Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2025 10:16 Steven Cheung, samskiptastjóri Hvíta hússins, og Jack White, tónlistarmaður, fóru í hár saman yfir ummælum þess síðarnefnda um Trump. EPA/Getty Tónlistarmaðurinn Jack White er kominn í deilur við starfsmenn Hvíta hússins eftir að hann gagnrýndi Bandaríkjaforseta fyrir smekkleysi. Samskiptastjóri Hvíta hússins sagði White vera „lúser“ sem væri búinn að vera en White segir Trump dulbúa sig sem alvöru manneskju. White birti í vikunni mynd af fundi Trump með Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu á Instagram og gagnrýndi þar harðlega smekk forsetans. „Sjáðu hvað Trump er búinn að gera hið sögulega Hvíta hús ógeðslegt. Núna er það smekklaus, þakinn gylltum laufum og skræpóttur búningsklefi glímukappa. Ég get ekki beðið eftir UFC-bardaganum á lóðinni,“ skrifaði White í færslunni og líkti Trump við forsetann í grínmyndinni Idiocracy. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) „Sjáið þennan viðbjóðslega smekk, myndi maður einu sinni kaupa notaðan bíl af þessum svikahrappi, hvað þá láta hann fá kjarnorkukóða? Gullhúðuð Trump-biblía myndi líta fullkomlega út á arinhillunni með pari af Trump-skóm, sinn hvoru megin við hana, er það ekki?“ „Þvílík hneisa fyrir sögu Bandaríkjanna. Á myndinni er líka alvöru þjóðarleiðtogi í svörtum jakkafötum,“ skrifaði White einnig og átti þar við Selenskí. „Jack White er búinn að vera“ Samskiptastjóri Hvíta hússins, Steven Cheung, var ekki par sáttur með skrif White og svaraði honum með yfirlýsingu á þriðjudag. „Jack White er búinn að vera, lúser sem er ekki lengur neitt og birtir bull á samfélagsmiðlum af því hann á greinilega nóg tíma á höndum sínum vegna tónlistarferils sem hefur koðnað niður,“ sagði Cheung í yfirlýsingu á miðlinum The Daily Beast. „Það er greinilegt að hann hefur dulbúist sem alvöru listamaður því hann nær ekki að meta, og hreint út sagt vanvirðir, glæsibrag og mikilvægi forsetaskrifstofunnar í ,Húsi fólksins',“ sagði Cheung jafnframt. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) White var ekki lengi að svara samskiptastjóranum og birti í gær Instagram-færslu með myndaröð af Trump, meðal annars þar sem hann heldur á gullstrigaskóm og auglýsir Goya-matvörur (sem hann hefur gert ítrekað í forsetatíð sinni). Í færslunni kallaði hann Cheung „atvinnulygara“ og gagnrýndi starfsmenn Hvíta hússins fyrir að eyða tíma í léttvæg málefni frekar en að einblína á mikilvægari hluti eins og „veru Trump í Epstein-skjölunum“, „Gestapó ICE-taktík“ og „börnin sem eru að deyja í Súdan, Gasa og Lýðveldinu Kongó“. „Dulbúast sem alvöru listamaður?“ spurði White í færslunni og bætti við: „Trump dulbýr sig sem alvöru manneskju. Hann dulbýr sig sem kristinn mann, sem leiðtoga, sem manneskju með alvöru samúð.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem White gagnrýnir Trump og félaga, hann hefur ítrekað baunað á forsetann síðustu mánuði og gagnrýnt Trump fyrir embættisverk hans. Trump hefur sömuleiðis verið duglegur að svara allri gagnrýni sem á hann kemur, ýmist sjálfur eða gegnum undirmenn sína. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
White birti í vikunni mynd af fundi Trump með Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu á Instagram og gagnrýndi þar harðlega smekk forsetans. „Sjáðu hvað Trump er búinn að gera hið sögulega Hvíta hús ógeðslegt. Núna er það smekklaus, þakinn gylltum laufum og skræpóttur búningsklefi glímukappa. Ég get ekki beðið eftir UFC-bardaganum á lóðinni,“ skrifaði White í færslunni og líkti Trump við forsetann í grínmyndinni Idiocracy. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) „Sjáið þennan viðbjóðslega smekk, myndi maður einu sinni kaupa notaðan bíl af þessum svikahrappi, hvað þá láta hann fá kjarnorkukóða? Gullhúðuð Trump-biblía myndi líta fullkomlega út á arinhillunni með pari af Trump-skóm, sinn hvoru megin við hana, er það ekki?“ „Þvílík hneisa fyrir sögu Bandaríkjanna. Á myndinni er líka alvöru þjóðarleiðtogi í svörtum jakkafötum,“ skrifaði White einnig og átti þar við Selenskí. „Jack White er búinn að vera“ Samskiptastjóri Hvíta hússins, Steven Cheung, var ekki par sáttur með skrif White og svaraði honum með yfirlýsingu á þriðjudag. „Jack White er búinn að vera, lúser sem er ekki lengur neitt og birtir bull á samfélagsmiðlum af því hann á greinilega nóg tíma á höndum sínum vegna tónlistarferils sem hefur koðnað niður,“ sagði Cheung í yfirlýsingu á miðlinum The Daily Beast. „Það er greinilegt að hann hefur dulbúist sem alvöru listamaður því hann nær ekki að meta, og hreint út sagt vanvirðir, glæsibrag og mikilvægi forsetaskrifstofunnar í ,Húsi fólksins',“ sagði Cheung jafnframt. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) White var ekki lengi að svara samskiptastjóranum og birti í gær Instagram-færslu með myndaröð af Trump, meðal annars þar sem hann heldur á gullstrigaskóm og auglýsir Goya-matvörur (sem hann hefur gert ítrekað í forsetatíð sinni). Í færslunni kallaði hann Cheung „atvinnulygara“ og gagnrýndi starfsmenn Hvíta hússins fyrir að eyða tíma í léttvæg málefni frekar en að einblína á mikilvægari hluti eins og „veru Trump í Epstein-skjölunum“, „Gestapó ICE-taktík“ og „börnin sem eru að deyja í Súdan, Gasa og Lýðveldinu Kongó“. „Dulbúast sem alvöru listamaður?“ spurði White í færslunni og bætti við: „Trump dulbýr sig sem alvöru manneskju. Hann dulbýr sig sem kristinn mann, sem leiðtoga, sem manneskju með alvöru samúð.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem White gagnrýnir Trump og félaga, hann hefur ítrekað baunað á forsetann síðustu mánuði og gagnrýnt Trump fyrir embættisverk hans. Trump hefur sömuleiðis verið duglegur að svara allri gagnrýni sem á hann kemur, ýmist sjálfur eða gegnum undirmenn sína.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27