Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2025 22:03 Davíð Smári Lamude heldur hér ræðuna sína og strákarnir hans standa fyrir aftan með bikarinn. Hafþór Gunnarsson Vestramenn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Val á Laugardalsvellinum á föstudaginn og það var afar vel tekið á móti þeim þegar þeir mættu með bikarinn heim á Ísafjörð. Vestri varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 1-0 sigurinn gegn Val, þar sem Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins með stórkostlegu langskoti. Bæjarbúar fjölmenntu á Silfurtorgið í miðbænum þar sem haldin var sérstök móttaka fyrir hetjurnar. Klippa: Vestrafólk fagnar á Silfurtorginu Vestri hafði komið mörgum á óvart með því að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn en þar mættu Djúpmenn aftur á móti toppliði Bestu deildar karla. Vestri var því litla liðið en eins og oft áður undir stjórn kappmikla þjálfar síns Davíðs Smára Lamude þá spilaði liðið mjög skipulagðan leik, barðist fyrir öllum boltum allar níutíu mínúturnar og nýtti svo tækifærið þegar það gafst. Davíð Smári hélt ræðu á Silfurtorginu. „Að finna stuðninginn í aðdraganda leiksins og þegar maður mætti á leikstað. Sjá bara öll þessi andlit. Við vorum bara miklu stærra lið heldur en Valur í öllum aðdraganda og í öllum undirbúningi leiksins,“ sagði Davíð Smári Lamude í ræðu sinni og fékk mikið klapp. „Það er eitthvað sem er bara ógleymanlegt,“ sagði Davíð en hann og strákarnir, sungu, dönsuðu og fögnuðu á sviðinu fyrir framan stuðningsfólk sitt sem fjölmennti ekki aðeins á leikinn heldur einnig á þessa litlu bæjarhátíð. Það má sjá þessa ógleymanlegu stund í sögu Vestra hér fyrir ofan. Vestri Ísafjarðarbær Mjólkurbikar karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Vestri varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 1-0 sigurinn gegn Val, þar sem Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins með stórkostlegu langskoti. Bæjarbúar fjölmenntu á Silfurtorgið í miðbænum þar sem haldin var sérstök móttaka fyrir hetjurnar. Klippa: Vestrafólk fagnar á Silfurtorginu Vestri hafði komið mörgum á óvart með því að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn en þar mættu Djúpmenn aftur á móti toppliði Bestu deildar karla. Vestri var því litla liðið en eins og oft áður undir stjórn kappmikla þjálfar síns Davíðs Smára Lamude þá spilaði liðið mjög skipulagðan leik, barðist fyrir öllum boltum allar níutíu mínúturnar og nýtti svo tækifærið þegar það gafst. Davíð Smári hélt ræðu á Silfurtorginu. „Að finna stuðninginn í aðdraganda leiksins og þegar maður mætti á leikstað. Sjá bara öll þessi andlit. Við vorum bara miklu stærra lið heldur en Valur í öllum aðdraganda og í öllum undirbúningi leiksins,“ sagði Davíð Smári Lamude í ræðu sinni og fékk mikið klapp. „Það er eitthvað sem er bara ógleymanlegt,“ sagði Davíð en hann og strákarnir, sungu, dönsuðu og fögnuðu á sviðinu fyrir framan stuðningsfólk sitt sem fjölmennti ekki aðeins á leikinn heldur einnig á þessa litlu bæjarhátíð. Það má sjá þessa ógleymanlegu stund í sögu Vestra hér fyrir ofan.
Vestri Ísafjarðarbær Mjólkurbikar karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira