Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2025 11:48 Þorsteinn Már var tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Vísir/Vilhelm Hjónin fyrrverandi Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eigendur Samherja, voru langtekjuhæst Íslendinga í fyrra. Þorsteinn hafði heildartekjur upp á 4,7 milljarða króna og Helga upp á 4,56 milljarða. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Heimildarinnar, þar sem tekjur tekjuhæsta prósents þjóðarinnar eru teknar saman, miðað við skattgreiðslur árið 2024. Munurinn á tekjulista Heimildarinnar og tekjulista Frjálsrar verslunar er að Heimildin tekur bæði launa- og fjármagnstekjur inn í reikningin en Frjáls verslun einblínir á launatekjur. Þorsteinn Már stofnaði Samherja ásamt frænda sínum Kristjáni Vilhelmssyni árið 1983 og félagið hefur síðan verið eitt öflugasta útgerðarfélag landsins. Þau Þorsteinn Már og Helga skildu árið 2007 en Helga var áfram meðal fjögurra stærstu eigenda Samherja, þangað til að þeir færðu félagið yfir á börn sín árið 2020. Síðan þá hafa þau ekki verið nálægt efstu sætum tekjulistans fyrr en nú, með fjármagnstekjur á bilinu um 200 til 700 milljónir króna á ári. Frá greiðslustöðvun yfir í fjögurra milljarða tekjur Þriðji á tekjulistanum er Árni Oddur Þórðarson, annar eigenda Eyris invest og fyrrverandi forstjóri Marels til fjölda ára, með heildartekjur upp á 3,9 milljarða króna, mest í formi fjármagnstekna. Á meðan hann sat í forstjórastólnum tróndi hann iðullega á toppi launatekjulista Frjálsrar verslunar, líkt og eftirmaður hans í starfi gerir í ár. Árið 2023 var stormasamt hjá Árna Oddi en þá lét hann af störfum sem forstjóri Marels í kjölfar veðkalls Arion banka í hluti hans í félaginu. Í kjölfarið fékk hann samþykkta greiðslustöðvun til þess að koma fjármálum sínum í rétt horf. Það virðist hafa tekist vel hjá honum en greint var frá því um mitt ár í fyrra að samningar hefðu náðst við Arion banka og Árni Oddur væri orðinn stærsti einkafjárfestirinn í sameinuðu félagi JBT og Marel ásamt föður sínum og hópi fjárfesta. Á aðalfundi Eyri invest hf. í mars á þessu ári samþykktu allir hluthafar félagsins tillögu stjórnar um lækkun hlutafjár með greiðslu til allra hluthafa félagsins utan Árna Odds og föður hans. Þeir voru þar með orðnir einu eigendur félagsins á ný. Talandi um föður hans, Þórð Magnússon. Hann fylgir syni sínum fast á hæla á tekjulistanum með heildartekjur upp á tæplega 3,4 milljarða króna. Frekari fjölskyldutengsl innan Marel, laxeldi og IKEA-bræður Í fimmta sæti á listanum er Súsanna Sigurðardóttir, með heildartekjur upp á 3,2 milljarða, nánast eingöngu í fjármagnstekjum. Hún er einfaldlega titluð fjárfestir á lista Heimildarinnar en hún var um langt árabil meðal stærstu hluthafa í Marel. Það var systir hennar Ingunn einnig en hún er númer átta á tekjulistanum með heildartekjur upp á 1,6 milljarða króna. Þar af eru launatekjur aðeins 69 þúsund krónur á mánuði en hún er titluð hárgreiðslumeistari. Þær systur eru dætur Sigurðar Egilssonar, sem stofnaði Sigurplast og keypti vænan hlut í Marel árið 1990. Hann var sonur Egils Vilhjálmssonar athafnamanns. Sjötti á listanum er Kjartan Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður Arnarlax og einn helsti talsmaður sjókvíaeldis á Íslandi. Tekjur hans námu tæplega 2,2 milljörðum króna á síðasta ári. Sjöundi er Jón Pálmason, fjárfestir og eigandi IKEA á Íslandi. Hann þénaði 1,8 milljarða króna á síðasta ári. Í ár keypti hann bróður sinn Sigurð Gísla út úr IKEA. Hann situr í ellefta sæti á listanum með 1,2 milljarða í tekjur. Þeir bræður eru synir Pálma Jónssonar í Hagkaupum. Kristinn Reynir Gunnarsson, apótekari og fjárfestir vermir níunda sæti listans með heildartekjur upp á tæplega 1,4 milljarða króna. Hann hagnaðist verulega á sölu hlutar í Actavis á sínum tíma. Þessari upptalningu verður lokið með manninum í tíunda sæti listans, Hannesi Hilmarssyni, eins stærsta eiganda flugfélagsins Air Atlanta. Tekjur hans námu 1,3 milljarði króna á síðasta ári. Drjúgur hluti þeirra tekna fór í kaup Hannesar og eiginkonu á einbýlishúsi Ingu Lindar Karlsdóttur í Mávanesi í Garðabæ. Þau greiddu 850 milljónir króna fyrir slotið, sem gerir það að dýrasta einbýlishúsi Íslandssögunnar. Tekjulista Heimildarinnar má nálgast hér. Tekjur Kjaramál Tengdar fréttir Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Jón Pálmason hefur keypt helmingshlut Sigurðar Gísla Pálmasonar, bróður hans, í Miklatorgi hf., sem rekur IKEA hér á landi. 12. febrúar 2025 10:40 Kjartan bætir við sig í Arnarlaxi Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hefur aukið við hlut sinn í laxeldinu. 25. september 2019 08:00 Kristinn Gunnarsson er skattakóngur Íslands Kristinn Gunnarsson, sem seldi hlut í Actavis, var gjaldahæstur skattgreiðenda á síðasta ári og jafnframt sá sem greiðir hæstu gjöldin í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá skattstjóranum í Reykjavík greiðir hann 450.816.061 krónur í heildargjöld. Sigurður Sigurgeirsson frá Kópavogi greiðir næst mest yfir landið, eða 357.130.285 krónur og Vilhelm Róbert Wessman er í þriðja sæti með heildargjöld upp á 284.760.200 krónur. 31. júlí 2008 09:43 Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., ritaði í dag bréf til starfsfólks þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi. Hann er þó ekki sestur í helgan stein enda situr hann í stjórnum fjölda félaga, þar á meðal Samherja. 23. maí 2025 11:21 Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Heimildarinnar, þar sem tekjur tekjuhæsta prósents þjóðarinnar eru teknar saman, miðað við skattgreiðslur árið 2024. Munurinn á tekjulista Heimildarinnar og tekjulista Frjálsrar verslunar er að Heimildin tekur bæði launa- og fjármagnstekjur inn í reikningin en Frjáls verslun einblínir á launatekjur. Þorsteinn Már stofnaði Samherja ásamt frænda sínum Kristjáni Vilhelmssyni árið 1983 og félagið hefur síðan verið eitt öflugasta útgerðarfélag landsins. Þau Þorsteinn Már og Helga skildu árið 2007 en Helga var áfram meðal fjögurra stærstu eigenda Samherja, þangað til að þeir færðu félagið yfir á börn sín árið 2020. Síðan þá hafa þau ekki verið nálægt efstu sætum tekjulistans fyrr en nú, með fjármagnstekjur á bilinu um 200 til 700 milljónir króna á ári. Frá greiðslustöðvun yfir í fjögurra milljarða tekjur Þriðji á tekjulistanum er Árni Oddur Þórðarson, annar eigenda Eyris invest og fyrrverandi forstjóri Marels til fjölda ára, með heildartekjur upp á 3,9 milljarða króna, mest í formi fjármagnstekna. Á meðan hann sat í forstjórastólnum tróndi hann iðullega á toppi launatekjulista Frjálsrar verslunar, líkt og eftirmaður hans í starfi gerir í ár. Árið 2023 var stormasamt hjá Árna Oddi en þá lét hann af störfum sem forstjóri Marels í kjölfar veðkalls Arion banka í hluti hans í félaginu. Í kjölfarið fékk hann samþykkta greiðslustöðvun til þess að koma fjármálum sínum í rétt horf. Það virðist hafa tekist vel hjá honum en greint var frá því um mitt ár í fyrra að samningar hefðu náðst við Arion banka og Árni Oddur væri orðinn stærsti einkafjárfestirinn í sameinuðu félagi JBT og Marel ásamt föður sínum og hópi fjárfesta. Á aðalfundi Eyri invest hf. í mars á þessu ári samþykktu allir hluthafar félagsins tillögu stjórnar um lækkun hlutafjár með greiðslu til allra hluthafa félagsins utan Árna Odds og föður hans. Þeir voru þar með orðnir einu eigendur félagsins á ný. Talandi um föður hans, Þórð Magnússon. Hann fylgir syni sínum fast á hæla á tekjulistanum með heildartekjur upp á tæplega 3,4 milljarða króna. Frekari fjölskyldutengsl innan Marel, laxeldi og IKEA-bræður Í fimmta sæti á listanum er Súsanna Sigurðardóttir, með heildartekjur upp á 3,2 milljarða, nánast eingöngu í fjármagnstekjum. Hún er einfaldlega titluð fjárfestir á lista Heimildarinnar en hún var um langt árabil meðal stærstu hluthafa í Marel. Það var systir hennar Ingunn einnig en hún er númer átta á tekjulistanum með heildartekjur upp á 1,6 milljarða króna. Þar af eru launatekjur aðeins 69 þúsund krónur á mánuði en hún er titluð hárgreiðslumeistari. Þær systur eru dætur Sigurðar Egilssonar, sem stofnaði Sigurplast og keypti vænan hlut í Marel árið 1990. Hann var sonur Egils Vilhjálmssonar athafnamanns. Sjötti á listanum er Kjartan Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður Arnarlax og einn helsti talsmaður sjókvíaeldis á Íslandi. Tekjur hans námu tæplega 2,2 milljörðum króna á síðasta ári. Sjöundi er Jón Pálmason, fjárfestir og eigandi IKEA á Íslandi. Hann þénaði 1,8 milljarða króna á síðasta ári. Í ár keypti hann bróður sinn Sigurð Gísla út úr IKEA. Hann situr í ellefta sæti á listanum með 1,2 milljarða í tekjur. Þeir bræður eru synir Pálma Jónssonar í Hagkaupum. Kristinn Reynir Gunnarsson, apótekari og fjárfestir vermir níunda sæti listans með heildartekjur upp á tæplega 1,4 milljarða króna. Hann hagnaðist verulega á sölu hlutar í Actavis á sínum tíma. Þessari upptalningu verður lokið með manninum í tíunda sæti listans, Hannesi Hilmarssyni, eins stærsta eiganda flugfélagsins Air Atlanta. Tekjur hans námu 1,3 milljarði króna á síðasta ári. Drjúgur hluti þeirra tekna fór í kaup Hannesar og eiginkonu á einbýlishúsi Ingu Lindar Karlsdóttur í Mávanesi í Garðabæ. Þau greiddu 850 milljónir króna fyrir slotið, sem gerir það að dýrasta einbýlishúsi Íslandssögunnar. Tekjulista Heimildarinnar má nálgast hér.
Tekjur Kjaramál Tengdar fréttir Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Jón Pálmason hefur keypt helmingshlut Sigurðar Gísla Pálmasonar, bróður hans, í Miklatorgi hf., sem rekur IKEA hér á landi. 12. febrúar 2025 10:40 Kjartan bætir við sig í Arnarlaxi Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hefur aukið við hlut sinn í laxeldinu. 25. september 2019 08:00 Kristinn Gunnarsson er skattakóngur Íslands Kristinn Gunnarsson, sem seldi hlut í Actavis, var gjaldahæstur skattgreiðenda á síðasta ári og jafnframt sá sem greiðir hæstu gjöldin í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá skattstjóranum í Reykjavík greiðir hann 450.816.061 krónur í heildargjöld. Sigurður Sigurgeirsson frá Kópavogi greiðir næst mest yfir landið, eða 357.130.285 krónur og Vilhelm Róbert Wessman er í þriðja sæti með heildargjöld upp á 284.760.200 krónur. 31. júlí 2008 09:43 Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., ritaði í dag bréf til starfsfólks þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi. Hann er þó ekki sestur í helgan stein enda situr hann í stjórnum fjölda félaga, þar á meðal Samherja. 23. maí 2025 11:21 Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Sjá meira
Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Jón Pálmason hefur keypt helmingshlut Sigurðar Gísla Pálmasonar, bróður hans, í Miklatorgi hf., sem rekur IKEA hér á landi. 12. febrúar 2025 10:40
Kjartan bætir við sig í Arnarlaxi Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hefur aukið við hlut sinn í laxeldinu. 25. september 2019 08:00
Kristinn Gunnarsson er skattakóngur Íslands Kristinn Gunnarsson, sem seldi hlut í Actavis, var gjaldahæstur skattgreiðenda á síðasta ári og jafnframt sá sem greiðir hæstu gjöldin í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá skattstjóranum í Reykjavík greiðir hann 450.816.061 krónur í heildargjöld. Sigurður Sigurgeirsson frá Kópavogi greiðir næst mest yfir landið, eða 357.130.285 krónur og Vilhelm Róbert Wessman er í þriðja sæti með heildargjöld upp á 284.760.200 krónur. 31. júlí 2008 09:43
Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., ritaði í dag bréf til starfsfólks þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi. Hann er þó ekki sestur í helgan stein enda situr hann í stjórnum fjölda félaga, þar á meðal Samherja. 23. maí 2025 11:21
Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41