Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2025 15:02 Hugtakið snemmtæk íhlutun hefur undanfarin ár orðið lykilorð í menntastefnu og umræðu um velferð barna. Það vísar til þess að gripið sé inn í náms- eða þroskavanda barns strax við fyrstu merki, áður en hann þróast í alvarlegri erfiðleika. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun eykur líkur á farsælli námsframvindu, dregur úr félagslegum hindrunum og minnkar kostnað samfélagsins til lengri tíma. En þegar litið er til skipulags þess nýja námsmats sem nú á að innleiða hér á landi vaknar sú spurning: erum við í raun að bjóða upp á snemmtæka íhlutun, eða einungis seina íhlutun? Samræmt námsmat – of seint og of sjaldan Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir að samræmt námsmat, sem á að varpa ljósi á stöðu nemenda, sé lagt fyrir einu sinni á ári, undir lok skólaársins. Fyrsta mæling á ekki að vera gerð fyrr en á fjórða skólaári barns. Þannig geta nemendur átt í lestrar- eða stærðfræðierfiðleikum árum saman áður en kerfið kallar eftir viðbrögðum. Þetta þýðir í reynd að barn sem hefur átt í erfiðleikum í fyrsta eða öðru bekk fær ekki kerfisbundið mat fyrr en allt að þremur árum síðar. Þá hefur vandinn oft fest sig í sessi, sjálfstraust barnsins laskast og mun meiri úrræði þurfa til en ella. Það er andstætt allri hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Hvers vegna skiptir tíminn máli? Þroskasálfræðingar leggja áherslu á að fyrstu skólaárin séu mótandi fyrir allt nám barnsins. Ef lestrarkunnátta eða talnaskilningur ná ekki festu á fyrstu tveimur árum getur barnið átt erfitt uppdráttar í öllum öðrum námsgreinum. Þar sem heilinn er hvað mótanlegastur snemma í æsku skiptir máli að grípa fljótt inn í – innan vikna eða mánaða, ekki ára. Hvað þarf að breytast? Ef markmiðið er raunveruleg snemmtæk íhlutun þarf skólakerfið að: ●Skima reglulega frá fyrsta skólaári, jafnvel með einföldum skimunarprófum sem taka fáar mínútur. ●Meta stöðuna oftar en einu sinni á ári, þannig að kennarar geti brugðist við strax þegar frávik koma í ljós. ●Tryggja að stuðningur hefjist strax, í stað þess að bíða eftir árlegu prófi sem kemur alltaf of seint fyrir suma nemendur. Við verðum að bregðast fyrr við Með núverandi skipulagi má vart tala um snemmtæka íhlutun. Við bregðumst við, en of seint til að það falli undir hugtakið eins og fræðin skilgreina það. Ef við ætlum að taka mark á eigin stefnum og vilja bæta námsárangur allra barna, þá verðum við að færa mats- og íhlutunarferlið nær byrjun skólagöngunnar – og gera það að hluta af daglegu starfi, ekki árlegu prófi. Höfundur er rekstrarstjóri og stofnandi Evolytes. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hugtakið snemmtæk íhlutun hefur undanfarin ár orðið lykilorð í menntastefnu og umræðu um velferð barna. Það vísar til þess að gripið sé inn í náms- eða þroskavanda barns strax við fyrstu merki, áður en hann þróast í alvarlegri erfiðleika. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun eykur líkur á farsælli námsframvindu, dregur úr félagslegum hindrunum og minnkar kostnað samfélagsins til lengri tíma. En þegar litið er til skipulags þess nýja námsmats sem nú á að innleiða hér á landi vaknar sú spurning: erum við í raun að bjóða upp á snemmtæka íhlutun, eða einungis seina íhlutun? Samræmt námsmat – of seint og of sjaldan Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir að samræmt námsmat, sem á að varpa ljósi á stöðu nemenda, sé lagt fyrir einu sinni á ári, undir lok skólaársins. Fyrsta mæling á ekki að vera gerð fyrr en á fjórða skólaári barns. Þannig geta nemendur átt í lestrar- eða stærðfræðierfiðleikum árum saman áður en kerfið kallar eftir viðbrögðum. Þetta þýðir í reynd að barn sem hefur átt í erfiðleikum í fyrsta eða öðru bekk fær ekki kerfisbundið mat fyrr en allt að þremur árum síðar. Þá hefur vandinn oft fest sig í sessi, sjálfstraust barnsins laskast og mun meiri úrræði þurfa til en ella. Það er andstætt allri hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Hvers vegna skiptir tíminn máli? Þroskasálfræðingar leggja áherslu á að fyrstu skólaárin séu mótandi fyrir allt nám barnsins. Ef lestrarkunnátta eða talnaskilningur ná ekki festu á fyrstu tveimur árum getur barnið átt erfitt uppdráttar í öllum öðrum námsgreinum. Þar sem heilinn er hvað mótanlegastur snemma í æsku skiptir máli að grípa fljótt inn í – innan vikna eða mánaða, ekki ára. Hvað þarf að breytast? Ef markmiðið er raunveruleg snemmtæk íhlutun þarf skólakerfið að: ●Skima reglulega frá fyrsta skólaári, jafnvel með einföldum skimunarprófum sem taka fáar mínútur. ●Meta stöðuna oftar en einu sinni á ári, þannig að kennarar geti brugðist við strax þegar frávik koma í ljós. ●Tryggja að stuðningur hefjist strax, í stað þess að bíða eftir árlegu prófi sem kemur alltaf of seint fyrir suma nemendur. Við verðum að bregðast fyrr við Með núverandi skipulagi má vart tala um snemmtæka íhlutun. Við bregðumst við, en of seint til að það falli undir hugtakið eins og fræðin skilgreina það. Ef við ætlum að taka mark á eigin stefnum og vilja bæta námsárangur allra barna, þá verðum við að færa mats- og íhlutunarferlið nær byrjun skólagöngunnar – og gera það að hluta af daglegu starfi, ekki árlegu prófi. Höfundur er rekstrarstjóri og stofnandi Evolytes.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun