Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. ágúst 2025 19:36 Erik Ahlström, faðir plokksins, og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. vísir/bjarni Maðurinn á bak við plokk hreyfinguna er kominn hingað til lands til að hvetja Íslendinga til að taka upp rusl á göngu og hlaupum. Hann skellti sér í kajaksiglingu með umhverfisráðherra í tilefni þessa og minnti á að þeir plokka sem róa. Að plokka rusl er eflaust iðja sem að fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í og enn fleiri þekkja til enda sérstakur dagur tileinkaður því á ári hverju. Nú er faðir plokksins mættur til landsins og er strax byrjaður að bera út boðskapinn og plokka í ofvæni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Erik Ahlström, föður plokksins, kenna umhverfisráðherra og fréttamanni að plokka. Kærastan fann upp á nafninu Erik Ahlström er maðurinn á bak við plokkið eða ploggið eins og það er kallað fyrir utan landsteinanna. Hann segir það hafa byrjað sem lítið verkefni árið 2016 í skíðabæ í Svíþjóð en er nú iðkað í 90 löndum. „En svo flutti ég til Stokkhólms og ég sá að það var svo mikið rusl út um allt. Kærastan mín fann upp á nafninu. Það eru tvö orð sett saman. Á sænsku er það plogga og svo var það jogging (skokk) og það varð plogging (plokk). Það er miklu skemmtilegra að hlaupa á meðan og þá virðist maður vera klikkaður þegar maður hleypur um og tínir upp rusl.“ Hann nefndi fimm ástæður fyrir því að plokka og ítrekaði að það gæti gert mörgum mjög gott. Hann er með sérstakt nafn fyrir þessar fimm jákvæðu afleiðingar. „Ég kalla það plokkfimmu, fimm ástæður fyrir mikilvæginu. Í fyrsta lagi hreyfum við okkur ekki nóg. Við erum fædd til að hreyfa okkur en við eyðum svo miklum tíma við sjónvarpið og aðrar græjur.“ Hefur plokkað um tvö tonn á sjö árum Er mikilvægt að plokka? „Já þetta er líka bara góð útivist og gaman. Bara eitt af því sem einstaklingurinn getur gert en svo er það stjórnvalda að búa til gott umhverfi,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Örlygur Sigurjónsson hefur plokkað um árabil og nýtur þess samhliða því að vera í kajak sínum sem er hans helsta áhugamál. Hefur plokkið haft mikil áhrif á þitt líf? „Þetta felur í sér auðmýkt fyrir umhverfinu í fyrsta lagi og síðan ákveðið þakklæti til umhverfisins fyrir að hafa fóstrað mitt helsta áhugamál sem er kajakróður. Með þessu er maður að sýna umhverfinu örlítið þakklæti.“ Hefurðu einhverja hugmynd hvað þetta hefur safnast saman í mikið hjá þér? „Ætli þetta sé ekki komið hátt í tvö tonn sem ég hef tekið síðan árið 2018.“ Faðir plokksins krafðist svo að taka fréttamann í stutta plokk kennslu sem má sjá í spilaranum hér að ofan en hann segir það mikilvægast að brosa. Umhverfismál Reykjavík Loftslagsmál Hafið Svíþjóð Sorphirða Íslandsvinir Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Að plokka rusl er eflaust iðja sem að fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í og enn fleiri þekkja til enda sérstakur dagur tileinkaður því á ári hverju. Nú er faðir plokksins mættur til landsins og er strax byrjaður að bera út boðskapinn og plokka í ofvæni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Erik Ahlström, föður plokksins, kenna umhverfisráðherra og fréttamanni að plokka. Kærastan fann upp á nafninu Erik Ahlström er maðurinn á bak við plokkið eða ploggið eins og það er kallað fyrir utan landsteinanna. Hann segir það hafa byrjað sem lítið verkefni árið 2016 í skíðabæ í Svíþjóð en er nú iðkað í 90 löndum. „En svo flutti ég til Stokkhólms og ég sá að það var svo mikið rusl út um allt. Kærastan mín fann upp á nafninu. Það eru tvö orð sett saman. Á sænsku er það plogga og svo var það jogging (skokk) og það varð plogging (plokk). Það er miklu skemmtilegra að hlaupa á meðan og þá virðist maður vera klikkaður þegar maður hleypur um og tínir upp rusl.“ Hann nefndi fimm ástæður fyrir því að plokka og ítrekaði að það gæti gert mörgum mjög gott. Hann er með sérstakt nafn fyrir þessar fimm jákvæðu afleiðingar. „Ég kalla það plokkfimmu, fimm ástæður fyrir mikilvæginu. Í fyrsta lagi hreyfum við okkur ekki nóg. Við erum fædd til að hreyfa okkur en við eyðum svo miklum tíma við sjónvarpið og aðrar græjur.“ Hefur plokkað um tvö tonn á sjö árum Er mikilvægt að plokka? „Já þetta er líka bara góð útivist og gaman. Bara eitt af því sem einstaklingurinn getur gert en svo er það stjórnvalda að búa til gott umhverfi,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Örlygur Sigurjónsson hefur plokkað um árabil og nýtur þess samhliða því að vera í kajak sínum sem er hans helsta áhugamál. Hefur plokkið haft mikil áhrif á þitt líf? „Þetta felur í sér auðmýkt fyrir umhverfinu í fyrsta lagi og síðan ákveðið þakklæti til umhverfisins fyrir að hafa fóstrað mitt helsta áhugamál sem er kajakróður. Með þessu er maður að sýna umhverfinu örlítið þakklæti.“ Hefurðu einhverja hugmynd hvað þetta hefur safnast saman í mikið hjá þér? „Ætli þetta sé ekki komið hátt í tvö tonn sem ég hef tekið síðan árið 2018.“ Faðir plokksins krafðist svo að taka fréttamann í stutta plokk kennslu sem má sjá í spilaranum hér að ofan en hann segir það mikilvægast að brosa.
Umhverfismál Reykjavík Loftslagsmál Hafið Svíþjóð Sorphirða Íslandsvinir Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira