Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2025 13:45 Patrekur Jaime ræddi um edrúmennskuna, æskuna og Hinsegin daga á Rás 2 um helgina. Patrekur Jaime hefur verið edrú í um tvö ár eftir að hafa séð sjálfan sig drukkinn í sjónvarpsþáttunum Æði. Hann styður Gleðigönguna en segir hana ekki vera vettvang fyrir sig og honum hafi liðið eins og í dýragarði í eina skiptið sem hann tók þátt í henni. Patrekur Jaime Plaza, raunveruleikastjarna og áhrifavaldur, var gestur Söndru Barilli og Gísla Marteins Baldurssonar í Morgunkaffinu á Rás 2 um helgina þar sem hann fór yfir vinsældirnar í kjölfar þáttanna Æðis, æskuna, edrúmennskuna og hinseginleikann. Patrekur vinnur í dag á Hrafnistu, er einhleypur og í fjarnámi og segist vera að íhuga næstu skref á ferlinum. „Ég hef verið á fundum hér og þar með næstu verkefni og þarf að ákveða hvað ég vil gera. Ég er búinn að vera svolítið að finna mig aftur, þetta var svolítið mikið,“ sagði hann í Morgunkaffinu. „Ég var smá kreisí þannig að fólk var ekki endilega að bögga mig“ Patrekur og Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, eru æskuvinir frá Akureyri og skutust upp á stjörnuhiminninn eftirÆði. Þeir eru báðir af erlendu bergi brotnir, Binni er ættaður frá Filippseyjum en Patrekur frá Chile og fundu fyrir því að þeir skæru sig úr á unglingsaldri. Binni Glee og Patrekur Jaime eru æskuvinir.Hulda Margrét/Vísir „Þetta kom hægt og rólega, maður byrjaði að nota brúnkukrem og fór svo að nota BB krem. Allt í einu var maður með hárlengingar, varafyllingar og í hælum,“ sagði Patrekur í Morgunkaffinu. „Ég skrópaði alltaf í sundi en var inni á fatlaðraklósetti að horfa á Geordie Shore og nota brúnkuklúta. Ég er ósyndur á grunnskólaprófi, var alltaf flekkóttur því brúnkuklútar eru ógeð og kostuðu 200 krónur í Bónus.“ Þrátt fyrir að hafa verið öðruvísi segist Patrekur ekki hafa orðið fyrir aðkasti, hann hafi fundið fyrir virðingu frá jafnöldrum sínum vegna þess hve uppátækjasamur hann var. „Mér fannst tíundi bekkur geggjaður, ég átti fullt af vinum. Ég var smá kreisí þannig að fólk var ekki endilega að bögga mig, þetta var bara: ,vá, hvað hann er fyndinn'.“ „Ég þarf að hætta að drekka“ Patrekur segist oft hafa furðað sig á eigin hegðun í Æði-þáttunum en hann standi samt með sjálfum sér, upplifi sig öruggan í eigin skinni og sé sama hvað öðrum finnst. Hann hafi hins vegar ákveðið að hætta að drekka áfengi eftir að séð sjálfan sig drukkinn á skjánum. „Eftir seríu fimm var ég bara, þetta er komið fínt. Ég sá þetta áður en það kom út og ég bara: ,Ég þarf að hætta að drekka',“ sagði Patrekur í Morgunkaffinu. Hann hafi verið allsgáður í um tvö ár og skemmti sér alveg jafn vel, fari á djammið, klúbbinn og Þjóðhátið edrú. Hann vakni alltaf í góðu skapi og skemmti sér konunglega. Gunnar Skírnir, Sæmundur, Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj urðu allir stjörnur þökk sé Æði.Hulda Margrét/Vísir „Ég styð þetta geðveikt mikið en tengi ekki við þetta“ Þó Patrekur sé samkynhneigður og styðji Hinsegin daga segir hann Gleðigönguna ekki vera vettvang fyrir sig. „Það er eini dagurinn á árinu sem mér finnst ég vera freak,“ sagði hann um Gleðigönguna. „Ég hef einu sinni verið í Gleðigöngunni og ég hugsaði, mér finnst eins og ég sé í dýragarði. Að fólk sé svona ‚vúúúúú' eins og ég sé ljón og þau að biðja mig að gera trikk.“ Patrekur tekur fram að hann styðji baráttuna þó að gangan sé ekki fyrir sig. „Á þessum degi fer ég í handsnyrtingu og nudd og út að borða. Ég styð þetta geðveikt mikið en tengi ekki við þetta,“ sagði hann í Morgunkaffinu. Patrekur segist finna til með hinsegin fólki sem verður fyrir aðkasti og segist vera lánsamur að geta ekki sett sig í þeirra spor. „Ég næ ekki fullri tengingu. Fólk fær meira sjokk að sjá mig í jogging-gallanum ómálaðan úti í búð en í kjól og pinnahælum,“ sagði hann um upplifun sína af fordómum í garð hinsegin fólks. Æði Hinsegin Ríkisútvarpið Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. 18. nóvember 2024 10:28 Patrekur Jaime mættur aftur á markaðinn Glæsilega raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime, sem vakti mikla athygli fyrir raunveruleikaseríuna Æði, er einhleypur. Hann staðfestir þetta í samtali við Vísi. 21. ágúst 2024 13:18 Bassi Maraj og Patrekur í svínslegu stuði Veitingastaðurinn Sæta svínið fagnaði átta ára afmæli sínu miðvikudaginn 10. apríl þar sem tónlist, glimmer, sirkus og svínslegt stuð setti sterkan svip á viðburðinn. Fjöldi gesta mætti og samfögnuðu tímamótunum. 17. apríl 2024 09:00 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Patrekur Jaime Plaza, raunveruleikastjarna og áhrifavaldur, var gestur Söndru Barilli og Gísla Marteins Baldurssonar í Morgunkaffinu á Rás 2 um helgina þar sem hann fór yfir vinsældirnar í kjölfar þáttanna Æðis, æskuna, edrúmennskuna og hinseginleikann. Patrekur vinnur í dag á Hrafnistu, er einhleypur og í fjarnámi og segist vera að íhuga næstu skref á ferlinum. „Ég hef verið á fundum hér og þar með næstu verkefni og þarf að ákveða hvað ég vil gera. Ég er búinn að vera svolítið að finna mig aftur, þetta var svolítið mikið,“ sagði hann í Morgunkaffinu. „Ég var smá kreisí þannig að fólk var ekki endilega að bögga mig“ Patrekur og Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, eru æskuvinir frá Akureyri og skutust upp á stjörnuhiminninn eftirÆði. Þeir eru báðir af erlendu bergi brotnir, Binni er ættaður frá Filippseyjum en Patrekur frá Chile og fundu fyrir því að þeir skæru sig úr á unglingsaldri. Binni Glee og Patrekur Jaime eru æskuvinir.Hulda Margrét/Vísir „Þetta kom hægt og rólega, maður byrjaði að nota brúnkukrem og fór svo að nota BB krem. Allt í einu var maður með hárlengingar, varafyllingar og í hælum,“ sagði Patrekur í Morgunkaffinu. „Ég skrópaði alltaf í sundi en var inni á fatlaðraklósetti að horfa á Geordie Shore og nota brúnkuklúta. Ég er ósyndur á grunnskólaprófi, var alltaf flekkóttur því brúnkuklútar eru ógeð og kostuðu 200 krónur í Bónus.“ Þrátt fyrir að hafa verið öðruvísi segist Patrekur ekki hafa orðið fyrir aðkasti, hann hafi fundið fyrir virðingu frá jafnöldrum sínum vegna þess hve uppátækjasamur hann var. „Mér fannst tíundi bekkur geggjaður, ég átti fullt af vinum. Ég var smá kreisí þannig að fólk var ekki endilega að bögga mig, þetta var bara: ,vá, hvað hann er fyndinn'.“ „Ég þarf að hætta að drekka“ Patrekur segist oft hafa furðað sig á eigin hegðun í Æði-þáttunum en hann standi samt með sjálfum sér, upplifi sig öruggan í eigin skinni og sé sama hvað öðrum finnst. Hann hafi hins vegar ákveðið að hætta að drekka áfengi eftir að séð sjálfan sig drukkinn á skjánum. „Eftir seríu fimm var ég bara, þetta er komið fínt. Ég sá þetta áður en það kom út og ég bara: ,Ég þarf að hætta að drekka',“ sagði Patrekur í Morgunkaffinu. Hann hafi verið allsgáður í um tvö ár og skemmti sér alveg jafn vel, fari á djammið, klúbbinn og Þjóðhátið edrú. Hann vakni alltaf í góðu skapi og skemmti sér konunglega. Gunnar Skírnir, Sæmundur, Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj urðu allir stjörnur þökk sé Æði.Hulda Margrét/Vísir „Ég styð þetta geðveikt mikið en tengi ekki við þetta“ Þó Patrekur sé samkynhneigður og styðji Hinsegin daga segir hann Gleðigönguna ekki vera vettvang fyrir sig. „Það er eini dagurinn á árinu sem mér finnst ég vera freak,“ sagði hann um Gleðigönguna. „Ég hef einu sinni verið í Gleðigöngunni og ég hugsaði, mér finnst eins og ég sé í dýragarði. Að fólk sé svona ‚vúúúúú' eins og ég sé ljón og þau að biðja mig að gera trikk.“ Patrekur tekur fram að hann styðji baráttuna þó að gangan sé ekki fyrir sig. „Á þessum degi fer ég í handsnyrtingu og nudd og út að borða. Ég styð þetta geðveikt mikið en tengi ekki við þetta,“ sagði hann í Morgunkaffinu. Patrekur segist finna til með hinsegin fólki sem verður fyrir aðkasti og segist vera lánsamur að geta ekki sett sig í þeirra spor. „Ég næ ekki fullri tengingu. Fólk fær meira sjokk að sjá mig í jogging-gallanum ómálaðan úti í búð en í kjól og pinnahælum,“ sagði hann um upplifun sína af fordómum í garð hinsegin fólks.
Æði Hinsegin Ríkisútvarpið Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. 18. nóvember 2024 10:28 Patrekur Jaime mættur aftur á markaðinn Glæsilega raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime, sem vakti mikla athygli fyrir raunveruleikaseríuna Æði, er einhleypur. Hann staðfestir þetta í samtali við Vísi. 21. ágúst 2024 13:18 Bassi Maraj og Patrekur í svínslegu stuði Veitingastaðurinn Sæta svínið fagnaði átta ára afmæli sínu miðvikudaginn 10. apríl þar sem tónlist, glimmer, sirkus og svínslegt stuð setti sterkan svip á viðburðinn. Fjöldi gesta mætti og samfögnuðu tímamótunum. 17. apríl 2024 09:00 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. 18. nóvember 2024 10:28
Patrekur Jaime mættur aftur á markaðinn Glæsilega raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime, sem vakti mikla athygli fyrir raunveruleikaseríuna Æði, er einhleypur. Hann staðfestir þetta í samtali við Vísi. 21. ágúst 2024 13:18
Bassi Maraj og Patrekur í svínslegu stuði Veitingastaðurinn Sæta svínið fagnaði átta ára afmæli sínu miðvikudaginn 10. apríl þar sem tónlist, glimmer, sirkus og svínslegt stuð setti sterkan svip á viðburðinn. Fjöldi gesta mætti og samfögnuðu tímamótunum. 17. apríl 2024 09:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“