Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2025 20:05 Það logaði vel og glatt í Bergþórshvoli í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið sjónarspil á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu – Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni, en með henni lauk fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Dagurinn í gær var stór á hátíðinni en hann byrjaði í hádeginu á bænum Völlum rétt við Hvolsvöll þar sem 99 knapar lögðu af stað ríðandi á hestum sínum í hinni eiginlegu brennureið á Gaddstaðaflatir undir forystu Hermanns Árnasonar, sem var í hlutverki Flosa úr Njálssögu í reiðinni. Hermann fékk líka það hlutverk að kveikja í Bergþórshvoli í gærkvöldi eftir að hópreiðin hafði farið inn á völlinn fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda. „Það var ofsalega gaman á Gaddstaðaflötum og mjög hátíðlegt og svona harmþrungið auðvitað líka. Það var heilmikil brenna, sem var mikið sjónarspil, eldurinn tælir,“ segir Hermann. Hermann Árnason, sem var í stóru hlutverki í gærkvöldi þegar hann kveikti í Bergþórshvoli á Gaddstaðaflötum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut Guðna Ágústssonar, forsvarsmanns hátíðarinnar og Njálufélagsins að setja samkomuna í gærkvöldi. „Ísland farsældar frón og hagsældar hrímhvíta móðir. Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best,“ sagði Guðni meðal annars. Guðni Ágústsson, forsvarsmaður Njáluhátíðarinnar í Rangárþingi og Arthur Björgvin Bollason, Njálusérfræðingur með meiru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kynnir kvöldsins er mikill sérfræðingur og áhugamaður um Brennu Njálssögu. „Ég var nú í fjögur ár umboðsmaður Njálu en Guðni skipaði umboðsmann íslenska hestsins og ég fékk að vera umboðsmaður Njálu, sem var ekki minni virðing,“ segir Arthur Björgvin Bollason Njálusérfræðingur með meiru. Það var blautt á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi en fólk lét það ekki á sig fá enda hlýtt í veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var boðið upp á víkingabardaga og allskonar fjölbreytt skemmtiatriði áður en Hermann eða hann í hlutverki Flosa kveikti í Bergþórshvoli á táknrænan hátt. Víkingar voru áberandi á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara brenna og sýningaratriði í gærkvöldi, það var líka hressilegur karlakórssöngur í boði, sem gestir kunnu vel að meta. Kæðaburður við hæfi á skemmtun gærkvöldsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Rangárþing ytra Menning Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Dagurinn í gær var stór á hátíðinni en hann byrjaði í hádeginu á bænum Völlum rétt við Hvolsvöll þar sem 99 knapar lögðu af stað ríðandi á hestum sínum í hinni eiginlegu brennureið á Gaddstaðaflatir undir forystu Hermanns Árnasonar, sem var í hlutverki Flosa úr Njálssögu í reiðinni. Hermann fékk líka það hlutverk að kveikja í Bergþórshvoli í gærkvöldi eftir að hópreiðin hafði farið inn á völlinn fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda. „Það var ofsalega gaman á Gaddstaðaflötum og mjög hátíðlegt og svona harmþrungið auðvitað líka. Það var heilmikil brenna, sem var mikið sjónarspil, eldurinn tælir,“ segir Hermann. Hermann Árnason, sem var í stóru hlutverki í gærkvöldi þegar hann kveikti í Bergþórshvoli á Gaddstaðaflötum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut Guðna Ágústssonar, forsvarsmanns hátíðarinnar og Njálufélagsins að setja samkomuna í gærkvöldi. „Ísland farsældar frón og hagsældar hrímhvíta móðir. Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best,“ sagði Guðni meðal annars. Guðni Ágústsson, forsvarsmaður Njáluhátíðarinnar í Rangárþingi og Arthur Björgvin Bollason, Njálusérfræðingur með meiru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kynnir kvöldsins er mikill sérfræðingur og áhugamaður um Brennu Njálssögu. „Ég var nú í fjögur ár umboðsmaður Njálu en Guðni skipaði umboðsmann íslenska hestsins og ég fékk að vera umboðsmaður Njálu, sem var ekki minni virðing,“ segir Arthur Björgvin Bollason Njálusérfræðingur með meiru. Það var blautt á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi en fólk lét það ekki á sig fá enda hlýtt í veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var boðið upp á víkingabardaga og allskonar fjölbreytt skemmtiatriði áður en Hermann eða hann í hlutverki Flosa kveikti í Bergþórshvoli á táknrænan hátt. Víkingar voru áberandi á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara brenna og sýningaratriði í gærkvöldi, það var líka hressilegur karlakórssöngur í boði, sem gestir kunnu vel að meta. Kæðaburður við hæfi á skemmtun gærkvöldsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Menning Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira