Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2025 14:27 Feðgarnir Daníel Tristan og Eiður Smári Guðjohnsen. vísir/malmö/getty Arnar Gunnlaugsson hefur mikla trú á Daníel Tristan Guðjohnsen sem hann valdi í fyrsta sinn í íslenska landsliðið í dag. Daníel er nítján ára framherji Malmö í Svíþjóð. Hann er annar tveggja nýliða í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026 í næsta mánuði. Hinn nýliðinn er Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður pólska liðsins Lech Poznan. Arnar segir að Daníel og Gísli hafi ekki verið valdir bara til að vera með. Hann treysti þeim til að láta til sín taka með landsliðinu. „Ég held að þetta komi ekki neitt á óvart fyrir þá sem hafa fylgst með mínum ferli hjá Víkingi. Ég fíla unga og góða leikmenn og ég tek það fram að þeir eru ekki þarna til að fylla upp í einhvern númer. Þeir eru að fara að gera sig gildandi,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Eldri bróðir Daníels, Andri Lucas, er í hópnum en þeir eru þriðji ættliðurinn sem spilar fyrir landsliðið. Faðir þeirra, Eiður Smári, var lengi landsliðsfyrirliði og átti markamet landsliðsins um árabil, og afinn, Arnór, átti sömuleiðis langan landsliðsferil. Arnar segir að Daníel sé ekki líkur pabba sínum sem leikmaður. „Nei, eiginlega ekki. Það er bara svona Guðjohsen-svægi í honum sem fer ekki framhjá neinum. Hann er mikill vítateigsframherji sem mun henta okkur vel. Við viljum fá beinskeyttan leik á móti Aserbaídsjan hér heima, ekki bara halda boltanum kjaftæði heldur vera beinskeyttir og setja þá undir pressu strax,“ sagði Arnar. „Hugmyndin er líka sú að Orri [Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði] átti gott undirbúningstímabil en hefur ekki spilað mikið undanfarna mánuði og Andri Lucas ekki heldur. Hugmyndin er að hafa líkamlega sterka leikmenn til taks til að koma inn á ef á þarf að halda.“ Daníel hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað sjö mörk. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm í fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og flýgur svo í útileik gegn Frakklandi þriðjudaginn 9. september. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira
Daníel er nítján ára framherji Malmö í Svíþjóð. Hann er annar tveggja nýliða í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026 í næsta mánuði. Hinn nýliðinn er Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður pólska liðsins Lech Poznan. Arnar segir að Daníel og Gísli hafi ekki verið valdir bara til að vera með. Hann treysti þeim til að láta til sín taka með landsliðinu. „Ég held að þetta komi ekki neitt á óvart fyrir þá sem hafa fylgst með mínum ferli hjá Víkingi. Ég fíla unga og góða leikmenn og ég tek það fram að þeir eru ekki þarna til að fylla upp í einhvern númer. Þeir eru að fara að gera sig gildandi,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Eldri bróðir Daníels, Andri Lucas, er í hópnum en þeir eru þriðji ættliðurinn sem spilar fyrir landsliðið. Faðir þeirra, Eiður Smári, var lengi landsliðsfyrirliði og átti markamet landsliðsins um árabil, og afinn, Arnór, átti sömuleiðis langan landsliðsferil. Arnar segir að Daníel sé ekki líkur pabba sínum sem leikmaður. „Nei, eiginlega ekki. Það er bara svona Guðjohsen-svægi í honum sem fer ekki framhjá neinum. Hann er mikill vítateigsframherji sem mun henta okkur vel. Við viljum fá beinskeyttan leik á móti Aserbaídsjan hér heima, ekki bara halda boltanum kjaftæði heldur vera beinskeyttir og setja þá undir pressu strax,“ sagði Arnar. „Hugmyndin er líka sú að Orri [Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði] átti gott undirbúningstímabil en hefur ekki spilað mikið undanfarna mánuði og Andri Lucas ekki heldur. Hugmyndin er að hafa líkamlega sterka leikmenn til taks til að koma inn á ef á þarf að halda.“ Daníel hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað sjö mörk. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm í fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og flýgur svo í útileik gegn Frakklandi þriðjudaginn 9. september.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira