Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 14:02 María Sjöfn Árnadóttir lagði ríkið í morgun. Hún er í dag starfsmaður hjá lögreglunni. Sýn María Sjöfn Árnadóttir sem vann mál gagnvart íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun segir dóminn persónulega viðurkenningu fyrir sig og fordæmisgefandi innan Evrópu. Hún segist hafa orðið fyrir ríkisofbeldi ofan á allt annað en vinnur nú hjá lögreglunni þökk sé afsökunarbeiðni frá ríkislögreglustjóra. Dómar voru kveðnir upp í Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun í tveimur málum gagnvart íslenska ríkinu. Dómstóllinn sýknaði íslenska ríkið í öðru þeirra en í hinu var ríkið dæmt brotlegt gagnvart Maríu Sjöfn Árnadóttur. Niðurstaðan var sú að lögregla hefði getað komið í veg fyrir að mál hennar fyrndust en árið 2017 kærði María Sjöfn fyrrverandi kærasta sinn fyrir brot í nánu sambandi. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er að brotið hafi verið gegn rétti Maríu Sjafnar til friðhelgis einkalífs og heimilis. María Sjöfn segir niðurstöðu málsins vera fordæmisgefandi og eiga eftir að hafa áhrif á málshraða innan Evrópu. „Í fyrsta lagi er það Stígamótum og lögfræðingum þeirra að þakka að þessi dómur er kominn í dag. Þeir studdu mig til að fara með málið út,“ sagði María Sjöfn þegar fréttastofa náði tali af henni en hún er stödd á Ítalíu. „Þetta er mjög stór sigur og ekkert samskonar mál frá Íslandi hefur komist svona langt. Það eru fordæmi frá Evrópu en ekkert frá Íslandi af þessum toga.“ Rosalegur dómur en finnur til með hinni konunni Málið hefur haft mikil áhrif á Maríu Sjöfn og tekið langan tíma, fyrst hjá lögreglu og síðan Mannréttindadómstólnum. „Þrátt fyrir að ég hafi unnið þá sit ég ennþá hérna grenjandi. Persónulega fyrir mig er þetta mikil viðurkenning að það var brotið á mér og rétti mínum að fá réttláta málsmeðferð. Fyrir mig er þetta rosalegur dómur og það eru mörg fjöll sem ég hef þurft að kljúfa þessi níu ár,“ en málsmeðferðin fyrir Mannréttindadómstólnum hefur tekið sex ár. „Þetta hangir alltaf yfir manni og maður nær ekki, þrátt fyrir stífa EMDE meðferð hjá sálfræðingi aðeins til að halda mér við, að vinna þig frá svona máli fyrr en því er lokið og nú er því lokið.“ Hún segist ekki enn vera búinn að átta sig á að búið sé að loka þessum kafla málsins. „Ég er ennþá að meðtaka þetta ef ég að að vera hreinskilin. Mér hafa borist hundruð skilaboða sem ég hef ekki náð að svara. Tilfinningarússíbaninn er rosalega hár.“ Hún segist hafa rætt við Drífu Snædal talskonu Stígamóta um framhaldið og segir að til standi að boða til blaðamannafundar þegar hún verður komin heim frá Ítalíu. „Ég er fyrst og fremst meyr og þakklát en á sama tíma þá finn ég svo mikið til með manneskjunni sem tapaði málinu sínu í dag. Þetta eru spor sem engin getur sett sig í nema að hafa gengið þau sjálf.“ Læknar bönnuðu henni að halda áfram í námi Eins og áður segir hefur málið allt haft gríðarleg áhrif á líf Maríu Sjafnar, bæði andlega og líkamlega. Hún þurfti einnig að hætta í meistaranámi sínu í lögfræði. „Ég fékk alvarlegt taugaáfall með öllu sem því fylgir og var sett á kvíða- og þunglyndislyf vegna álagsháþrýstings. Það eru ýmis heilsufarsleg vandamál sem koma þegar taugakerfið róast, þegar áfallastreitan minnkar þá fara líkamlegir kvillar að taka við og það eru rannsóknir sem staðfesta það. Ég hef verið að glíma við blóðtappa vegna sálrænna áfalla. Eins voru að koma nýrnasteinar og fleiri læknisfræðileg vandamál sem líkaminn situr á af því að hann ræður ekki við meira en áfallastreituna.“ Læknar bönnuðu henni einfaldlega að halda áfram í náminu vegna þessara líkamlegu kvilla. Líkaminn ráði ekki við nema ákveðið mikla streitu. „Þetta eyðilagði markmiðin mín því ég ætlaði að vera löngu búin með meistaranámið og vera orðin saksóknari í ofbeldismálum.“ „Það sáu það allir lögfræðingar“ María Sjöfn bætir við að markmið hennar sé fyrst og fremst að vinna sig frá þessu atviki og bíða svo eftir samþykki læknis um að hún geti haldið áfram í námi án þess að það valdi henni líkamlegum vandamálum vegna sálrænnar streitu. „Þetta er svolítið eins og að vera með lífið á „hold“ í níu ár og vera í fósturstellingunni í langan tíma. Ég lokaði mig af í tvö ár og þorði ekki út. Þetta er svo rosalega íþyngjandi staða að vera alltaf með þetta yfir höfðinu á þér. Þú veist að það var brotið á þér en samt einhvern veginn halda þeir áfram að brjóta á þér þó þeir sjái þetta svart á hvítu. Það sáu það allir lögfræðingar sem skoðuðu málið en samt var ég látin ganga í gegnum þetta, dregin til Mannréttindadómstólsins í staðinn fyrir að viðurkenna að það var brotið á mér.“ Fékk loks gögnin og sá þá ástæðu fyrir niðurfellingu María Sjöfn er mjög sár yfir meðferðinni sem málið hlaut hjá lögreglu á sínum tíma og er afar gagnrýnin á bæði lögreglu og íslenska ríkið. „Mér var synjað um gögnin um niðurfellingu máls sem ég átti lagalegan rétt á að fá. Ég kærði til ríkissaksóknara innan þessara þrjátíu daga sem ég hafði án þess að hafa fengið gögn í máli. Ég sendi bara persónulegt bréf á ríkissaksóknara án þess að hafa nokkrar kæruheimildir til þess því við brotaþolar erum bara vitni,“ og vísar hún þá til dómskerfisins. „Þá sendi ég kvörtun og vísaði í stjórnsýslulögin og álit umboðsmanns Alþingis um réttaráföll niðurfellingar. Samkvæmt þeirri umfjöllun áttu rétt á öllum gögnum þegar mál er niðurfellt óháð kærufresti.“ Þegar hún fékk gögnin í hendurnar sá hún að málið hafði verið fellt niður hjá lögreglu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Því mati var ríkissaksóknari ekki sammála. „Það voru mjög góð sönnunargögn í þessu máli, játning, bein og óbein vitni og samskiptaseðlar um áverka. Ég komst að því þegar ég fékk gögnin að það voru ekki sótt áverkavottorð, það voru ekki sóttar staðfestingar til Stígamóta og Bjarkahlíðar eða til heimilislæknis vegna alls þess sem ég varð fyrir.“ „Ríkisofbeldi ofan á allt það ofbeldi sem ég orðið fyrir“ María segir að henni hafi liðið eins og lögregla vildi hylma yfir að málin hefðu fyrnst. „Vegna þess að í niðurfellingunni stóð einungis að það væri ekki líklegt til sakfellingar en þegar uppi var staðið þá sá ég að málin höfðu fyrnst hjá lögreglu og það gerist ekki fyrr en afstaða ríkissaksóknara liggur fyrir.“ „Mér leið pínu eins og þetta væri ásetningsbrot eins og þeir væru að vonast eftir að ég myndi gefast upp eftir niðurfellinguna. Og það kæmi bara aldrei í ljós að þetta hafi fyrnst í höndunum á þeim. Það var það sem var sárast í þessu og sjá að þeir höfðu ekkert rannsakað þetta. Það var líka mjög sárt.“ Þegar málið var komið í hendur Mannréttindadómstólsins beindi dómstóllinn því að íslenska ríkinu að semja við Maríu Sjöfn. „Það er augljóst þegar dómstóll er að beina því til ríkis þá telur dómstóll eitthvað mikið rangt hafa átt sér stað, þeir gera það ekkert öðruvísi. Þeir sóttu um frest í fjóra mánuði til að svara því og síðan kom aldrei neitt boð frá þeim,“ segir María. „Þarna er eiginlega eins og ég orða það, ríkisofbeldi ofan á allt það ofbeldi sem ég orðið fyrir. Svo að draga mig í gegnum MDE í sex ár, þetta er rosalega slæm meðferð á rétti borgara.“ Vinnur hjá lögreglunni þökk sé Sigríði Björk Fyrir utan andlega og líkamlega kvilla þá hefur mikill kostnaður fylgt málinu. María Sjöfn hefur sjálf þurft að leggja út fyrir meðferð vegna áfallastreituröskunar og segist hafa tekið yfirdrátt fyrir lögfræðikostnaði. „Ófjárhagslega tjónið er mest og reiði mín var alveg svakaleg, ég átti rosalega erfitt. Ég sá eiginlega bara rautt þegar ég sá lögreglubúning þegar ég áttaði mig á því að þeir voru að reyna að hylma yfir að brotin hefðu fyrnst. Þeir felldu málin ekki á grundvelli fyrningar heldur að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Það er rosalega erfitt.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Hún bað Maríu Sjöfn afsökunar sem átti eftir að breyta miklu.Vísir/Vilhelm Í ljósi þessa kemur það eflaust mörgum á óvart að María Sjöfn vinnur í dag hjá lögreglunni. Hún segir marga hafa spurt hana hvernig hún geti það. „Ég sat í panel á alheimsráðstefnu á vegum ríkislögreglustjóra um ofbeldi. Þar var Sigríður Björk [Guðjónsdóttir núverandi ríkislögreglustjóri], þáverandi lögreglustjóri, í skjáviðtali og bað mig afsökunar opinberlega. Það hjálpaði mér svo gríðarlega til þess að geta haldið áfram mínum markmiðum, að klára námið og verða saksóknari í ofbeldismálum,“ segir María. „Það er það sem liggur næst hjarta mínu í að gera. Ég ætlaði ekki að leyfa þeim að taka það frá mér. Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar, ég held að hún sé um það bil eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda í mín markmið í lífinu.“ Dómsmál Lögreglan Heimilisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Kynbundið ofbeldi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Dómar voru kveðnir upp í Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun í tveimur málum gagnvart íslenska ríkinu. Dómstóllinn sýknaði íslenska ríkið í öðru þeirra en í hinu var ríkið dæmt brotlegt gagnvart Maríu Sjöfn Árnadóttur. Niðurstaðan var sú að lögregla hefði getað komið í veg fyrir að mál hennar fyrndust en árið 2017 kærði María Sjöfn fyrrverandi kærasta sinn fyrir brot í nánu sambandi. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er að brotið hafi verið gegn rétti Maríu Sjafnar til friðhelgis einkalífs og heimilis. María Sjöfn segir niðurstöðu málsins vera fordæmisgefandi og eiga eftir að hafa áhrif á málshraða innan Evrópu. „Í fyrsta lagi er það Stígamótum og lögfræðingum þeirra að þakka að þessi dómur er kominn í dag. Þeir studdu mig til að fara með málið út,“ sagði María Sjöfn þegar fréttastofa náði tali af henni en hún er stödd á Ítalíu. „Þetta er mjög stór sigur og ekkert samskonar mál frá Íslandi hefur komist svona langt. Það eru fordæmi frá Evrópu en ekkert frá Íslandi af þessum toga.“ Rosalegur dómur en finnur til með hinni konunni Málið hefur haft mikil áhrif á Maríu Sjöfn og tekið langan tíma, fyrst hjá lögreglu og síðan Mannréttindadómstólnum. „Þrátt fyrir að ég hafi unnið þá sit ég ennþá hérna grenjandi. Persónulega fyrir mig er þetta mikil viðurkenning að það var brotið á mér og rétti mínum að fá réttláta málsmeðferð. Fyrir mig er þetta rosalegur dómur og það eru mörg fjöll sem ég hef þurft að kljúfa þessi níu ár,“ en málsmeðferðin fyrir Mannréttindadómstólnum hefur tekið sex ár. „Þetta hangir alltaf yfir manni og maður nær ekki, þrátt fyrir stífa EMDE meðferð hjá sálfræðingi aðeins til að halda mér við, að vinna þig frá svona máli fyrr en því er lokið og nú er því lokið.“ Hún segist ekki enn vera búinn að átta sig á að búið sé að loka þessum kafla málsins. „Ég er ennþá að meðtaka þetta ef ég að að vera hreinskilin. Mér hafa borist hundruð skilaboða sem ég hef ekki náð að svara. Tilfinningarússíbaninn er rosalega hár.“ Hún segist hafa rætt við Drífu Snædal talskonu Stígamóta um framhaldið og segir að til standi að boða til blaðamannafundar þegar hún verður komin heim frá Ítalíu. „Ég er fyrst og fremst meyr og þakklát en á sama tíma þá finn ég svo mikið til með manneskjunni sem tapaði málinu sínu í dag. Þetta eru spor sem engin getur sett sig í nema að hafa gengið þau sjálf.“ Læknar bönnuðu henni að halda áfram í námi Eins og áður segir hefur málið allt haft gríðarleg áhrif á líf Maríu Sjafnar, bæði andlega og líkamlega. Hún þurfti einnig að hætta í meistaranámi sínu í lögfræði. „Ég fékk alvarlegt taugaáfall með öllu sem því fylgir og var sett á kvíða- og þunglyndislyf vegna álagsháþrýstings. Það eru ýmis heilsufarsleg vandamál sem koma þegar taugakerfið róast, þegar áfallastreitan minnkar þá fara líkamlegir kvillar að taka við og það eru rannsóknir sem staðfesta það. Ég hef verið að glíma við blóðtappa vegna sálrænna áfalla. Eins voru að koma nýrnasteinar og fleiri læknisfræðileg vandamál sem líkaminn situr á af því að hann ræður ekki við meira en áfallastreituna.“ Læknar bönnuðu henni einfaldlega að halda áfram í náminu vegna þessara líkamlegu kvilla. Líkaminn ráði ekki við nema ákveðið mikla streitu. „Þetta eyðilagði markmiðin mín því ég ætlaði að vera löngu búin með meistaranámið og vera orðin saksóknari í ofbeldismálum.“ „Það sáu það allir lögfræðingar“ María Sjöfn bætir við að markmið hennar sé fyrst og fremst að vinna sig frá þessu atviki og bíða svo eftir samþykki læknis um að hún geti haldið áfram í námi án þess að það valdi henni líkamlegum vandamálum vegna sálrænnar streitu. „Þetta er svolítið eins og að vera með lífið á „hold“ í níu ár og vera í fósturstellingunni í langan tíma. Ég lokaði mig af í tvö ár og þorði ekki út. Þetta er svo rosalega íþyngjandi staða að vera alltaf með þetta yfir höfðinu á þér. Þú veist að það var brotið á þér en samt einhvern veginn halda þeir áfram að brjóta á þér þó þeir sjái þetta svart á hvítu. Það sáu það allir lögfræðingar sem skoðuðu málið en samt var ég látin ganga í gegnum þetta, dregin til Mannréttindadómstólsins í staðinn fyrir að viðurkenna að það var brotið á mér.“ Fékk loks gögnin og sá þá ástæðu fyrir niðurfellingu María Sjöfn er mjög sár yfir meðferðinni sem málið hlaut hjá lögreglu á sínum tíma og er afar gagnrýnin á bæði lögreglu og íslenska ríkið. „Mér var synjað um gögnin um niðurfellingu máls sem ég átti lagalegan rétt á að fá. Ég kærði til ríkissaksóknara innan þessara þrjátíu daga sem ég hafði án þess að hafa fengið gögn í máli. Ég sendi bara persónulegt bréf á ríkissaksóknara án þess að hafa nokkrar kæruheimildir til þess því við brotaþolar erum bara vitni,“ og vísar hún þá til dómskerfisins. „Þá sendi ég kvörtun og vísaði í stjórnsýslulögin og álit umboðsmanns Alþingis um réttaráföll niðurfellingar. Samkvæmt þeirri umfjöllun áttu rétt á öllum gögnum þegar mál er niðurfellt óháð kærufresti.“ Þegar hún fékk gögnin í hendurnar sá hún að málið hafði verið fellt niður hjá lögreglu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Því mati var ríkissaksóknari ekki sammála. „Það voru mjög góð sönnunargögn í þessu máli, játning, bein og óbein vitni og samskiptaseðlar um áverka. Ég komst að því þegar ég fékk gögnin að það voru ekki sótt áverkavottorð, það voru ekki sóttar staðfestingar til Stígamóta og Bjarkahlíðar eða til heimilislæknis vegna alls þess sem ég varð fyrir.“ „Ríkisofbeldi ofan á allt það ofbeldi sem ég orðið fyrir“ María segir að henni hafi liðið eins og lögregla vildi hylma yfir að málin hefðu fyrnst. „Vegna þess að í niðurfellingunni stóð einungis að það væri ekki líklegt til sakfellingar en þegar uppi var staðið þá sá ég að málin höfðu fyrnst hjá lögreglu og það gerist ekki fyrr en afstaða ríkissaksóknara liggur fyrir.“ „Mér leið pínu eins og þetta væri ásetningsbrot eins og þeir væru að vonast eftir að ég myndi gefast upp eftir niðurfellinguna. Og það kæmi bara aldrei í ljós að þetta hafi fyrnst í höndunum á þeim. Það var það sem var sárast í þessu og sjá að þeir höfðu ekkert rannsakað þetta. Það var líka mjög sárt.“ Þegar málið var komið í hendur Mannréttindadómstólsins beindi dómstóllinn því að íslenska ríkinu að semja við Maríu Sjöfn. „Það er augljóst þegar dómstóll er að beina því til ríkis þá telur dómstóll eitthvað mikið rangt hafa átt sér stað, þeir gera það ekkert öðruvísi. Þeir sóttu um frest í fjóra mánuði til að svara því og síðan kom aldrei neitt boð frá þeim,“ segir María. „Þarna er eiginlega eins og ég orða það, ríkisofbeldi ofan á allt það ofbeldi sem ég orðið fyrir. Svo að draga mig í gegnum MDE í sex ár, þetta er rosalega slæm meðferð á rétti borgara.“ Vinnur hjá lögreglunni þökk sé Sigríði Björk Fyrir utan andlega og líkamlega kvilla þá hefur mikill kostnaður fylgt málinu. María Sjöfn hefur sjálf þurft að leggja út fyrir meðferð vegna áfallastreituröskunar og segist hafa tekið yfirdrátt fyrir lögfræðikostnaði. „Ófjárhagslega tjónið er mest og reiði mín var alveg svakaleg, ég átti rosalega erfitt. Ég sá eiginlega bara rautt þegar ég sá lögreglubúning þegar ég áttaði mig á því að þeir voru að reyna að hylma yfir að brotin hefðu fyrnst. Þeir felldu málin ekki á grundvelli fyrningar heldur að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Það er rosalega erfitt.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Hún bað Maríu Sjöfn afsökunar sem átti eftir að breyta miklu.Vísir/Vilhelm Í ljósi þessa kemur það eflaust mörgum á óvart að María Sjöfn vinnur í dag hjá lögreglunni. Hún segir marga hafa spurt hana hvernig hún geti það. „Ég sat í panel á alheimsráðstefnu á vegum ríkislögreglustjóra um ofbeldi. Þar var Sigríður Björk [Guðjónsdóttir núverandi ríkislögreglustjóri], þáverandi lögreglustjóri, í skjáviðtali og bað mig afsökunar opinberlega. Það hjálpaði mér svo gríðarlega til þess að geta haldið áfram mínum markmiðum, að klára námið og verða saksóknari í ofbeldismálum,“ segir María. „Það er það sem liggur næst hjarta mínu í að gera. Ég ætlaði ekki að leyfa þeim að taka það frá mér. Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar, ég held að hún sé um það bil eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda í mín markmið í lífinu.“
Dómsmál Lögreglan Heimilisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Kynbundið ofbeldi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira