Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. ágúst 2025 11:09 Flugbransinn getur verið harður bransi þó það sé líka oft gaman í háloftunum. Absúrd-kómíska leiksýningin 40.000 fet gerist um borð í flugvél og er þróuð út frá frásögnum kvenna úr flugbransanum og upplifunum íslenskra kvenna. Sýningin tekst á við þung málefni á borð við kynjamisrétti og eitraða karlmennsku með gríni og absúrd húmor. Höfundar sýningarinnar eru leikkonurnar Birta Sól Guðbrandsdóttir og Aldís Ósk Davíðsdóttir sem voru bekkjarsystur í leiklistarskólanum CISPA í Kaupmannahöfn og útskrifuðust þaðan síðasta sumar. „Ég held að einmitt þar hafi innblásturinn kviknað, við það að búa erlendis og öðlast annað sjónarhorn inn í íslenska samfélagið. Það gaf okkur líka frelsi til þess að þora að fara alla leið í þessar pælingar um valdastöður og kynjamisrétti, þora að pota í kjarnann á vandamálunum án þess að eiga hættu á að móðga einhvern,“ segir Aldís um kveikjuna að verkinu. Aldís Ósk og Birta Sól taka fyrir flugbransinn og flugfreyjustarfið sem getur verið krefjandi. Á þriðja árinu í CISPA unnu þær lokaverkefni sem varð á endanum að leiksýningunni 40.000 fet sem var frumsýnd í síðustu viku í Tjarnarbíói. Þið eruð nýlega útskrifaðar en hvernig upplifið þið að koma inn í íslensku leikhússenuna svona utan frá? „Það er held ég alltaf erfitt að ,komast inn' í leikhússenuna, sama hvaðan maður er að koma frá. Við erum heppin að eiga sterkt net á milli þeirra sem lærðu í sama skóla og við, þau eru flest á fullu í að skapa leikhús á Íslandi eins og við. Þetta snýst líka um að vera duglegur að skapa sér sjálfur tækifæri og koma sér á framfæri,“ segir Birta. Aðstæður „kvenna og karla sem við könnumst flestöll við“ Stelpurnar segjast hafa áreiðanlega heimildarmenn inni í flugheiminum en sýningin byggi þó að mestu á þeirra eigin reynslu af því að vera konur í íslensku samfélagi. Plakatið fyrir 40.000 fet gefur ákveðna hugmynd um tón sýningarinnar. „Hugmyndin kviknaði út frá okkar eigin pælingum varðandi kynjamisrétti og valdastöður í samfélaginu heima á Íslandi. Okkur langaði að ögra staðalímyndum en á sama tíma gefa þessum frásögnum pláss og vekja athygli á raunverulegum aðstæðum kvenna og karla sem við könnumst flestöll við,“ segir Aldís. „Þetta er að mestu leyti unnið út frá okkar eigin upplifunum, sem og annarra kvenna, af því að vera kona í íslensku samfélagi. Pressunni sem fylgir því að þurfa að passa í ákveðin hlutverk innan þess. En það var ákvörðun að beina svo þræðinum að flugfreyjubransanum, að metoo-bylgjunni og það var til að nefna heill þráður á sínum tíma þar sem voru einungis frásagnir frá flugfreyjum,“ segir Birta. Snert er á mörgum málum í sýningunni á borð við eitraða karlmennsku, kynhlutverk, valdakerfi og hvað það þýðir að vera ung kona í nútíma samfélagi. Hvernig tæklar maður svona mál án þess að messa yfir áhorfendum og þreyta þá? „Með því að setja þetta í absúrd samhengi og keyra þetta á gríninu,“ segir Aldís. „Fólk má eiga von á því að geta hlegið með og að þessum persónum“ Nýlega sló Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar í gegn í Tjarnarbíó, sýning sem allir geta haft gaman af en beindist að gaurum sem horfa á fótbolta, hópi sem mætir lítið í leikhús. Segja má að 40.000 fet tækli málefni hinum megin á ásnum en höfundarnir segja samt að allir geti skemmt sér yfir sýningunni. Flugmennirnir tefla. „Aðalkarakterarnir í verkinu eru tvær flugfreyjur og tveir flugmenn. Þau standa öll fyrir eitthvað mismunandi sem fólk ætti að geta tengt við, sama hvað það skilgreinir sig sem,“ segir Birta. „Þau eiga það öll sameiginlegt að vera mannleg og þess vegna teljum við að allir eigi eftir að geta tengt við allavega eitt þeirra á einn eða annan hátt.“ Sýningunni er lýst sem gráthlægilegu absúrd-leikverki en hverju mega áhorfendur eiga von á? „Fólk má eiga von á því að geta hlegið með og að þessum persónum og kringumstæðum þeirra, og það kemur svo líklegast í ljós að þeirra veruleiki er ekki svo fjarri okkar eigin. En fyrst og fremst má búast við skemmtun,“ segir Aldís. Aðstandendur sýningarinnar 40.000 fet. Leikstjóri 40.000 feta er Arnór Benónýsson og aðstoðarleikstjóri er Ragnheiður Guðjónsdóttir. Auk Birtu og Aldísar fara Benóný Arnórsson og Fannar Arnarsson með aðalhlutverk í sýningunni. Þá sér Iðunn Gígja Kristjánsdóttir um hljóðmynd og tónlist, Silja Rún Högnadóttir um sviðsmynd og Arna Tryggva um ljóshönnun. Aðeins ein sýning er eftir af 40.000 fetum og hún verður 11. september næstkomandi í Tjarnarbíói. Leikhús Menning Fréttir af flugi Tjarnarbíó Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Höfundar sýningarinnar eru leikkonurnar Birta Sól Guðbrandsdóttir og Aldís Ósk Davíðsdóttir sem voru bekkjarsystur í leiklistarskólanum CISPA í Kaupmannahöfn og útskrifuðust þaðan síðasta sumar. „Ég held að einmitt þar hafi innblásturinn kviknað, við það að búa erlendis og öðlast annað sjónarhorn inn í íslenska samfélagið. Það gaf okkur líka frelsi til þess að þora að fara alla leið í þessar pælingar um valdastöður og kynjamisrétti, þora að pota í kjarnann á vandamálunum án þess að eiga hættu á að móðga einhvern,“ segir Aldís um kveikjuna að verkinu. Aldís Ósk og Birta Sól taka fyrir flugbransinn og flugfreyjustarfið sem getur verið krefjandi. Á þriðja árinu í CISPA unnu þær lokaverkefni sem varð á endanum að leiksýningunni 40.000 fet sem var frumsýnd í síðustu viku í Tjarnarbíói. Þið eruð nýlega útskrifaðar en hvernig upplifið þið að koma inn í íslensku leikhússenuna svona utan frá? „Það er held ég alltaf erfitt að ,komast inn' í leikhússenuna, sama hvaðan maður er að koma frá. Við erum heppin að eiga sterkt net á milli þeirra sem lærðu í sama skóla og við, þau eru flest á fullu í að skapa leikhús á Íslandi eins og við. Þetta snýst líka um að vera duglegur að skapa sér sjálfur tækifæri og koma sér á framfæri,“ segir Birta. Aðstæður „kvenna og karla sem við könnumst flestöll við“ Stelpurnar segjast hafa áreiðanlega heimildarmenn inni í flugheiminum en sýningin byggi þó að mestu á þeirra eigin reynslu af því að vera konur í íslensku samfélagi. Plakatið fyrir 40.000 fet gefur ákveðna hugmynd um tón sýningarinnar. „Hugmyndin kviknaði út frá okkar eigin pælingum varðandi kynjamisrétti og valdastöður í samfélaginu heima á Íslandi. Okkur langaði að ögra staðalímyndum en á sama tíma gefa þessum frásögnum pláss og vekja athygli á raunverulegum aðstæðum kvenna og karla sem við könnumst flestöll við,“ segir Aldís. „Þetta er að mestu leyti unnið út frá okkar eigin upplifunum, sem og annarra kvenna, af því að vera kona í íslensku samfélagi. Pressunni sem fylgir því að þurfa að passa í ákveðin hlutverk innan þess. En það var ákvörðun að beina svo þræðinum að flugfreyjubransanum, að metoo-bylgjunni og það var til að nefna heill þráður á sínum tíma þar sem voru einungis frásagnir frá flugfreyjum,“ segir Birta. Snert er á mörgum málum í sýningunni á borð við eitraða karlmennsku, kynhlutverk, valdakerfi og hvað það þýðir að vera ung kona í nútíma samfélagi. Hvernig tæklar maður svona mál án þess að messa yfir áhorfendum og þreyta þá? „Með því að setja þetta í absúrd samhengi og keyra þetta á gríninu,“ segir Aldís. „Fólk má eiga von á því að geta hlegið með og að þessum persónum“ Nýlega sló Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar í gegn í Tjarnarbíó, sýning sem allir geta haft gaman af en beindist að gaurum sem horfa á fótbolta, hópi sem mætir lítið í leikhús. Segja má að 40.000 fet tækli málefni hinum megin á ásnum en höfundarnir segja samt að allir geti skemmt sér yfir sýningunni. Flugmennirnir tefla. „Aðalkarakterarnir í verkinu eru tvær flugfreyjur og tveir flugmenn. Þau standa öll fyrir eitthvað mismunandi sem fólk ætti að geta tengt við, sama hvað það skilgreinir sig sem,“ segir Birta. „Þau eiga það öll sameiginlegt að vera mannleg og þess vegna teljum við að allir eigi eftir að geta tengt við allavega eitt þeirra á einn eða annan hátt.“ Sýningunni er lýst sem gráthlægilegu absúrd-leikverki en hverju mega áhorfendur eiga von á? „Fólk má eiga von á því að geta hlegið með og að þessum persónum og kringumstæðum þeirra, og það kemur svo líklegast í ljós að þeirra veruleiki er ekki svo fjarri okkar eigin. En fyrst og fremst má búast við skemmtun,“ segir Aldís. Aðstandendur sýningarinnar 40.000 fet. Leikstjóri 40.000 feta er Arnór Benónýsson og aðstoðarleikstjóri er Ragnheiður Guðjónsdóttir. Auk Birtu og Aldísar fara Benóný Arnórsson og Fannar Arnarsson með aðalhlutverk í sýningunni. Þá sér Iðunn Gígja Kristjánsdóttir um hljóðmynd og tónlist, Silja Rún Högnadóttir um sviðsmynd og Arna Tryggva um ljóshönnun. Aðeins ein sýning er eftir af 40.000 fetum og hún verður 11. september næstkomandi í Tjarnarbíói.
Leikhús Menning Fréttir af flugi Tjarnarbíó Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira