Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2025 17:01 Háskólinn á Akureyri er ekki bara menntastofnun. Hann er ein af grunnstoðum samfélagsins á Norðurlandi og gríðarlega öflugur drifkraftur byggðafestu, atvinnulífs, nýsköpunar og mannlífs. Framtíð hans snertir samfélagið allt frá byggðalögum og menningu til efnahags- og atvinnuþróunar. Þrátt fyrir þetta eru nú á döfinni umræður um sameiningar sem þarf að vekja athygli á. Nýr háskóli með nýju nafni í kjölfar sameiningar HA og Háskólans á Bifröst eða þá að HA verði einfalt útibú frá Háskóla Íslands. Mörg okkar sem erum stúdentar við Háskólann á Akureyri höfum miklar áhyggjur af því að undir yfirskini hagræðingar sé verið að veikja þau tengsl við samfélagið og þá sjálfstæðu stöðu sem einkennt hefur Háskólann á Akureyri og háskólinn hefur byggt upp í áratugi. Tíminn fyrir nærsamfélagið að hafa eitthvað um þessi mál að segja er orðinn mjög naumur og þess vegna köllum við eftir framtíðarsýn stjórnvalda, sveitarfélaga og samfélagsins alls og krefjumst þess að hún snúist ekki um að hagræða skólann út af kortinu heldur að efla hann sem burðarás á landsbyggðinni. Háskólinn á Akureyri verður að vera Háskólinn á Akureyri Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir samfélagið á Akureyri og reyndar Norðurlandi öllu að háskólinn beri nafn sitt og kenni sig við bæinn. Nafnið er ekki formsatriði heldur lykilatriði í ímynd og markaðssetningu Akureyrar sem háskólabæjar, bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Það er engin tilviljun að andrúmsloftinu á Akureyri sé oft líkt við aðra háskólabæi og borgir á borð við Árósa, Uppsala eða Edinborg. Samofin ímynd háskóla og samfélags er forsenda fyrir því að ásýnd bæjarins sé þessi, að aðdráttarafl hans sé sterkt og að svæðið laði að sér ungt, alþjóðlega sinnað fólk sem vill taka þátt í lifandi og framsæknu samfélagi. Fólk eins og mig. Sú skýra krafa sem komið hefur fram í sameiningarferlinu að við sameiningu fái nýr háskóli nýtt nafn án tengsla við nærsamfélagið fer því að mínu mati beinlínis gegn hagsmunum samfélagsins og grefur undan því trausti að framtíðarsýn sameiningar sé með nærsamfélagið í huga. Byggðamál af fyrstu gráðu Eftir að Háskólinn á Hólum verður hluti af Háskóla Íslands standa aðeins Landbúnaðarháskólinn og Háskólinn á Akureyri eftir utan höfuðborgarsvæðisins og HA einn eftir með alla sína kjarnastarfsemi á landsbyggðinni. Þetta sýnir svart á hvítu að framtíð Háskólans á Akureyri er byggðamál af fyrstu gráðu. Ef þungamiðjan færist smám saman öll á höfuðborgarsvæðið, líkt og hefur verið að gerast í tilfelli háskólans á Bifröst sem nú er með skrifstofur í Borgartúni 18 í Reykjavík, þá missir Norðurland fjölda starfa og hjarta menntunar, rannsóknastarfs og nýsköpunar á landsbyggðinni. Er framtíð Háskólans á Akureyri einkamál ráðherra og rektors? Hingað til hef ég ekki orðið var við að sérstök umræða um framtíð Háskólans á Akureyri hafi farið fram í samfélaginu utan háskólans sjálfs. Það finnst mér gríðarlega athyglivert enda er Háskólinn á Akureyri hvorki einkamál ríkisins né stjórnenda skólans. Þvert á móti er hann samfélagsmál sem snertir allt nærsamfélagið og sérstaklega sveitarstjórnir sem bera ábyrgð á stefnumótun og uppbyggingu á svæðinu. Ég kalla því eftir því að sveitarstjórnir á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum taki virkan þátt í þessu samtali. Í staðinn fyrir óðagot og sameiningar þurfum við opinbera umræðu, skýra afstöðu og sameiginlega framtíðarsýn um hvernig við viljum að Háskólinn á Akureyri dafni og styrkist til næstu áratuga. Tækifærin eru hér nú þegar Ef raunverulegur vilji er til að efla háskólastigið á Íslandi og styrkja byggðir landsins þá er sameining háskóla eða þétting þjónustu á höfuðborgarsvæðið alls ekki lausnin. Við þurfum að byggja á því sem þegar er til staðar á Akureyri og nágrenni. Þar er öflugt samfélag, sterkur grunnur í rannsóknum og nýsköpun og fjöldi möguleika til að vaxa hafi stjórnvöld áhuga á að fylgja þeim eftir með stefnu og fjármagni. Það er hægt að víkka út námsframboð og sækja nýja möguleika, t.a.m. með því að: Færa hluta af öflugu iðn- og listnámi á Akureyri inn á háskólastig. Greina námsleiðir sem ungt fólk flytur suður til að sækja á borð við íþróttafræði, arkitektúr eða tónlist, færa þær norður og byggja þær með sínum einkennum á ríku íþrótta-, lista-, atvinnu- og menningarlífi Norðurlands. Fjölga námsleiðum og möguleikum í framhaldsnámi. Skapa betri möguleika fyrir innflytjendur að styrkja sig með námi án þess að þeir þurfi að leita að fjarnámi út fyrir landsteinana. Byggja Akureyri markvisst upp sem eina alvöru háskólabæ landsins. Kröfur stúdenta á kjörna fulltrúa: Við stúdentar deilum svo sannarlega efasemdum og áhyggjum akademískra starfsmanna Háskólans á Akureyri af sameiningaráformum og köllum eftir skýrri stefnu og samstöðu sveitarfélaga á Norðurlandi þegar kemur að málefnum háskólans. Jafnframt því að þrá að fá fram hingað til hljóða afstöðu ráðherra í málinu viljum við vita hvort sveitarstjórnir og fulltrúar þeirra séu tilbúnir að verja og efla Háskólann á Akureyri sem sjálfstæðan, sterkan og sýnilegan háskóla sem skiptir samfélögin okkar máli. Jafnvel, fyrst við erum byrjuð, að komast að því hvort kjörnir fulltrúar séu raunverulega upplýstir og hafi yfir höfuð fengið að hafa eitthvað um þetta einstaka hagsmunamál að segja. Hvort sem af sameiningu verður eða ekki þá er það grundvallaratriði fyrir samfélögin á Norðurlandi að stórátak í uppbyggingu háskólasamfélagsins á Akureyri fari fram á næstu árum, að háskólinn verði áfram á Akureyri og að hann kenni sig áfram sem hingað til við bæinn sinn. Það er lykillinn að því að halda ungu fólki á svæðinu, skapa störf, laða að nýja íbúa og tryggja að Akureyri verði áfram hinn eini sanni íslenski háskólabær, eða borg, framtíðarinnar.Höfundur er stúdent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og fulltrúi í stúdentaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Akureyri Skóla- og menntamál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Háskólinn á Akureyri er ekki bara menntastofnun. Hann er ein af grunnstoðum samfélagsins á Norðurlandi og gríðarlega öflugur drifkraftur byggðafestu, atvinnulífs, nýsköpunar og mannlífs. Framtíð hans snertir samfélagið allt frá byggðalögum og menningu til efnahags- og atvinnuþróunar. Þrátt fyrir þetta eru nú á döfinni umræður um sameiningar sem þarf að vekja athygli á. Nýr háskóli með nýju nafni í kjölfar sameiningar HA og Háskólans á Bifröst eða þá að HA verði einfalt útibú frá Háskóla Íslands. Mörg okkar sem erum stúdentar við Háskólann á Akureyri höfum miklar áhyggjur af því að undir yfirskini hagræðingar sé verið að veikja þau tengsl við samfélagið og þá sjálfstæðu stöðu sem einkennt hefur Háskólann á Akureyri og háskólinn hefur byggt upp í áratugi. Tíminn fyrir nærsamfélagið að hafa eitthvað um þessi mál að segja er orðinn mjög naumur og þess vegna köllum við eftir framtíðarsýn stjórnvalda, sveitarfélaga og samfélagsins alls og krefjumst þess að hún snúist ekki um að hagræða skólann út af kortinu heldur að efla hann sem burðarás á landsbyggðinni. Háskólinn á Akureyri verður að vera Háskólinn á Akureyri Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir samfélagið á Akureyri og reyndar Norðurlandi öllu að háskólinn beri nafn sitt og kenni sig við bæinn. Nafnið er ekki formsatriði heldur lykilatriði í ímynd og markaðssetningu Akureyrar sem háskólabæjar, bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Það er engin tilviljun að andrúmsloftinu á Akureyri sé oft líkt við aðra háskólabæi og borgir á borð við Árósa, Uppsala eða Edinborg. Samofin ímynd háskóla og samfélags er forsenda fyrir því að ásýnd bæjarins sé þessi, að aðdráttarafl hans sé sterkt og að svæðið laði að sér ungt, alþjóðlega sinnað fólk sem vill taka þátt í lifandi og framsæknu samfélagi. Fólk eins og mig. Sú skýra krafa sem komið hefur fram í sameiningarferlinu að við sameiningu fái nýr háskóli nýtt nafn án tengsla við nærsamfélagið fer því að mínu mati beinlínis gegn hagsmunum samfélagsins og grefur undan því trausti að framtíðarsýn sameiningar sé með nærsamfélagið í huga. Byggðamál af fyrstu gráðu Eftir að Háskólinn á Hólum verður hluti af Háskóla Íslands standa aðeins Landbúnaðarháskólinn og Háskólinn á Akureyri eftir utan höfuðborgarsvæðisins og HA einn eftir með alla sína kjarnastarfsemi á landsbyggðinni. Þetta sýnir svart á hvítu að framtíð Háskólans á Akureyri er byggðamál af fyrstu gráðu. Ef þungamiðjan færist smám saman öll á höfuðborgarsvæðið, líkt og hefur verið að gerast í tilfelli háskólans á Bifröst sem nú er með skrifstofur í Borgartúni 18 í Reykjavík, þá missir Norðurland fjölda starfa og hjarta menntunar, rannsóknastarfs og nýsköpunar á landsbyggðinni. Er framtíð Háskólans á Akureyri einkamál ráðherra og rektors? Hingað til hef ég ekki orðið var við að sérstök umræða um framtíð Háskólans á Akureyri hafi farið fram í samfélaginu utan háskólans sjálfs. Það finnst mér gríðarlega athyglivert enda er Háskólinn á Akureyri hvorki einkamál ríkisins né stjórnenda skólans. Þvert á móti er hann samfélagsmál sem snertir allt nærsamfélagið og sérstaklega sveitarstjórnir sem bera ábyrgð á stefnumótun og uppbyggingu á svæðinu. Ég kalla því eftir því að sveitarstjórnir á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum taki virkan þátt í þessu samtali. Í staðinn fyrir óðagot og sameiningar þurfum við opinbera umræðu, skýra afstöðu og sameiginlega framtíðarsýn um hvernig við viljum að Háskólinn á Akureyri dafni og styrkist til næstu áratuga. Tækifærin eru hér nú þegar Ef raunverulegur vilji er til að efla háskólastigið á Íslandi og styrkja byggðir landsins þá er sameining háskóla eða þétting þjónustu á höfuðborgarsvæðið alls ekki lausnin. Við þurfum að byggja á því sem þegar er til staðar á Akureyri og nágrenni. Þar er öflugt samfélag, sterkur grunnur í rannsóknum og nýsköpun og fjöldi möguleika til að vaxa hafi stjórnvöld áhuga á að fylgja þeim eftir með stefnu og fjármagni. Það er hægt að víkka út námsframboð og sækja nýja möguleika, t.a.m. með því að: Færa hluta af öflugu iðn- og listnámi á Akureyri inn á háskólastig. Greina námsleiðir sem ungt fólk flytur suður til að sækja á borð við íþróttafræði, arkitektúr eða tónlist, færa þær norður og byggja þær með sínum einkennum á ríku íþrótta-, lista-, atvinnu- og menningarlífi Norðurlands. Fjölga námsleiðum og möguleikum í framhaldsnámi. Skapa betri möguleika fyrir innflytjendur að styrkja sig með námi án þess að þeir þurfi að leita að fjarnámi út fyrir landsteinana. Byggja Akureyri markvisst upp sem eina alvöru háskólabæ landsins. Kröfur stúdenta á kjörna fulltrúa: Við stúdentar deilum svo sannarlega efasemdum og áhyggjum akademískra starfsmanna Háskólans á Akureyri af sameiningaráformum og köllum eftir skýrri stefnu og samstöðu sveitarfélaga á Norðurlandi þegar kemur að málefnum háskólans. Jafnframt því að þrá að fá fram hingað til hljóða afstöðu ráðherra í málinu viljum við vita hvort sveitarstjórnir og fulltrúar þeirra séu tilbúnir að verja og efla Háskólann á Akureyri sem sjálfstæðan, sterkan og sýnilegan háskóla sem skiptir samfélögin okkar máli. Jafnvel, fyrst við erum byrjuð, að komast að því hvort kjörnir fulltrúar séu raunverulega upplýstir og hafi yfir höfuð fengið að hafa eitthvað um þetta einstaka hagsmunamál að segja. Hvort sem af sameiningu verður eða ekki þá er það grundvallaratriði fyrir samfélögin á Norðurlandi að stórátak í uppbyggingu háskólasamfélagsins á Akureyri fari fram á næstu árum, að háskólinn verði áfram á Akureyri og að hann kenni sig áfram sem hingað til við bæinn sinn. Það er lykillinn að því að halda ungu fólki á svæðinu, skapa störf, laða að nýja íbúa og tryggja að Akureyri verði áfram hinn eini sanni íslenski háskólabær, eða borg, framtíðarinnar.Höfundur er stúdent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og fulltrúi í stúdentaráði.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar