Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2025 19:19 Douglas Dakota-flugvélin Spirit of Douglas á Reykjavíkurflugvelli í dag. Hún er 83 ára gömul. KMU Gamall þristur frá stríðsárunum, sem millilenti á Reykjavíkurflugvelli í gær til eldsneytistöku, gat ekki haldið áfram för í morgun þar sem flugvélabensín á þessa gerð flugvéla fékkst ekki. Vonast er til að bensínið verði komið í fyrramálið og hann geti þá flogið áfram. Dakota-vélin, sem kallast Spirit of Douglas, til heiðurs Donald Douglas, stofnanda Douglas-flugvélaverksmiðjanna, er á ferð um heiminn með kvikmyndatökulið um borð til að gera heimildarmynd um sögu DC 3-flugvélanna og brautryðjendastarfs Donalds Douglas í flugvélaframleiðslu. Ekki er þó ætlunin að kvikmynda hérlendis en flugvélin kom frá Kanada í gær. Áhöfnin hyggst halda áfram til Evrópu um leið og færi gefst og er núna stefnt á flugtak milli klukkan 9 og 10 í fyrramálið, samkvæmt upplýsingum flugafgreiðslufélagsins Reykjavík FBO. Dregið hefur úr notkun hefðbundins flugvélabensíns eftir því sem flugvélum með gamla sprengihreyfla hefur fækkað. Flugvélar í innanlandsfluginu hérlendis eru núna almennt með túrbínuhreyfla sem ganga á steinolíu. Á Reykjavíkurflugvelli eru það helst kennsluflugvélar og einkaflugvélar sem brenna flugvélabensíni og því hefur birgðahald minnkað. Þristurinn innan um nútíma glæsiþotur. Stefnt er á flugtak milli klukkan 9 og 10 í fyrramálið.KMU Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir að ósk um kaup á fjögurþúsund lítrum af flugvélabensíni fyrir þristinn hafi borist með skömmum fyrirvara og þá hafi því miður verið lítið eftir í birgðatanknum. Svo óheppilega hafi viljað til að olíubíll hafi þá verið á leið til Egilsstaða með flugvélabensín. Hefðu Skeljungsmenn vitað fyrr af þessari ósk um kaup á flugvélabensíni hefði för olíubílsins austur verið seinkað. Bíllinn verði kominn til baka í fyrramálið og þá fái þristurinn bensín. Flugvélin var upphaflega smíðuð árið 1942 í Douglas-verksmiðjunni í Santa Monica í Kaliforníu sem hernaðarútgáfan C-47 og síðan afhent breska flughernum til nota í heimsstyrjöldinni. Breski herinn notaði flugvélina einkum í Asíu í flugi með vistir milli Indlands og Kína. Við endursmíði hennar fékk hún nafnið Spirit of Douglas og í fyrra tók hún þátt í minningarathöfnum um D-daginn í Evrópu. Þessi sama DC 3-vél, N8336C, hefur áður komið við sögu kvikmynda. Hollywood falaðist eftir henni fyrir kvikmyndina Ritchie Rich, um sögu ríkasta drengs heims, sem barnastjarnan Macaulay Culkin lék árið 1994. Antonov-tvíþekjan á Reykjavíkurflugvelli. Fjær til vinstri sést þristurinn.KMU Önnur fornleg flugvél á Reykjavíkurflugvelli virðist einnig vera strandaglópur. Sú er rússnesk tvíþekja af gerðinni Antonov An-2 á þýskum skráningarmerkjum. Hún var notuð í sumar til að fljúga með vistir til leiðangursmanna á Grænlandsjökli sem freistuðu þess að grafa upp herflugvél sem þar hafði nauðlent í síðari heimsstyrjöld. Það gerist sífellt fátíðara að svo gamlar flugvélar sem þristar sjáist í Reykjavík. Í fyrra, þegar minnst var 80 ára afmælis D-dagsins, bauðst flugáhugamönnum þó sannkölluð þristaveisla, sem rifja má upp hér: Fyrir sex árum flaug einnig fjöldi Dakota-flugvéla um Reykjavík þegar minnst var 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Fimm stríðsþristar á leiðinni til landsins Fimm gamlar herflugvélar úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, millilenda á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Þar munu þær taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. 20. maí 2024 15:43 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Dakota-vélin, sem kallast Spirit of Douglas, til heiðurs Donald Douglas, stofnanda Douglas-flugvélaverksmiðjanna, er á ferð um heiminn með kvikmyndatökulið um borð til að gera heimildarmynd um sögu DC 3-flugvélanna og brautryðjendastarfs Donalds Douglas í flugvélaframleiðslu. Ekki er þó ætlunin að kvikmynda hérlendis en flugvélin kom frá Kanada í gær. Áhöfnin hyggst halda áfram til Evrópu um leið og færi gefst og er núna stefnt á flugtak milli klukkan 9 og 10 í fyrramálið, samkvæmt upplýsingum flugafgreiðslufélagsins Reykjavík FBO. Dregið hefur úr notkun hefðbundins flugvélabensíns eftir því sem flugvélum með gamla sprengihreyfla hefur fækkað. Flugvélar í innanlandsfluginu hérlendis eru núna almennt með túrbínuhreyfla sem ganga á steinolíu. Á Reykjavíkurflugvelli eru það helst kennsluflugvélar og einkaflugvélar sem brenna flugvélabensíni og því hefur birgðahald minnkað. Þristurinn innan um nútíma glæsiþotur. Stefnt er á flugtak milli klukkan 9 og 10 í fyrramálið.KMU Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir að ósk um kaup á fjögurþúsund lítrum af flugvélabensíni fyrir þristinn hafi borist með skömmum fyrirvara og þá hafi því miður verið lítið eftir í birgðatanknum. Svo óheppilega hafi viljað til að olíubíll hafi þá verið á leið til Egilsstaða með flugvélabensín. Hefðu Skeljungsmenn vitað fyrr af þessari ósk um kaup á flugvélabensíni hefði för olíubílsins austur verið seinkað. Bíllinn verði kominn til baka í fyrramálið og þá fái þristurinn bensín. Flugvélin var upphaflega smíðuð árið 1942 í Douglas-verksmiðjunni í Santa Monica í Kaliforníu sem hernaðarútgáfan C-47 og síðan afhent breska flughernum til nota í heimsstyrjöldinni. Breski herinn notaði flugvélina einkum í Asíu í flugi með vistir milli Indlands og Kína. Við endursmíði hennar fékk hún nafnið Spirit of Douglas og í fyrra tók hún þátt í minningarathöfnum um D-daginn í Evrópu. Þessi sama DC 3-vél, N8336C, hefur áður komið við sögu kvikmynda. Hollywood falaðist eftir henni fyrir kvikmyndina Ritchie Rich, um sögu ríkasta drengs heims, sem barnastjarnan Macaulay Culkin lék árið 1994. Antonov-tvíþekjan á Reykjavíkurflugvelli. Fjær til vinstri sést þristurinn.KMU Önnur fornleg flugvél á Reykjavíkurflugvelli virðist einnig vera strandaglópur. Sú er rússnesk tvíþekja af gerðinni Antonov An-2 á þýskum skráningarmerkjum. Hún var notuð í sumar til að fljúga með vistir til leiðangursmanna á Grænlandsjökli sem freistuðu þess að grafa upp herflugvél sem þar hafði nauðlent í síðari heimsstyrjöld. Það gerist sífellt fátíðara að svo gamlar flugvélar sem þristar sjáist í Reykjavík. Í fyrra, þegar minnst var 80 ára afmælis D-dagsins, bauðst flugáhugamönnum þó sannkölluð þristaveisla, sem rifja má upp hér: Fyrir sex árum flaug einnig fjöldi Dakota-flugvéla um Reykjavík þegar minnst var 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Fimm stríðsþristar á leiðinni til landsins Fimm gamlar herflugvélar úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, millilenda á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Þar munu þær taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. 20. maí 2024 15:43 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27
Fimm stríðsþristar á leiðinni til landsins Fimm gamlar herflugvélar úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, millilenda á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Þar munu þær taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. 20. maí 2024 15:43
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15