Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 11:55 Katrín Sveina Björnsdóttir, atferlisfræðingur, aðstoðar foreldra barna sem eiga erfitt með að hætta á bleyju. Samsett Atferlisfræðingur segir það algengara en almenningur búist við að foreldrar eigi erfitt með að fá börn til að hætta nota bleyju. Hún býður upp á slíka aðstoð fyrir börn allt að fimmtán ára gömul. „Það eru langflestir sem ná þessu sjálfir ennþá en samt sem áður mjög margir sem þurfa að fá aðstoð og ráðgjöf. Það eru líka mjög margir sem vilja fá ráðgjöf um hvernig sé best að byrja og hvernig sé best að fara að þessu. Ég hjálpa mörgum með það að leggja línurnar og veiti þeim ráðgjöf á kantinum,“ segir Katrín Sveina Björnsdóttir, atferlisfræðingur, sem ræddi starfið sitt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir oft vakna upp óöryggi meðal foreldra um hver besta leiðin sé og þegar bregðast þurfi við afturförum barnanna. „Það er að vera samkvæmur sjálfum sér, þetta er eins og með allt annað skýr skilaboð. Sérstaklega ef þið eruð með lítil börn, á ferlinu munu gerast mistök, það koma slys. Þannig á ferlið að vera,“ segir Katrín. Hún börn móttækilegust til að hætta á bleyju á milli tveggja og hálfs árs til þriggja ára. „Sérstaklega þegar þau eru farin að standa einhvers staðar og segja manni að þau séu að pissa í bleyjuna eða séu búin að kúka, þá eru þau farin að veita þessu sjálf eftirtekt. Svo er mörgum sem finnst ekki þægilegt að vera lengur í bleyjunni, hún sé farin að pirra þau. Svo ef þau eru farin að vakna ítrekað þurr á morgnana þá er komin næg blöðrustjórn.“ Taki lengri tíma að kenna börnunum að láta vita Katrín starfar bæði með foreldrum og skóla barnanna til að allir séu samstíga við að aðstoða barnið að hætta á bleyju. ,„Langmest er ég að fara heim til fólks þegar það óskar eftir ráðgjöfinni minni, og í skólana og leikskólana. Þá eru teymisfundir í smá tíma til að allir séu að vinna eins og haldi utan um þennan pakka með barninu í smá tíma. Svo dreg ég mig út,“ segir hún. Oftast taki það hana um fimm daga að kenna börnunum að gera þarfir sínar í klósett en erfiðara sé að kenna þeim að láta vita. „Við kennum þeim að fara á klósettið en svo líka að láta vita, sem er stór hluti af þessu. Þau þurfa að láta vita að þau þurfi að fara á klósettið. Þetta er svona allt í allt þrír til sex mánuðir. Þá er ég að halda utan um fjölskylduna og skólann og held teymisfundi,“ segir hún. „Ég kem heim í einhverja daga þá eru foreldrarnir langoftast með mér. Við reynum að vinna þetta þannig að þegar ég er farin þá eru foreldrarnir að gera nokkurn veginn það sama. Þá upplifir barnið að núna séum við að fara gera þetta verkefni saman.“ Eldri börn oftast með einhverjar greiningar Katrín aðstoðar foreldra barna sem eru allt að fimmtán ára gömul. „Þar er mest talað um börn sem eru með greiningar. Það er rosalega mikil breyting núna að allir foreldrar vilja að börnin þeirra fái tækifæri til að vera bleyjulaus. Þetta er rosalega mikil vinna fyrir foreldra barna að vera með bleyjuskipti ofan á allt annað. Það geta verið mjög krefjandi aðstæður þegar það er hegðunarvandi eða erfiðleikar í þessum aðstæðum að skipta á barni. Þau verða minna samstarfsfús með aldrinum,“ segir Katrín. „Þetta verður allt að gerast, ef þú kúkar í þig verður þú að taka hann, það er ekki hægt að fara fram hjá því. Þú verður að taka hann. Þá erum við með börn sem eru með greiningar og þetta er orðið mikið vandamál. Þau vilja ekki fá aðstoð við þetta en það verður að taka þetta.“ Einnig skipti félagslega hliðin máli en að hennar sögn er það félagslega einangrandi að eiga í slíkum erfiðleikum. „Sérstaklega þegar slysin eru ör, þá hætta krakkarnir yfirleitt að láta vita og eru pissublaut allan daginn,“ segir hún. Stanslaus verkefni Katrín er menntaður atferlisfræðingur en þegar hún hóf nám var það ekki í boði hér á Íslandi. Hún er því með gráðu úr erlendum háskóla. „Þá var stór hluti af náminu að vinna með og ég fór í vettvangsnám. Þar var miðstöð sem tók á móti börnum á öllum aldri sem voru greind með einhverfu og vantaði ráðgjöf við klósettmál,“ segir hún. „Mér fannst þetta svo ótrúlega áhugavert og svo þegar ég kom heim úr náminu mínu þá var þessi vandi hér. Eins og núna er ég með þrjú mál í þessu sem ég hef verið með síðan í ágúst. Ég verð með þjálfunarhelgi um næstu helgi. Ég var með fimm mál frá áramótum fram í maí. Það er bara stanslaust.“ Börn og uppeldi Bítið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
„Það eru langflestir sem ná þessu sjálfir ennþá en samt sem áður mjög margir sem þurfa að fá aðstoð og ráðgjöf. Það eru líka mjög margir sem vilja fá ráðgjöf um hvernig sé best að byrja og hvernig sé best að fara að þessu. Ég hjálpa mörgum með það að leggja línurnar og veiti þeim ráðgjöf á kantinum,“ segir Katrín Sveina Björnsdóttir, atferlisfræðingur, sem ræddi starfið sitt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir oft vakna upp óöryggi meðal foreldra um hver besta leiðin sé og þegar bregðast þurfi við afturförum barnanna. „Það er að vera samkvæmur sjálfum sér, þetta er eins og með allt annað skýr skilaboð. Sérstaklega ef þið eruð með lítil börn, á ferlinu munu gerast mistök, það koma slys. Þannig á ferlið að vera,“ segir Katrín. Hún börn móttækilegust til að hætta á bleyju á milli tveggja og hálfs árs til þriggja ára. „Sérstaklega þegar þau eru farin að standa einhvers staðar og segja manni að þau séu að pissa í bleyjuna eða séu búin að kúka, þá eru þau farin að veita þessu sjálf eftirtekt. Svo er mörgum sem finnst ekki þægilegt að vera lengur í bleyjunni, hún sé farin að pirra þau. Svo ef þau eru farin að vakna ítrekað þurr á morgnana þá er komin næg blöðrustjórn.“ Taki lengri tíma að kenna börnunum að láta vita Katrín starfar bæði með foreldrum og skóla barnanna til að allir séu samstíga við að aðstoða barnið að hætta á bleyju. ,„Langmest er ég að fara heim til fólks þegar það óskar eftir ráðgjöfinni minni, og í skólana og leikskólana. Þá eru teymisfundir í smá tíma til að allir séu að vinna eins og haldi utan um þennan pakka með barninu í smá tíma. Svo dreg ég mig út,“ segir hún. Oftast taki það hana um fimm daga að kenna börnunum að gera þarfir sínar í klósett en erfiðara sé að kenna þeim að láta vita. „Við kennum þeim að fara á klósettið en svo líka að láta vita, sem er stór hluti af þessu. Þau þurfa að láta vita að þau þurfi að fara á klósettið. Þetta er svona allt í allt þrír til sex mánuðir. Þá er ég að halda utan um fjölskylduna og skólann og held teymisfundi,“ segir hún. „Ég kem heim í einhverja daga þá eru foreldrarnir langoftast með mér. Við reynum að vinna þetta þannig að þegar ég er farin þá eru foreldrarnir að gera nokkurn veginn það sama. Þá upplifir barnið að núna séum við að fara gera þetta verkefni saman.“ Eldri börn oftast með einhverjar greiningar Katrín aðstoðar foreldra barna sem eru allt að fimmtán ára gömul. „Þar er mest talað um börn sem eru með greiningar. Það er rosalega mikil breyting núna að allir foreldrar vilja að börnin þeirra fái tækifæri til að vera bleyjulaus. Þetta er rosalega mikil vinna fyrir foreldra barna að vera með bleyjuskipti ofan á allt annað. Það geta verið mjög krefjandi aðstæður þegar það er hegðunarvandi eða erfiðleikar í þessum aðstæðum að skipta á barni. Þau verða minna samstarfsfús með aldrinum,“ segir Katrín. „Þetta verður allt að gerast, ef þú kúkar í þig verður þú að taka hann, það er ekki hægt að fara fram hjá því. Þú verður að taka hann. Þá erum við með börn sem eru með greiningar og þetta er orðið mikið vandamál. Þau vilja ekki fá aðstoð við þetta en það verður að taka þetta.“ Einnig skipti félagslega hliðin máli en að hennar sögn er það félagslega einangrandi að eiga í slíkum erfiðleikum. „Sérstaklega þegar slysin eru ör, þá hætta krakkarnir yfirleitt að láta vita og eru pissublaut allan daginn,“ segir hún. Stanslaus verkefni Katrín er menntaður atferlisfræðingur en þegar hún hóf nám var það ekki í boði hér á Íslandi. Hún er því með gráðu úr erlendum háskóla. „Þá var stór hluti af náminu að vinna með og ég fór í vettvangsnám. Þar var miðstöð sem tók á móti börnum á öllum aldri sem voru greind með einhverfu og vantaði ráðgjöf við klósettmál,“ segir hún. „Mér fannst þetta svo ótrúlega áhugavert og svo þegar ég kom heim úr náminu mínu þá var þessi vandi hér. Eins og núna er ég með þrjú mál í þessu sem ég hef verið með síðan í ágúst. Ég verð með þjálfunarhelgi um næstu helgi. Ég var með fimm mál frá áramótum fram í maí. Það er bara stanslaust.“
Börn og uppeldi Bítið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira