Sport

Til­finningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark

Siggeir Ævarsson skrifar
Það var stór hópur sem fylgdi Magnúsi í dag
Það var stór hópur sem fylgdi Magnúsi í dag Facebook Hlaupið fyrir Magnús – Áfram Magnús Máni

Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli.

Magnús veiktist alvarlega sumarið 2023 og í kjölfarið fór bakteríusýking inn í mænuna og olli þar bólgu með þeim afleiðingum að hann missti máttinn fyrir neðan bringu. Magnús, sem er mikill íþróttamaður, hefur verið í endurhæfingu undanfarin misseri og stefnir ótrauður á að ná fullum bata. 

Foreldrar hans, ásamt stóru fylgdarliði komu með honum í mark í hlaupinu í dag og voru miklar tilfinningar í spilinu enda um 40 manns sem komu í mark með Magnúsi. Stefán Árni Pálsson var á svæðinu og tók Magnús og foreldra hans tali, en þau eru afar þakklát fyrir þann stuðning sem þau hafi fengið í ferlinu.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×