Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2025 19:17 Blóðug myndavél Mariam Dagga blaðakonu. Hún lést í sprengingunni. AP Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. Samkvæmt umfjöllun Reuters og Guardian hafnaði fyrsta sprengjan á þaki einnar álmu Nasser-sjúkrahússins. Hussam al-Masri, blaðamaður sem unnið hefur fyrir Reuters lést í sprengingunni. Eftir sprenginguna þyrptust blaðamenn og björgunarmenn að hinum særðu til bjargar en þá var annarri sprengju varpað um fimmtán mínútum síðar. Björgunarsveitarmenn í skærum vestum Jórdanski fréttamiðillinn Al-Ghad var með beint streymi af vettvangi í kjölfar fyrri sprengingarinnar og í upptöku sem þeir hafa birt af því þegar seinni sprengjan sprakk sést hvernig björgunarsveitarmenn í skærum, appelsínugulum vestum leita að særðum inni í talsvert skemmdri spítalaálmunni þegar sprengjan sprakk. Af myndbandinu að dæma er ólíklegt að þeir hafi haft það af. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt árásina. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, sagði sér hrylla við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ekki vera ánægður með hana og Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði árásina óbærilega. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagðist harma „óhappið átakanlega.“ Langt frá því að vera einsdæmi Það liggur hins vegar fyrir að Ísraelsher veigri því ekki fyrir sér að gera blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn að skotmörkum loftárása, þrátt fyrir að það séu stríðsglæpir. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á sjúkrahús og hafa borið við að Hamasliðar noti þá sem bækistöðvar. Þá hafa þeir einnig ítrekað gerst uppvísir að því að drepa blaðamenn vísvitandi, fullyrða að þeir hafi verið virkir vígamenn en fært engin haldbær rök fyrir því. Fyrr í mánuðinum gerðu Ísraelar til að mynda loftárás á tjaldbúðir blaðamanna sem stóðu við inngang annars sjúkrahúss. Þar voru fimm blaðamenn drepnir. Einn þeirra sagði Ísraelsher vera Hamasliða án sannanna og færðu engin rök fyrir aðild hinna blaðamannanna hvorki að Hamas né öðrum sambærilegum samtökum. Í árásunum í dag létust Hussam al-Masri, starfsmaður Reuters, Mariam Abu Dagga sem vann fyrir Associated Press, Mohammed Salam, blaðamaður Al Jazeera, Moaz Abu Taha ljósmyndari og Ahmad Abu Aziz sem starfaði fyrir Quds Feed. Hatem Khaled, annar blaðamaður Reuters, særðist í sprengingunni. Þau bætast við hóp 193 palestínskra blaðamanna hið minnsta sem Ísraelsher hefur drepið frá 7. október 2023. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Reuters og Guardian hafnaði fyrsta sprengjan á þaki einnar álmu Nasser-sjúkrahússins. Hussam al-Masri, blaðamaður sem unnið hefur fyrir Reuters lést í sprengingunni. Eftir sprenginguna þyrptust blaðamenn og björgunarmenn að hinum særðu til bjargar en þá var annarri sprengju varpað um fimmtán mínútum síðar. Björgunarsveitarmenn í skærum vestum Jórdanski fréttamiðillinn Al-Ghad var með beint streymi af vettvangi í kjölfar fyrri sprengingarinnar og í upptöku sem þeir hafa birt af því þegar seinni sprengjan sprakk sést hvernig björgunarsveitarmenn í skærum, appelsínugulum vestum leita að særðum inni í talsvert skemmdri spítalaálmunni þegar sprengjan sprakk. Af myndbandinu að dæma er ólíklegt að þeir hafi haft það af. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt árásina. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, sagði sér hrylla við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ekki vera ánægður með hana og Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði árásina óbærilega. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagðist harma „óhappið átakanlega.“ Langt frá því að vera einsdæmi Það liggur hins vegar fyrir að Ísraelsher veigri því ekki fyrir sér að gera blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn að skotmörkum loftárása, þrátt fyrir að það séu stríðsglæpir. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á sjúkrahús og hafa borið við að Hamasliðar noti þá sem bækistöðvar. Þá hafa þeir einnig ítrekað gerst uppvísir að því að drepa blaðamenn vísvitandi, fullyrða að þeir hafi verið virkir vígamenn en fært engin haldbær rök fyrir því. Fyrr í mánuðinum gerðu Ísraelar til að mynda loftárás á tjaldbúðir blaðamanna sem stóðu við inngang annars sjúkrahúss. Þar voru fimm blaðamenn drepnir. Einn þeirra sagði Ísraelsher vera Hamasliða án sannanna og færðu engin rök fyrir aðild hinna blaðamannanna hvorki að Hamas né öðrum sambærilegum samtökum. Í árásunum í dag létust Hussam al-Masri, starfsmaður Reuters, Mariam Abu Dagga sem vann fyrir Associated Press, Mohammed Salam, blaðamaður Al Jazeera, Moaz Abu Taha ljósmyndari og Ahmad Abu Aziz sem starfaði fyrir Quds Feed. Hatem Khaled, annar blaðamaður Reuters, særðist í sprengingunni. Þau bætast við hóp 193 palestínskra blaðamanna hið minnsta sem Ísraelsher hefur drepið frá 7. október 2023.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira