um það einsog framkvæmdastjóri SFS veit full vel. Í þriðja lagi er það einfaldlega rangt að Ísland sé „á undan öðrum“ í verndun; við erum eina landið í Norður-Atlantshafi sem leyfir áframhaldandi stækkun sjókvíaeldis þrátt fyrir stórfelldar sleppingar. Það er því að fagna að í stjórnarsáttmála er kveðið á um að styrkja komandi lagaumgjörð og færa Ísland nær lokuðum kvíum en ekki bara fara í öndunaræfingar með SFS. „Mistök gerast“? Þegar framkvæmdastjóri SFS segir í grein sinni á Vísi að „mistök gerist“ er það eins og um sé að ræða óvænt slys. En raunveruleikinn er annar: fiskeldisstöðvar komast varla í gegnum eina einustu úttekt án athugasemda. Það er alltaf eitthvað að – ónógar varnir, slitnar netapokar, skortur á vöktun. Þetta eru ekki mistök, þetta er mynstur. Sleppingar eru fyrirsjáanlegar afleiðingar kerfis sem hefur normalíserað vanrækslu. Á meðan SFS biður um rósemi og Morgunblaðið eltir steina, stendur stærsta spurningin eftir ósvöruð: Hvers vegna er Umhverfisstofnun ekki að endurmeta starfsleyfi fiskeldisins þegar fyrirtækin starfa ekki samkvæmt lögum? Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og eldislaxar ógna framtíð villtra laxastofna og landeigendur berjast fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum sínum, situr Umhverfis- og orkustofnun yfir fundum vegna steina í Miðfjarðará samkvæmt fyrirspurnum Morgunblaðsins. Nokkrir vörubílar af grjóti, framkvæmd í neyðarrétti sem enginn óskar sér að þurfa að fara í, til að verja hrygningarstöðvar, eru orðnir að aðaláhyggjuefni stofnunarinnar sem á að hafa eftirlit með því að fiskeldisfyrirtæki fylgi lögum og starfsleyfum. Að sama skapi hefur Morgunblaðið – blað í eigu útgerðarmanna – gert þessa „steinamálsrannsókn“ að fréttamálum síðustu daga. Blaðið hefur hringt í stofnanir, kallað eftir skýringum og skrifað ítrekað um árbakkann en ekki tekið eitt viðtal við landeigendur. Þess má geta að laxveiðiám hefur verið lokað í Noregi m.a. vegna fiskeldis og því vekur furðu að nokkrir steinar taki meira pláss í prentun en framtíð íslenska laxins og afkomu fjölda fjölskyldna á landsbyggðinni. Endurtekin brot – en engin umræða um endurmat starfsleyfa Frá 2021 til 2024 hafa komið fram fjölmörg frávik frá starfsleyfi Umhverfisstofnunar hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið fór yfir hámarkslífmassa starfsleyfisins árið 2021 og í eftirlitsskýrslum síðan hafa ítrekað komið fram alvarleg brot, þar á meðal framleiðsla umfram heimildir, rangar staðsetningar kvía og vanræksla á lögbundinni skýrslugjöf. Í nýjustu úttekt árið 2024 voru skráð níu frávik í einu eftirliti, þar á meðal að seiði voru sett í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta er ekki spurning um einstaka „mistök“ heldur mynstur kerfisbundinnar vanrækslu sem ætti að kalla á endurmat starfsleyfa og umræðu um hvernig Ísland ætlar að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt Vatnatilskipun. Það vekur því sérstaka furðu að Umhverfisstofnun verji tíma í fundi um steina í árbakka, þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur nýlega bent á að Ísland hafi ekki einu sinni flokkað vistfræðilegt eða efnafræðilegt ástand vatnshlota sinna samkvæmt vatnatilskipun ESB. Þetta er skilgreindur innleiðingarhalli sem kallar á úrbætur – ekki steinamál. Þess í stað er Umhverfisstofnun að verja tíma í að ræða steina sem landeigendur lögðu í á til að verja eignir sínar og hrygningarsvæði villtra laxa. Þess má einnig geta að í eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar um rekstrarleyfi umrædds fyrirtækis hafa síðustu ár komið fram alvarleg frávik í hverri einustu eftirlitsferð. Öndum rólega? Í þessu samhengi skrifar framkvæmdastjóri SFS grein undir fyrirsögninni „Öndum rólega“. Sama viðkvæði og í veiðigjaldadeilunni: ef við eigum alltaf að anda jafn rólega og SFS vill, þá gerist ekki mikið. Í greininni reynir hún að draga úr alvöru sleppinga með því að vísa í erfðagreiningar sem liggja ekki fyrir, fullyrða að eldislax æxlist illa, og benda á að áhættumat Hafrannsóknarstofnjunar geri beinlínis ráð fyrir strokum sem „villtur lax geti staðið af sér“. Þetta er villandi mynd. Í fyrsta lagi er slepping sjálfstætt brot á lögum, ekki “það gera allir mistök”. Í öðru lagi er hugmyndin um að villtir stofnar „standi af sér ágang“ röng, því erfðablöndun er óafturkræf og Noregur er augljóst dæmi um það einsog framkvæmdastjóri SFS veit full vel. Í þriðja lagi er það einfaldlega rangt að Ísland sé „á undan öðrum“ í verndun; við erum eina landið í Norður-Atlantshafi sem leyfir áframhaldandi stækkun sjókvíaeldis þrátt fyrir stórfelldar sleppingar. Það er því að fagna að í stjórnarsáttmála er kveðið á um að styrkja komandi lagaumgjörð og færa Ísland nær lokuðum kvíum en ekki bara fara í öndunaræfingar með SFS. „Mistök gerast“? Þegar framkvæmdastjóri SFS segir í grein sinni á Vísi að „mistök gerist“ er það eins og um sé að ræða óvænt slys. En raunveruleikinn er annar: fiskeldisstöðvar komast varla í gegnum eina einustu úttekt án athugasemda. Það er alltaf eitthvað að – ónógar varnir, slitnar netapokar, skortur á vöktun. Þetta eru ekki mistök, þetta er mynstur. Sleppingar eru fyrirsjáanlegar afleiðingar kerfis sem hefur normalíserað vanrækslu. Á meðan SFS biður um rósemi og Morgunblaðið eltir steina, stendur stærsta spurningin eftir ósvöruð: Hvers vegna er Umhverfisstofnun ekki að endurmeta starfsleyfi fiskeldisins þegar fyrirtækin starfa ekki samkvæmt lögum? Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar