Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2025 15:02 Hugtakið snemmtæk íhlutun hefur undanfarin ár orðið lykilorð í menntastefnu og umræðu um velferð barna. Það vísar til þess að gripið sé inn í náms- eða þroskavanda barns strax við fyrstu merki, áður en hann þróast í alvarlegri erfiðleika. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun eykur líkur á farsælli námsframvindu, dregur úr félagslegum hindrunum og minnkar kostnað samfélagsins til lengri tíma. En þegar litið er til skipulags þess nýja námsmats sem nú á að innleiða hér á landi vaknar sú spurning: erum við í raun að bjóða upp á snemmtæka íhlutun, eða einungis seina íhlutun? Samræmt námsmat – of seint og of sjaldan Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir að samræmt námsmat, sem á að varpa ljósi á stöðu nemenda, sé lagt fyrir einu sinni á ári, undir lok skólaársins. Fyrsta mæling á ekki að vera gerð fyrr en á fjórða skólaári barns. Þannig geta nemendur átt í lestrar- eða stærðfræðierfiðleikum árum saman áður en kerfið kallar eftir viðbrögðum. Þetta þýðir í reynd að barn sem hefur átt í erfiðleikum í fyrsta eða öðru bekk fær ekki kerfisbundið mat fyrr en allt að þremur árum síðar. Þá hefur vandinn oft fest sig í sessi, sjálfstraust barnsins laskast og mun meiri úrræði þurfa til en ella. Það er andstætt allri hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Hvers vegna skiptir tíminn máli? Þroskasálfræðingar leggja áherslu á að fyrstu skólaárin séu mótandi fyrir allt nám barnsins. Ef lestrarkunnátta eða talnaskilningur ná ekki festu á fyrstu tveimur árum getur barnið átt erfitt uppdráttar í öllum öðrum námsgreinum. Þar sem heilinn er hvað mótanlegastur snemma í æsku skiptir máli að grípa fljótt inn í – innan vikna eða mánaða, ekki ára. Hvað þarf að breytast? Ef markmiðið er raunveruleg snemmtæk íhlutun þarf skólakerfið að: ●Skima reglulega frá fyrsta skólaári, jafnvel með einföldum skimunarprófum sem taka fáar mínútur. ●Meta stöðuna oftar en einu sinni á ári, þannig að kennarar geti brugðist við strax þegar frávik koma í ljós. ●Tryggja að stuðningur hefjist strax, í stað þess að bíða eftir árlegu prófi sem kemur alltaf of seint fyrir suma nemendur. Við verðum að bregðast fyrr við Með núverandi skipulagi má vart tala um snemmtæka íhlutun. Við bregðumst við, en of seint til að það falli undir hugtakið eins og fræðin skilgreina það. Ef við ætlum að taka mark á eigin stefnum og vilja bæta námsárangur allra barna, þá verðum við að færa mats- og íhlutunarferlið nær byrjun skólagöngunnar – og gera það að hluta af daglegu starfi, ekki árlegu prófi. Höfundur er rekstrarstjóri og stofnandi Evolytes. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Hugtakið snemmtæk íhlutun hefur undanfarin ár orðið lykilorð í menntastefnu og umræðu um velferð barna. Það vísar til þess að gripið sé inn í náms- eða þroskavanda barns strax við fyrstu merki, áður en hann þróast í alvarlegri erfiðleika. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun eykur líkur á farsælli námsframvindu, dregur úr félagslegum hindrunum og minnkar kostnað samfélagsins til lengri tíma. En þegar litið er til skipulags þess nýja námsmats sem nú á að innleiða hér á landi vaknar sú spurning: erum við í raun að bjóða upp á snemmtæka íhlutun, eða einungis seina íhlutun? Samræmt námsmat – of seint og of sjaldan Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir að samræmt námsmat, sem á að varpa ljósi á stöðu nemenda, sé lagt fyrir einu sinni á ári, undir lok skólaársins. Fyrsta mæling á ekki að vera gerð fyrr en á fjórða skólaári barns. Þannig geta nemendur átt í lestrar- eða stærðfræðierfiðleikum árum saman áður en kerfið kallar eftir viðbrögðum. Þetta þýðir í reynd að barn sem hefur átt í erfiðleikum í fyrsta eða öðru bekk fær ekki kerfisbundið mat fyrr en allt að þremur árum síðar. Þá hefur vandinn oft fest sig í sessi, sjálfstraust barnsins laskast og mun meiri úrræði þurfa til en ella. Það er andstætt allri hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Hvers vegna skiptir tíminn máli? Þroskasálfræðingar leggja áherslu á að fyrstu skólaárin séu mótandi fyrir allt nám barnsins. Ef lestrarkunnátta eða talnaskilningur ná ekki festu á fyrstu tveimur árum getur barnið átt erfitt uppdráttar í öllum öðrum námsgreinum. Þar sem heilinn er hvað mótanlegastur snemma í æsku skiptir máli að grípa fljótt inn í – innan vikna eða mánaða, ekki ára. Hvað þarf að breytast? Ef markmiðið er raunveruleg snemmtæk íhlutun þarf skólakerfið að: ●Skima reglulega frá fyrsta skólaári, jafnvel með einföldum skimunarprófum sem taka fáar mínútur. ●Meta stöðuna oftar en einu sinni á ári, þannig að kennarar geti brugðist við strax þegar frávik koma í ljós. ●Tryggja að stuðningur hefjist strax, í stað þess að bíða eftir árlegu prófi sem kemur alltaf of seint fyrir suma nemendur. Við verðum að bregðast fyrr við Með núverandi skipulagi má vart tala um snemmtæka íhlutun. Við bregðumst við, en of seint til að það falli undir hugtakið eins og fræðin skilgreina það. Ef við ætlum að taka mark á eigin stefnum og vilja bæta námsárangur allra barna, þá verðum við að færa mats- og íhlutunarferlið nær byrjun skólagöngunnar – og gera það að hluta af daglegu starfi, ekki árlegu prófi. Höfundur er rekstrarstjóri og stofnandi Evolytes.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun