Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2025 13:45 Patrekur Jaime ræddi um edrúmennskuna, æskuna og Hinsegin daga á Rás 2 um helgina. Patrekur Jaime hefur verið edrú í um tvö ár eftir að hafa séð sjálfan sig drukkinn í sjónvarpsþáttunum Æði. Hann styður Gleðigönguna en segir hana ekki vera vettvang fyrir sig og honum hafi liðið eins og í dýragarði í eina skiptið sem hann tók þátt í henni. Patrekur Jaime Plaza, raunveruleikastjarna og áhrifavaldur, var gestur Söndru Barilli og Gísla Marteins Baldurssonar í Morgunkaffinu á Rás 2 um helgina þar sem hann fór yfir vinsældirnar í kjölfar þáttanna Æðis, æskuna, edrúmennskuna og hinseginleikann. Patrekur vinnur í dag á Hrafnistu, er einhleypur og í fjarnámi og segist vera að íhuga næstu skref á ferlinum. „Ég hef verið á fundum hér og þar með næstu verkefni og þarf að ákveða hvað ég vil gera. Ég er búinn að vera svolítið að finna mig aftur, þetta var svolítið mikið,“ sagði hann í Morgunkaffinu. „Ég var smá kreisí þannig að fólk var ekki endilega að bögga mig“ Patrekur og Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, eru æskuvinir frá Akureyri og skutust upp á stjörnuhiminninn eftirÆði. Þeir eru báðir af erlendu bergi brotnir, Binni er ættaður frá Filippseyjum en Patrekur frá Chile og fundu fyrir því að þeir skæru sig úr á unglingsaldri. Binni Glee og Patrekur Jaime eru æskuvinir.Hulda Margrét/Vísir „Þetta kom hægt og rólega, maður byrjaði að nota brúnkukrem og fór svo að nota BB krem. Allt í einu var maður með hárlengingar, varafyllingar og í hælum,“ sagði Patrekur í Morgunkaffinu. „Ég skrópaði alltaf í sundi en var inni á fatlaðraklósetti að horfa á Geordie Shore og nota brúnkuklúta. Ég er ósyndur á grunnskólaprófi, var alltaf flekkóttur því brúnkuklútar eru ógeð og kostuðu 200 krónur í Bónus.“ Þrátt fyrir að hafa verið öðruvísi segist Patrekur ekki hafa orðið fyrir aðkasti, hann hafi fundið fyrir virðingu frá jafnöldrum sínum vegna þess hve uppátækjasamur hann var. „Mér fannst tíundi bekkur geggjaður, ég átti fullt af vinum. Ég var smá kreisí þannig að fólk var ekki endilega að bögga mig, þetta var bara: ,vá, hvað hann er fyndinn'.“ „Ég þarf að hætta að drekka“ Patrekur segist oft hafa furðað sig á eigin hegðun í Æði-þáttunum en hann standi samt með sjálfum sér, upplifi sig öruggan í eigin skinni og sé sama hvað öðrum finnst. Hann hafi hins vegar ákveðið að hætta að drekka áfengi eftir að séð sjálfan sig drukkinn á skjánum. „Eftir seríu fimm var ég bara, þetta er komið fínt. Ég sá þetta áður en það kom út og ég bara: ,Ég þarf að hætta að drekka',“ sagði Patrekur í Morgunkaffinu. Hann hafi verið allsgáður í um tvö ár og skemmti sér alveg jafn vel, fari á djammið, klúbbinn og Þjóðhátið edrú. Hann vakni alltaf í góðu skapi og skemmti sér konunglega. Gunnar Skírnir, Sæmundur, Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj urðu allir stjörnur þökk sé Æði.Hulda Margrét/Vísir „Ég styð þetta geðveikt mikið en tengi ekki við þetta“ Þó Patrekur sé samkynhneigður og styðji Hinsegin daga segir hann Gleðigönguna ekki vera vettvang fyrir sig. „Það er eini dagurinn á árinu sem mér finnst ég vera freak,“ sagði hann um Gleðigönguna. „Ég hef einu sinni verið í Gleðigöngunni og ég hugsaði, mér finnst eins og ég sé í dýragarði. Að fólk sé svona ‚vúúúúú' eins og ég sé ljón og þau að biðja mig að gera trikk.“ Patrekur tekur fram að hann styðji baráttuna þó að gangan sé ekki fyrir sig. „Á þessum degi fer ég í handsnyrtingu og nudd og út að borða. Ég styð þetta geðveikt mikið en tengi ekki við þetta,“ sagði hann í Morgunkaffinu. Patrekur segist finna til með hinsegin fólki sem verður fyrir aðkasti og segist vera lánsamur að geta ekki sett sig í þeirra spor. „Ég næ ekki fullri tengingu. Fólk fær meira sjokk að sjá mig í jogging-gallanum ómálaðan úti í búð en í kjól og pinnahælum,“ sagði hann um upplifun sína af fordómum í garð hinsegin fólks. Æði Hinsegin Ríkisútvarpið Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. 18. nóvember 2024 10:28 Patrekur Jaime mættur aftur á markaðinn Glæsilega raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime, sem vakti mikla athygli fyrir raunveruleikaseríuna Æði, er einhleypur. Hann staðfestir þetta í samtali við Vísi. 21. ágúst 2024 13:18 Bassi Maraj og Patrekur í svínslegu stuði Veitingastaðurinn Sæta svínið fagnaði átta ára afmæli sínu miðvikudaginn 10. apríl þar sem tónlist, glimmer, sirkus og svínslegt stuð setti sterkan svip á viðburðinn. Fjöldi gesta mætti og samfögnuðu tímamótunum. 17. apríl 2024 09:00 Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Patrekur Jaime Plaza, raunveruleikastjarna og áhrifavaldur, var gestur Söndru Barilli og Gísla Marteins Baldurssonar í Morgunkaffinu á Rás 2 um helgina þar sem hann fór yfir vinsældirnar í kjölfar þáttanna Æðis, æskuna, edrúmennskuna og hinseginleikann. Patrekur vinnur í dag á Hrafnistu, er einhleypur og í fjarnámi og segist vera að íhuga næstu skref á ferlinum. „Ég hef verið á fundum hér og þar með næstu verkefni og þarf að ákveða hvað ég vil gera. Ég er búinn að vera svolítið að finna mig aftur, þetta var svolítið mikið,“ sagði hann í Morgunkaffinu. „Ég var smá kreisí þannig að fólk var ekki endilega að bögga mig“ Patrekur og Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, eru æskuvinir frá Akureyri og skutust upp á stjörnuhiminninn eftirÆði. Þeir eru báðir af erlendu bergi brotnir, Binni er ættaður frá Filippseyjum en Patrekur frá Chile og fundu fyrir því að þeir skæru sig úr á unglingsaldri. Binni Glee og Patrekur Jaime eru æskuvinir.Hulda Margrét/Vísir „Þetta kom hægt og rólega, maður byrjaði að nota brúnkukrem og fór svo að nota BB krem. Allt í einu var maður með hárlengingar, varafyllingar og í hælum,“ sagði Patrekur í Morgunkaffinu. „Ég skrópaði alltaf í sundi en var inni á fatlaðraklósetti að horfa á Geordie Shore og nota brúnkuklúta. Ég er ósyndur á grunnskólaprófi, var alltaf flekkóttur því brúnkuklútar eru ógeð og kostuðu 200 krónur í Bónus.“ Þrátt fyrir að hafa verið öðruvísi segist Patrekur ekki hafa orðið fyrir aðkasti, hann hafi fundið fyrir virðingu frá jafnöldrum sínum vegna þess hve uppátækjasamur hann var. „Mér fannst tíundi bekkur geggjaður, ég átti fullt af vinum. Ég var smá kreisí þannig að fólk var ekki endilega að bögga mig, þetta var bara: ,vá, hvað hann er fyndinn'.“ „Ég þarf að hætta að drekka“ Patrekur segist oft hafa furðað sig á eigin hegðun í Æði-þáttunum en hann standi samt með sjálfum sér, upplifi sig öruggan í eigin skinni og sé sama hvað öðrum finnst. Hann hafi hins vegar ákveðið að hætta að drekka áfengi eftir að séð sjálfan sig drukkinn á skjánum. „Eftir seríu fimm var ég bara, þetta er komið fínt. Ég sá þetta áður en það kom út og ég bara: ,Ég þarf að hætta að drekka',“ sagði Patrekur í Morgunkaffinu. Hann hafi verið allsgáður í um tvö ár og skemmti sér alveg jafn vel, fari á djammið, klúbbinn og Þjóðhátið edrú. Hann vakni alltaf í góðu skapi og skemmti sér konunglega. Gunnar Skírnir, Sæmundur, Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj urðu allir stjörnur þökk sé Æði.Hulda Margrét/Vísir „Ég styð þetta geðveikt mikið en tengi ekki við þetta“ Þó Patrekur sé samkynhneigður og styðji Hinsegin daga segir hann Gleðigönguna ekki vera vettvang fyrir sig. „Það er eini dagurinn á árinu sem mér finnst ég vera freak,“ sagði hann um Gleðigönguna. „Ég hef einu sinni verið í Gleðigöngunni og ég hugsaði, mér finnst eins og ég sé í dýragarði. Að fólk sé svona ‚vúúúúú' eins og ég sé ljón og þau að biðja mig að gera trikk.“ Patrekur tekur fram að hann styðji baráttuna þó að gangan sé ekki fyrir sig. „Á þessum degi fer ég í handsnyrtingu og nudd og út að borða. Ég styð þetta geðveikt mikið en tengi ekki við þetta,“ sagði hann í Morgunkaffinu. Patrekur segist finna til með hinsegin fólki sem verður fyrir aðkasti og segist vera lánsamur að geta ekki sett sig í þeirra spor. „Ég næ ekki fullri tengingu. Fólk fær meira sjokk að sjá mig í jogging-gallanum ómálaðan úti í búð en í kjól og pinnahælum,“ sagði hann um upplifun sína af fordómum í garð hinsegin fólks.
Æði Hinsegin Ríkisútvarpið Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. 18. nóvember 2024 10:28 Patrekur Jaime mættur aftur á markaðinn Glæsilega raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime, sem vakti mikla athygli fyrir raunveruleikaseríuna Æði, er einhleypur. Hann staðfestir þetta í samtali við Vísi. 21. ágúst 2024 13:18 Bassi Maraj og Patrekur í svínslegu stuði Veitingastaðurinn Sæta svínið fagnaði átta ára afmæli sínu miðvikudaginn 10. apríl þar sem tónlist, glimmer, sirkus og svínslegt stuð setti sterkan svip á viðburðinn. Fjöldi gesta mætti og samfögnuðu tímamótunum. 17. apríl 2024 09:00 Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. 18. nóvember 2024 10:28
Patrekur Jaime mættur aftur á markaðinn Glæsilega raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime, sem vakti mikla athygli fyrir raunveruleikaseríuna Æði, er einhleypur. Hann staðfestir þetta í samtali við Vísi. 21. ágúst 2024 13:18
Bassi Maraj og Patrekur í svínslegu stuði Veitingastaðurinn Sæta svínið fagnaði átta ára afmæli sínu miðvikudaginn 10. apríl þar sem tónlist, glimmer, sirkus og svínslegt stuð setti sterkan svip á viðburðinn. Fjöldi gesta mætti og samfögnuðu tímamótunum. 17. apríl 2024 09:00