Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2025 21:54 Gamli inngangurinn að húsnæði MÍR við Hverfisgötu 105. Vísir/Vilhelm Sósíalistaflokkur Íslands er kominn með nýtt húsnæði sem hann deilir með menningarfélaginu MÍR, Menningartengslum Íslands og Rússlands. Flokknum var hent út úr húsnæði sínu í Bolholti í sumar. Húsnæðið er að Hverfisgötu 105, er tæpir 300 fermetrar að stærð og er að fullu í eigu MÍR. Heimildin greindi frá því að Sósíalistar væru fluttir þangað inn. Sæþór Benjamín Randall, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að leigusamningur hafi ekki verið undirritaður formlega en það sé mikill vilji hjá báðum aðilum. „Það er eitthvað óvíst hver er með umboð til að skrifa undir samninginn hjá þeim, en þetta eru formsatriði sem á eftir að ganga frá,“ segir Sæþór. Nýtt húsnæði sé ódýrara en gamla húsnæðið í Bolholti, og betri staður fyrir stjórnmálaflokk. „Gamla framkvæmdastjórnin í flokknum var náttúrulega bara að hugsa um húsnæði sem hentaði Samstöðinni. Húsnæðið í Bolholti var mjög dýrt og ekki fullkomið fyrir stjórnmálaflokk.“ Fundarhöld um díalektíska efnishyggju Sæþór segir að fyrstu kynni hans af húsnæðinu hafi verið á fundi á vegum DíaMat, félags um díalektíska efnishyggju sem er skráð trú- og lífsskoðunarfélag á Íslandi. „DíaMat héldu fund hjá MÍR, það voru haldnar ræður í þessu húsnæði, og við hugsuðum að þetta húsnæði gæti hentað mjög vel,“ segir hann. MÍR hafi tekið mjög vel á móti Sósíalistaflokknum. Hins vegar sé ekki um neitt samstarf að ræða milli félagsins og flokksins, húsnæðið hafi bara hentað vel. Ekkert pólitískt samstarf Sigurður Hergeir Einarsson, formaður MÍR, segir að svona hafi málin einfaldlega þróast þegar Sósíalistaflokkurinn klofnaði. Ekkert pólitískt samstarf sé í farvatninu. „Neineinei. MÍR er menningarfélag og Sósíalistar eru pólitískur flokkur. MÍR heldur sig fyrir utan pólitík, þótt menn hafi alveg skoðanir á pólitík.“ Þannig þið sitjið bara og hlustið á Rachmaninoff og lesið Dostoevsky? „Jájá, við höfum farið á námskeið hjá Gunnari Þorra Péturssyni í Karamazov-bræðrum, sem er alveg stórkostleg bók.“ „En það er mikill munur á menningarfélagi og pólitískum flokk.“ Sigurður segir aðalfund MÍR munu fara fram í september, þar sem menn verða kjörnir í stjórn og farið verði yfir ýmis mál. Til stóð að halda aðalfund í félaginu í maí síðastliðnum, en hópur fólks kom í veg fyrir að hann yrði haldinn. Deilur hafa staðið um framtíð félagsins allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Sjá nánar um deilurnar innan MÍR hér. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Húsnæðið er að Hverfisgötu 105, er tæpir 300 fermetrar að stærð og er að fullu í eigu MÍR. Heimildin greindi frá því að Sósíalistar væru fluttir þangað inn. Sæþór Benjamín Randall, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að leigusamningur hafi ekki verið undirritaður formlega en það sé mikill vilji hjá báðum aðilum. „Það er eitthvað óvíst hver er með umboð til að skrifa undir samninginn hjá þeim, en þetta eru formsatriði sem á eftir að ganga frá,“ segir Sæþór. Nýtt húsnæði sé ódýrara en gamla húsnæðið í Bolholti, og betri staður fyrir stjórnmálaflokk. „Gamla framkvæmdastjórnin í flokknum var náttúrulega bara að hugsa um húsnæði sem hentaði Samstöðinni. Húsnæðið í Bolholti var mjög dýrt og ekki fullkomið fyrir stjórnmálaflokk.“ Fundarhöld um díalektíska efnishyggju Sæþór segir að fyrstu kynni hans af húsnæðinu hafi verið á fundi á vegum DíaMat, félags um díalektíska efnishyggju sem er skráð trú- og lífsskoðunarfélag á Íslandi. „DíaMat héldu fund hjá MÍR, það voru haldnar ræður í þessu húsnæði, og við hugsuðum að þetta húsnæði gæti hentað mjög vel,“ segir hann. MÍR hafi tekið mjög vel á móti Sósíalistaflokknum. Hins vegar sé ekki um neitt samstarf að ræða milli félagsins og flokksins, húsnæðið hafi bara hentað vel. Ekkert pólitískt samstarf Sigurður Hergeir Einarsson, formaður MÍR, segir að svona hafi málin einfaldlega þróast þegar Sósíalistaflokkurinn klofnaði. Ekkert pólitískt samstarf sé í farvatninu. „Neineinei. MÍR er menningarfélag og Sósíalistar eru pólitískur flokkur. MÍR heldur sig fyrir utan pólitík, þótt menn hafi alveg skoðanir á pólitík.“ Þannig þið sitjið bara og hlustið á Rachmaninoff og lesið Dostoevsky? „Jájá, við höfum farið á námskeið hjá Gunnari Þorra Péturssyni í Karamazov-bræðrum, sem er alveg stórkostleg bók.“ „En það er mikill munur á menningarfélagi og pólitískum flokk.“ Sigurður segir aðalfund MÍR munu fara fram í september, þar sem menn verða kjörnir í stjórn og farið verði yfir ýmis mál. Til stóð að halda aðalfund í félaginu í maí síðastliðnum, en hópur fólks kom í veg fyrir að hann yrði haldinn. Deilur hafa staðið um framtíð félagsins allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Sjá nánar um deilurnar innan MÍR hér.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00