Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 25. ágúst 2025 11:00 Patrick Pedersen stígur ekki út á fótboltavöllinn næstu mánuði. Daninn Patrick Pedersen á langt bataferli fyrir höndum í kjölfar hásinarslita í úrslitaleik Vals og Vestra í Mjólkurbikar karla í fótbolta um helgina. Hann fer undir hnífinn á föstudag. Pedersen féll sárþjáður til jarðar þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik í úrslitaleik helgarinnar. Hann leit um öxl og virtist halda að sparkað hefði verið aftan í fótinn á sér en engin snerting átti sér stað. Strax virtist ljóst að um hásinarslit væri að ræða og hefur það fengist staðfest. Hinn 35 ára gamli Pedersen hefur glímt við, en spilað í gegnum, kálfameiðsli í sumar en nú er ljóst að hann spilar ekki meira á leiktíðinni. Margur sá fyrir sér að Pedersen myndi bæta markamet sem Benóný Breki Andrésson setti með KR í fyrra en Pedersen hafði skorað 18 mörk í 19 leikjum í sumar. Markametið er 21 mark. Fyrr í sumar bætti Patrick markamet efstu deildar er hann skákaði Tryggva Guðmundssyni sem markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi. Um var að ræða martraðardag fyrir þann danska sem verður frá í hálft ár hið allra minnsta. Á hinn bóginn átti bróðir hans draumadag, Jeppe Pedersen skoraði sigurmark Vestra með bylmingsskoti og tryggði Vestfirðingum fyrsta bikartitil í sögu félagsins. Vísir hefur fengið tíðindin af meiðslunum staðfest frá fulltrúa Vals og fer Pedersen í aðgerð á föstudaginn kemur áður en langt bataferli tekur við. Gert er ráð fyrir að hann verði frá í sex til átta mánuði. Patrick Pedersen var borinn af velli. vísir / ernir Meiðslin eru mikið áfall fyrir Val í titilbaráttunni og Patrick í raun eini hreinræktaði framherjinn í leikmannahópi liðsins. Tryggvi Hrafn Haraldsson leikur fyrst og fremst sem kantmaður en hefur leyst framherjastöðuna í sumar. Aron Jóhannsson spilaði þá sem fremsti maður síðustu mínúturnar í leik helgarinnar en hann hefur ekki leikið sem framherji um nokkurra ára skeið - en spilaði þó þá stöðu í bæði hollensku og þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sínum tíma. Valur er á toppi Bestu deildar karla með 37 stig eftir 19 leiki, tveimur stigum á undan Víkingi og fimm stigum á undan Breiðabliki sem er með 32 stig í þriðja sæti. Stjarnan er með 31 stig í fjórða sæti og mætir KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Víkingur mætir Vestra annað kvöld í Víkinni en Valur mætir Aftureldingu á Hlíðarenda. Allir þrír leikirnir, sá í Vesturbænum í kvöld og hinir tveir á morgun, verða allir í beinni á rásum Sýnar Sport. Allt það helsta úr úrslitaleik laugardagsins, þar á meðal þegar Patrick meiðist og sigurmark bróður hans Jeppe, má sjá í spilaranum. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Pedersen féll sárþjáður til jarðar þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik í úrslitaleik helgarinnar. Hann leit um öxl og virtist halda að sparkað hefði verið aftan í fótinn á sér en engin snerting átti sér stað. Strax virtist ljóst að um hásinarslit væri að ræða og hefur það fengist staðfest. Hinn 35 ára gamli Pedersen hefur glímt við, en spilað í gegnum, kálfameiðsli í sumar en nú er ljóst að hann spilar ekki meira á leiktíðinni. Margur sá fyrir sér að Pedersen myndi bæta markamet sem Benóný Breki Andrésson setti með KR í fyrra en Pedersen hafði skorað 18 mörk í 19 leikjum í sumar. Markametið er 21 mark. Fyrr í sumar bætti Patrick markamet efstu deildar er hann skákaði Tryggva Guðmundssyni sem markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi. Um var að ræða martraðardag fyrir þann danska sem verður frá í hálft ár hið allra minnsta. Á hinn bóginn átti bróðir hans draumadag, Jeppe Pedersen skoraði sigurmark Vestra með bylmingsskoti og tryggði Vestfirðingum fyrsta bikartitil í sögu félagsins. Vísir hefur fengið tíðindin af meiðslunum staðfest frá fulltrúa Vals og fer Pedersen í aðgerð á föstudaginn kemur áður en langt bataferli tekur við. Gert er ráð fyrir að hann verði frá í sex til átta mánuði. Patrick Pedersen var borinn af velli. vísir / ernir Meiðslin eru mikið áfall fyrir Val í titilbaráttunni og Patrick í raun eini hreinræktaði framherjinn í leikmannahópi liðsins. Tryggvi Hrafn Haraldsson leikur fyrst og fremst sem kantmaður en hefur leyst framherjastöðuna í sumar. Aron Jóhannsson spilaði þá sem fremsti maður síðustu mínúturnar í leik helgarinnar en hann hefur ekki leikið sem framherji um nokkurra ára skeið - en spilaði þó þá stöðu í bæði hollensku og þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sínum tíma. Valur er á toppi Bestu deildar karla með 37 stig eftir 19 leiki, tveimur stigum á undan Víkingi og fimm stigum á undan Breiðabliki sem er með 32 stig í þriðja sæti. Stjarnan er með 31 stig í fjórða sæti og mætir KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Víkingur mætir Vestra annað kvöld í Víkinni en Valur mætir Aftureldingu á Hlíðarenda. Allir þrír leikirnir, sá í Vesturbænum í kvöld og hinir tveir á morgun, verða allir í beinni á rásum Sýnar Sport. Allt það helsta úr úrslitaleik laugardagsins, þar á meðal þegar Patrick meiðist og sigurmark bróður hans Jeppe, má sjá í spilaranum.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn