Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2025 10:33 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Það sýna nýjar niðurstöður borgarvita Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Píratar bæta við sig fylgi í borgarstjórn miðað við fylgi sem var í júní á þessu ári. Kosningar til sveitarstjórnar fara fram næsta vor. Meirihluti Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins, Pírata og Vinstri grænna er samkvæmt þessum tölum með 46,8 prósent fylgisins og því ekki með meirihluta þess. Í júní, í síðustu mælingu Maskínu, var Samfylkingin stærst með 29,4 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn stærstur samkvæmt könnun Maskínu og er með 29,2 prósenta fylgi. Samfylkingin missir á sama tíma fylgi og mælist nú með 25 prósenta fylgi. Viðreisn bætir við sig um tveimur prósentum og er núna í 14,4 prósenta fylgi og Píratar bæta einnig við sig og fara úr 5,8 prósent í júní í 7,4 prósent. Fylgi flokka í borginni. Á myndinni má sjá síðustu fjórar mælingar Maskínu. Maskína Sósíalistaflokkurinn missir um prósentustig miðað við það sem var í júní og mælist nú aðeins með 5,2 prósenta fylgi og Vinstri græn missa sömuleiðis fylgi og mælast nú með 4,6 prósenta fylgi en voru með 5,7 í júní. Fylgi Framsóknar er enn lágt og er í 3,3 prósentum. Miðflokkurinn mælist með sex prósenta fylgi í Reykjavík og Flokkur fólksins með 4,6 prósent. Fylgi þeirra hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu könnunin. Fylgið á hreyfinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar hefur verið á nokkurri hreyfingu síðasta árið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins náði hámarki í apríl á þessu ári þegar það mældist hjá Maskínu 31,8 prósent en Samfylkingarinnar náði hámarki í júní þegar það var 29,4 prósent. Flokkarnir virðast svo alveg hafa skipt um sæti í nýjustu könnunni. Þróun frá síðustu kosningum í könnun Maskínu. Maskína Ef litið er til aldurs, kyns og búsetu má sjá að nokkuð fleiri karlar sjá fyrir sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en konur og að fylgi flokksins er mest hjá þeim sem eru á sextugsaldri. Þá má einnig sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir töluvert meira af sínu fylgi til kjósenda sem búa austan Elliðaár og eru í hæsta tekjuflokki með 1,6 milljón eða meira í laun. Fylgi Samfylkingar er nokkuð svipað sama hvert er litið en þó mest hjá þeim sem eru 60 ára og eldri og töluvert meira í vesturhluta borgarinnar en austurhluta hennar. Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Meirihluti Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins, Pírata og Vinstri grænna er samkvæmt þessum tölum með 46,8 prósent fylgisins og því ekki með meirihluta þess. Í júní, í síðustu mælingu Maskínu, var Samfylkingin stærst með 29,4 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn stærstur samkvæmt könnun Maskínu og er með 29,2 prósenta fylgi. Samfylkingin missir á sama tíma fylgi og mælist nú með 25 prósenta fylgi. Viðreisn bætir við sig um tveimur prósentum og er núna í 14,4 prósenta fylgi og Píratar bæta einnig við sig og fara úr 5,8 prósent í júní í 7,4 prósent. Fylgi flokka í borginni. Á myndinni má sjá síðustu fjórar mælingar Maskínu. Maskína Sósíalistaflokkurinn missir um prósentustig miðað við það sem var í júní og mælist nú aðeins með 5,2 prósenta fylgi og Vinstri græn missa sömuleiðis fylgi og mælast nú með 4,6 prósenta fylgi en voru með 5,7 í júní. Fylgi Framsóknar er enn lágt og er í 3,3 prósentum. Miðflokkurinn mælist með sex prósenta fylgi í Reykjavík og Flokkur fólksins með 4,6 prósent. Fylgi þeirra hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu könnunin. Fylgið á hreyfinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar hefur verið á nokkurri hreyfingu síðasta árið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins náði hámarki í apríl á þessu ári þegar það mældist hjá Maskínu 31,8 prósent en Samfylkingarinnar náði hámarki í júní þegar það var 29,4 prósent. Flokkarnir virðast svo alveg hafa skipt um sæti í nýjustu könnunni. Þróun frá síðustu kosningum í könnun Maskínu. Maskína Ef litið er til aldurs, kyns og búsetu má sjá að nokkuð fleiri karlar sjá fyrir sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en konur og að fylgi flokksins er mest hjá þeim sem eru á sextugsaldri. Þá má einnig sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir töluvert meira af sínu fylgi til kjósenda sem búa austan Elliðaár og eru í hæsta tekjuflokki með 1,6 milljón eða meira í laun. Fylgi Samfylkingar er nokkuð svipað sama hvert er litið en þó mest hjá þeim sem eru 60 ára og eldri og töluvert meira í vesturhluta borgarinnar en austurhluta hennar.
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels