Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar 29. ágúst 2025 07:02 Síðastliðna Menningarnótt færði Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra þjóðleikhússtjóra Magnúsi Geiri Þórðarsyni viljayfirlýsingu varðandi stækkun Þjóðleikhússins. Nokkuð sem ber að fagna, enda löngu tímabær fjárfesting í leikhúsi allra landsmanna. Þjóðleikhúsið fagnar 75 árum í ár og hefur það opnað dyrnar fyrir landsmönnum að einstökum sviðslistaupplifunum allt frá árinu 1950. Það er augljóst hverjum þeim sem sótt hefur sýningar í leikhúsinu að umbóta er þörf enda er sjálft húsið hannað fyrir meira en 100 árum síðan og margt breyst í okkar samfélagi á þeim tíma, en fólksfjöldi hefur til að mynda þrefaldast frá opnun þess. Það kemur því ekki á óvart að húsið kalli á viðbyggingu og aukið rými en það hefur í raun frá opnun sinni búið við skort á rýmum. Ýmsar útfærslur hafa verið gerðar til þess að auka sviðsrými í Þjóðleikhúsinu í gegnum árin en ekki hefur verið farið í það að bæta við sviðsrými frá grunni eins og nú stendur til að gera. Það að bætt verði við húsnæði sem mun rýma “svartan kassa”, þ.e sveigjanlegt sviðsrými með góðu aðgengi og plássi fyrir allt að 300 manns ásamt æfingarrými og viðunandi geymslu fyrir leikmyndir og búninga er gríðarlega mikilvægt og markar tímamót í sögu leikhússins. Ég tel að þessi viðbót muni skila sér margfalt tilbaka til bæði sviðslistageirans og samfélagsins. Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið mun m.a bjóða upp á aukið aðgengi fyrir bæði áhorfendur og flytjendur nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir. Fjölbreytileiki sýninga mun einnig aukast þar sem hægt verður að koma til móts við sístækkandi sviðslistavettvang og bjóða upp á nýjungar og frumsköpun sem ekki hefur verið rými fyrir áður, sérstaklega í ljósi þess að sviðslistarýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur hægt og bítandi farið fækkandi síðasta áratuginn. Auðséð er að ný þjóðarópera mun eiga sinn stað en óskandi er að dansinn verði þar ekki skilinn eftir enda hefur danslistafólk lengi kallað eftir bættri aðstöðu fyrir danslistirnar hér á landi. Það er stórt skref fyrir sviðslistir í landinu og fagnaðarefni að loks fá velvilja frá ráðuneyti til þess að stækka við Þjóðleikhúsið eftir áratuga langa baráttu. Ég tel að nú sé tími til þess að standa saman og vinna að því að þessi áform raungerist, rétt eins og það voru stórhuga einstaklingar sem með hugsjón og drifkrafti réðust í það mikla verk að reist yrði Þjóðleikhús í litlu samfélagi fyrir meira en 75 árum síðan. Höfundur er forseti Sviðslistasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Menning Þjóðleikhúsið Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Síðastliðna Menningarnótt færði Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra þjóðleikhússtjóra Magnúsi Geiri Þórðarsyni viljayfirlýsingu varðandi stækkun Þjóðleikhússins. Nokkuð sem ber að fagna, enda löngu tímabær fjárfesting í leikhúsi allra landsmanna. Þjóðleikhúsið fagnar 75 árum í ár og hefur það opnað dyrnar fyrir landsmönnum að einstökum sviðslistaupplifunum allt frá árinu 1950. Það er augljóst hverjum þeim sem sótt hefur sýningar í leikhúsinu að umbóta er þörf enda er sjálft húsið hannað fyrir meira en 100 árum síðan og margt breyst í okkar samfélagi á þeim tíma, en fólksfjöldi hefur til að mynda þrefaldast frá opnun þess. Það kemur því ekki á óvart að húsið kalli á viðbyggingu og aukið rými en það hefur í raun frá opnun sinni búið við skort á rýmum. Ýmsar útfærslur hafa verið gerðar til þess að auka sviðsrými í Þjóðleikhúsinu í gegnum árin en ekki hefur verið farið í það að bæta við sviðsrými frá grunni eins og nú stendur til að gera. Það að bætt verði við húsnæði sem mun rýma “svartan kassa”, þ.e sveigjanlegt sviðsrými með góðu aðgengi og plássi fyrir allt að 300 manns ásamt æfingarrými og viðunandi geymslu fyrir leikmyndir og búninga er gríðarlega mikilvægt og markar tímamót í sögu leikhússins. Ég tel að þessi viðbót muni skila sér margfalt tilbaka til bæði sviðslistageirans og samfélagsins. Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið mun m.a bjóða upp á aukið aðgengi fyrir bæði áhorfendur og flytjendur nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir. Fjölbreytileiki sýninga mun einnig aukast þar sem hægt verður að koma til móts við sístækkandi sviðslistavettvang og bjóða upp á nýjungar og frumsköpun sem ekki hefur verið rými fyrir áður, sérstaklega í ljósi þess að sviðslistarýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur hægt og bítandi farið fækkandi síðasta áratuginn. Auðséð er að ný þjóðarópera mun eiga sinn stað en óskandi er að dansinn verði þar ekki skilinn eftir enda hefur danslistafólk lengi kallað eftir bættri aðstöðu fyrir danslistirnar hér á landi. Það er stórt skref fyrir sviðslistir í landinu og fagnaðarefni að loks fá velvilja frá ráðuneyti til þess að stækka við Þjóðleikhúsið eftir áratuga langa baráttu. Ég tel að nú sé tími til þess að standa saman og vinna að því að þessi áform raungerist, rétt eins og það voru stórhuga einstaklingar sem með hugsjón og drifkrafti réðust í það mikla verk að reist yrði Þjóðleikhús í litlu samfélagi fyrir meira en 75 árum síðan. Höfundur er forseti Sviðslistasambands Íslands.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun