Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2025 12:33 Við sögðum fyrir kosningar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur yrði að ná styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Fregnir af því að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar eru enn ein staðfestingin á því að þessu verkefni miðar vel. Sömu skilaboð berast frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum í nýlegum úttektum þeirra á íslensku efnahagslífi og stöðu ríkisfjármála. Vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag og þróun verðbólguvæntinga gefa engu að síður tilefni til að hugað verði að enn harkalegra aðhaldi í ríkisfjármálum þegar þing kemur saman í haust. Lækkun skulda breytir leiknum Fitch rökstyður breyttar lánshæfishorfur með vísan til pólitískra aðgerða nýrrar ríkisstjórnar og embættisverka Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Meginástæðurnar eru vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og salan á Íslandsbanka, ákvarðanir sem gerbreyta skuldastöðu ríkissjóðs til hins betra, og aðhaldssöm fjármálaáætlun okkar sem gerir ráð fyrir stórbættri afkomu ríkisins á næstu árum. Síðast en ekki síst er bent á stórkostleg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar stoða í atvinnulífi um allt land. Þar mun nýting endurnýjanlegra orkugjafa og efling framleiðslu og flutnings raforku til orkuskipta, atvinnuppbyggingar og gjaldeyrisðflunar leika lykilhlutverk. Um leið skulum við muna að oft er verndun óspjallaðrar náttúru einmitt sú tegund nýtingar sem skilar samfélaginu mestum fjárhagsábata. 100 milljarða hagræðing í ríkisrekstri Þegar fyrri ríkisstjórn fór frá völdum í desember síðastliðnum stefndi í viðstöðulausan hallarekstur ríkissjóðs út þennan áratug. Nú, með nýrri ríkisstjórn og nýrri stefnu er unnið samkvæmt fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir að hallinn snarminnki á næsta ári og verði nánast enginn árið 2027. Þetta er algjör umbylting á stöðu ríkisfjármála. Við tökum til í ríkisrekstrinum með 100 milljarða hagræðingaraðgerðum á áætlunartímanum og um leið skrúfum við fyrir skattaglufur og innheimtum raunveruleg auðlindagjöld. Bestu fréttirnar eru þær að á sama tíma og við lokum fjárlagahallanum og grynnkum á skuldum ríkisins þá sköpum við svigrúm til þess að styrkja velferðarkerfið okkar og innviði. Við erum að spýta mörgum milljörðum aukalega í vegakerfið, fjölga lögreglumönnum, binda lífeyri við launavísitölu og hækka frítekjumark ellilífeyris, styrkja fæðingarorlofskerfið, byggja hjúkrunarheimili og verknámsskóla og svo margt fleira. Þetta er hægt vegna þess að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er með skýra forgangsröðun og gengur sameinuð til verka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Samfylkingin Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Við sögðum fyrir kosningar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur yrði að ná styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Fregnir af því að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar eru enn ein staðfestingin á því að þessu verkefni miðar vel. Sömu skilaboð berast frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum í nýlegum úttektum þeirra á íslensku efnahagslífi og stöðu ríkisfjármála. Vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag og þróun verðbólguvæntinga gefa engu að síður tilefni til að hugað verði að enn harkalegra aðhaldi í ríkisfjármálum þegar þing kemur saman í haust. Lækkun skulda breytir leiknum Fitch rökstyður breyttar lánshæfishorfur með vísan til pólitískra aðgerða nýrrar ríkisstjórnar og embættisverka Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Meginástæðurnar eru vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og salan á Íslandsbanka, ákvarðanir sem gerbreyta skuldastöðu ríkissjóðs til hins betra, og aðhaldssöm fjármálaáætlun okkar sem gerir ráð fyrir stórbættri afkomu ríkisins á næstu árum. Síðast en ekki síst er bent á stórkostleg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar stoða í atvinnulífi um allt land. Þar mun nýting endurnýjanlegra orkugjafa og efling framleiðslu og flutnings raforku til orkuskipta, atvinnuppbyggingar og gjaldeyrisðflunar leika lykilhlutverk. Um leið skulum við muna að oft er verndun óspjallaðrar náttúru einmitt sú tegund nýtingar sem skilar samfélaginu mestum fjárhagsábata. 100 milljarða hagræðing í ríkisrekstri Þegar fyrri ríkisstjórn fór frá völdum í desember síðastliðnum stefndi í viðstöðulausan hallarekstur ríkissjóðs út þennan áratug. Nú, með nýrri ríkisstjórn og nýrri stefnu er unnið samkvæmt fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir að hallinn snarminnki á næsta ári og verði nánast enginn árið 2027. Þetta er algjör umbylting á stöðu ríkisfjármála. Við tökum til í ríkisrekstrinum með 100 milljarða hagræðingaraðgerðum á áætlunartímanum og um leið skrúfum við fyrir skattaglufur og innheimtum raunveruleg auðlindagjöld. Bestu fréttirnar eru þær að á sama tíma og við lokum fjárlagahallanum og grynnkum á skuldum ríkisins þá sköpum við svigrúm til þess að styrkja velferðarkerfið okkar og innviði. Við erum að spýta mörgum milljörðum aukalega í vegakerfið, fjölga lögreglumönnum, binda lífeyri við launavísitölu og hækka frítekjumark ellilífeyris, styrkja fæðingarorlofskerfið, byggja hjúkrunarheimili og verknámsskóla og svo margt fleira. Þetta er hægt vegna þess að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er með skýra forgangsröðun og gengur sameinuð til verka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun