Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. ágúst 2025 21:03 Stefán Blackburn er einn þriggja sakborninga sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í Gufunesmálinu. Vísir/Anton Brink Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins. Fimm eru ákærð í málinu. Það eru þeir Stefán, sem er 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Umrædd taska var einnig til umfjöllunar í þinghaldi málsins í gær. Fram kom að þegar hún fannst hafi verið búið var að kveikja í henni, en þrátt fyrir það hafi fundist leifar af úlpu með lífsýni úr Lúkasi. Stefán var spurður hvort hann hafi komið að því að brenna töskuna. „Ekki svo ég muni. Ég kveikti ekki í henni sjálfur, ef þú meinar það. Ég man ekki eftir að hafa beðið neinn um að kveikja í henni eða rétt einhverjum töskuna.“ Mundi bara eftir annarri tösku Tvö vitni, karl og kona, voru spurð út í töskuna við aðalmeðferðina í dag. Brunaleifarnar munu hafa fundist skammt frá heimili konunnar í Reykjavík. Fyrir dómi sagðist hún þó ekki muna hvort hún hefði verið heima hjá sér um það leyti sem atburðir Gufunesmálsins og eftirmálar þess hefðu átt sér stað. Hún hefði dvalið mikið í Hafnarfirði á þeim tíma. Konan sagðist ekki kannast við að hafa tekið við töskunni frá Stefáni, eða þá brennt hana að hans beiðni. Hún mundi einungis eftir tösku sem hún hefði fengið frá öðrum manni, ótengda þessari. Sagðist hafa verið í tómu tjóni Maðurinn gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað íklæddur Manchester United-treyju. Hann minnti að hann hefði verið með konunni heima hjá henni um þetta leyti, daginn eftir að atburðir Gufunesmálsins áttu sér stað. Hann sagðist þó muna afar lítið. „Ég var búinn að vera í tómu tjóni þarna í lengri tíma,“ sagði hann og bætti við að hann væri nýkominn úr meðferð. „Þetta gæti alveg hafa gerst“ Borin var undir hann lögregluskýrsla sem hann hafði gefið hjá lögreglu um þennan bruna. Þar sagði hann að þetta kvöld hefðu þau tvö setið heima hjá henni og fengið sér bjór. Um eittleytið um nóttina hefði konan tekið svarta og gráa íþróttastöku. Í henni hafi verið úlpa, hvít, svört og rauð á litinn, og blóðug föt af Stefáni Blackburn, sem hafi komið með töskuna þarna áður. Konan hafi farið með honum og töskunni að Tangarbryggju. Þar hafi hún tekið upp bensínbrúsa og kveikt í töskunni. Maðurinn sagðist ekki muna eftir þessu núna. „Ertu að segja mér að þú munir þetta ekki?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari málsins. „Þetta gæti alveg hafa gerst,“ svaraði hann. Dómarinn spurði hann þá hvort hann hefði sagt satt í skýrslutöku hjá lögreglu, og hann sagði svo vera. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Ölfus Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Fimm eru ákærð í málinu. Það eru þeir Stefán, sem er 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Umrædd taska var einnig til umfjöllunar í þinghaldi málsins í gær. Fram kom að þegar hún fannst hafi verið búið var að kveikja í henni, en þrátt fyrir það hafi fundist leifar af úlpu með lífsýni úr Lúkasi. Stefán var spurður hvort hann hafi komið að því að brenna töskuna. „Ekki svo ég muni. Ég kveikti ekki í henni sjálfur, ef þú meinar það. Ég man ekki eftir að hafa beðið neinn um að kveikja í henni eða rétt einhverjum töskuna.“ Mundi bara eftir annarri tösku Tvö vitni, karl og kona, voru spurð út í töskuna við aðalmeðferðina í dag. Brunaleifarnar munu hafa fundist skammt frá heimili konunnar í Reykjavík. Fyrir dómi sagðist hún þó ekki muna hvort hún hefði verið heima hjá sér um það leyti sem atburðir Gufunesmálsins og eftirmálar þess hefðu átt sér stað. Hún hefði dvalið mikið í Hafnarfirði á þeim tíma. Konan sagðist ekki kannast við að hafa tekið við töskunni frá Stefáni, eða þá brennt hana að hans beiðni. Hún mundi einungis eftir tösku sem hún hefði fengið frá öðrum manni, ótengda þessari. Sagðist hafa verið í tómu tjóni Maðurinn gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað íklæddur Manchester United-treyju. Hann minnti að hann hefði verið með konunni heima hjá henni um þetta leyti, daginn eftir að atburðir Gufunesmálsins áttu sér stað. Hann sagðist þó muna afar lítið. „Ég var búinn að vera í tómu tjóni þarna í lengri tíma,“ sagði hann og bætti við að hann væri nýkominn úr meðferð. „Þetta gæti alveg hafa gerst“ Borin var undir hann lögregluskýrsla sem hann hafði gefið hjá lögreglu um þennan bruna. Þar sagði hann að þetta kvöld hefðu þau tvö setið heima hjá henni og fengið sér bjór. Um eittleytið um nóttina hefði konan tekið svarta og gráa íþróttastöku. Í henni hafi verið úlpa, hvít, svört og rauð á litinn, og blóðug föt af Stefáni Blackburn, sem hafi komið með töskuna þarna áður. Konan hafi farið með honum og töskunni að Tangarbryggju. Þar hafi hún tekið upp bensínbrúsa og kveikt í töskunni. Maðurinn sagðist ekki muna eftir þessu núna. „Ertu að segja mér að þú munir þetta ekki?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari málsins. „Þetta gæti alveg hafa gerst,“ svaraði hann. Dómarinn spurði hann þá hvort hann hefði sagt satt í skýrslutöku hjá lögreglu, og hann sagði svo vera.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Ölfus Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira