Lífið

Drauma­dís Þór­hildar og Hjalta komin í heiminn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Þórhildur og Hjalti ásamt Hilmi í sumar.
Þórhildur og Hjalti ásamt Hilmi í sumar.

Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eignuðust stúlku þann 13. ágúst síðastliðinn. Parið deildi gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni.

Stúlkan er þeirra annað barn parsins. Fyrir eiga þau soninn Hilmi sem er sex ára.

„Draumadísin okkar kom í heiminn seint að kvöldi þann 13. ágúst. Við erum hugfangin af henni, sérstaklega stóri bróðir sem stendur sig eins og hetja í nýju hlutverki. Hamingjan er hér,“ skrifa þau við færsluna.

Þórhildur er annar stjórnanda hlaðvarpsins Eftirmál auk Nadine Guðrúnar Yaghi auk þess að vera framkvæmdastjóri Brú Strategy. Fyrir það var hún fréttamaður hjá Stöð 2 og Rúv.

Hjalti er einn stofnenda Kjarnans en starfar nú sem forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.