Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar 29. ágúst 2025 07:02 Síðastliðna Menningarnótt færði Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra þjóðleikhússtjóra Magnúsi Geiri Þórðarsyni viljayfirlýsingu varðandi stækkun Þjóðleikhússins. Nokkuð sem ber að fagna, enda löngu tímabær fjárfesting í leikhúsi allra landsmanna. Þjóðleikhúsið fagnar 75 árum í ár og hefur það opnað dyrnar fyrir landsmönnum að einstökum sviðslistaupplifunum allt frá árinu 1950. Það er augljóst hverjum þeim sem sótt hefur sýningar í leikhúsinu að umbóta er þörf enda er sjálft húsið hannað fyrir meira en 100 árum síðan og margt breyst í okkar samfélagi á þeim tíma, en fólksfjöldi hefur til að mynda þrefaldast frá opnun þess. Það kemur því ekki á óvart að húsið kalli á viðbyggingu og aukið rými en það hefur í raun frá opnun sinni búið við skort á rýmum. Ýmsar útfærslur hafa verið gerðar til þess að auka sviðsrými í Þjóðleikhúsinu í gegnum árin en ekki hefur verið farið í það að bæta við sviðsrými frá grunni eins og nú stendur til að gera. Það að bætt verði við húsnæði sem mun rýma “svartan kassa”, þ.e sveigjanlegt sviðsrými með góðu aðgengi og plássi fyrir allt að 300 manns ásamt æfingarrými og viðunandi geymslu fyrir leikmyndir og búninga er gríðarlega mikilvægt og markar tímamót í sögu leikhússins. Ég tel að þessi viðbót muni skila sér margfalt tilbaka til bæði sviðslistageirans og samfélagsins. Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið mun m.a bjóða upp á aukið aðgengi fyrir bæði áhorfendur og flytjendur nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir. Fjölbreytileiki sýninga mun einnig aukast þar sem hægt verður að koma til móts við sístækkandi sviðslistavettvang og bjóða upp á nýjungar og frumsköpun sem ekki hefur verið rými fyrir áður, sérstaklega í ljósi þess að sviðslistarýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur hægt og bítandi farið fækkandi síðasta áratuginn. Auðséð er að ný þjóðarópera mun eiga sinn stað en óskandi er að dansinn verði þar ekki skilinn eftir enda hefur danslistafólk lengi kallað eftir bættri aðstöðu fyrir danslistirnar hér á landi. Það er stórt skref fyrir sviðslistir í landinu og fagnaðarefni að loks fá velvilja frá ráðuneyti til þess að stækka við Þjóðleikhúsið eftir áratuga langa baráttu. Ég tel að nú sé tími til þess að standa saman og vinna að því að þessi áform raungerist, rétt eins og það voru stórhuga einstaklingar sem með hugsjón og drifkrafti réðust í það mikla verk að reist yrði Þjóðleikhús í litlu samfélagi fyrir meira en 75 árum síðan. Höfundur er forseti Sviðslistasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Menning Þjóðleikhúsið Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðastliðna Menningarnótt færði Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra þjóðleikhússtjóra Magnúsi Geiri Þórðarsyni viljayfirlýsingu varðandi stækkun Þjóðleikhússins. Nokkuð sem ber að fagna, enda löngu tímabær fjárfesting í leikhúsi allra landsmanna. Þjóðleikhúsið fagnar 75 árum í ár og hefur það opnað dyrnar fyrir landsmönnum að einstökum sviðslistaupplifunum allt frá árinu 1950. Það er augljóst hverjum þeim sem sótt hefur sýningar í leikhúsinu að umbóta er þörf enda er sjálft húsið hannað fyrir meira en 100 árum síðan og margt breyst í okkar samfélagi á þeim tíma, en fólksfjöldi hefur til að mynda þrefaldast frá opnun þess. Það kemur því ekki á óvart að húsið kalli á viðbyggingu og aukið rými en það hefur í raun frá opnun sinni búið við skort á rýmum. Ýmsar útfærslur hafa verið gerðar til þess að auka sviðsrými í Þjóðleikhúsinu í gegnum árin en ekki hefur verið farið í það að bæta við sviðsrými frá grunni eins og nú stendur til að gera. Það að bætt verði við húsnæði sem mun rýma “svartan kassa”, þ.e sveigjanlegt sviðsrými með góðu aðgengi og plássi fyrir allt að 300 manns ásamt æfingarrými og viðunandi geymslu fyrir leikmyndir og búninga er gríðarlega mikilvægt og markar tímamót í sögu leikhússins. Ég tel að þessi viðbót muni skila sér margfalt tilbaka til bæði sviðslistageirans og samfélagsins. Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið mun m.a bjóða upp á aukið aðgengi fyrir bæði áhorfendur og flytjendur nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir. Fjölbreytileiki sýninga mun einnig aukast þar sem hægt verður að koma til móts við sístækkandi sviðslistavettvang og bjóða upp á nýjungar og frumsköpun sem ekki hefur verið rými fyrir áður, sérstaklega í ljósi þess að sviðslistarýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur hægt og bítandi farið fækkandi síðasta áratuginn. Auðséð er að ný þjóðarópera mun eiga sinn stað en óskandi er að dansinn verði þar ekki skilinn eftir enda hefur danslistafólk lengi kallað eftir bættri aðstöðu fyrir danslistirnar hér á landi. Það er stórt skref fyrir sviðslistir í landinu og fagnaðarefni að loks fá velvilja frá ráðuneyti til þess að stækka við Þjóðleikhúsið eftir áratuga langa baráttu. Ég tel að nú sé tími til þess að standa saman og vinna að því að þessi áform raungerist, rétt eins og það voru stórhuga einstaklingar sem með hugsjón og drifkrafti réðust í það mikla verk að reist yrði Þjóðleikhús í litlu samfélagi fyrir meira en 75 árum síðan. Höfundur er forseti Sviðslistasambands Íslands.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun