Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2025 10:32 Breiðablik tekur í annað sinn þátt í aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu. vísir/ernir Vísir var með beina útsendingu frá drættinum í Evrópu- og Sambandsdeildina í fótbolta karla í dag. Breiðablik var á meðal liða í pottinum í Sambandsdeildinni og nú er ljóst hvaða sex liðum Blikar mæta. Breiðablik var í 5. styrkleikaflokki í Sambandsdeildardrættinum og dróst gegn einu liði úr hverjum flokkanna sex. Alls eru 36 lið í keppninni en hvert lið leikur þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli. Efstu átta liðin komast beint áfram í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti detta út. Hér að neðan má sjá leikina sem Blikar spila en þeir mæta meðal annars úkraínska stórveldinu Shakhtar Donetsk og írska liðinu Shamrock Rovers, sem og tyrkneska liðinu Samsunspor sem Logi Tómasson spilar með. Dagsetningar leikjanna ættu að liggja fyrir á sunnudaginn en deildin hefst í september og stendur yfir fram að jólum. Leikir Breiðabliks og annarra liða sem voru í 5. styrkleikaflokki. Blikar mæta Shamrock Rovers og Shakhtar Donetsk úr efstu styrkleikaflokkunum.UEFA Útileikir Blika verða við Shakhtar, sem spilað hefur sína heimaleiki í Póllandi og Slóveníu, Strasbourg (Frakkland) og Lausanne-Sport (Sviss). Heimaleikir Breiðabliks verða við KuPS frá Finnlandi, Shamrock Rovers og Samsunspor. Blikar mæta hins vegar hvorki ensku bikarmeisturunum í Crystal Palace né Fiorentina, liði Alberts Guðmundssonar. Hér að neðan má sjá leiki Fiorentina og annarra liða í efsta flokknum. Leikir liðanna í 1. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Palace var í 2. flokki og spilar meðal annars við AZ Alkmaar og Dynamo Kyiv. Í sama flokki var lið Lech Poznan sem Gísli Gottskálk Þórðarson spilar með. Gísli þarf meðal annars að glíma við spænska liðið Rayo Vallecano og þýska liðið Mainz. Leikir liðanna í 2. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 3. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 3. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 4. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 4. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Loks má sjá hér leiki liðanna í 6. styrkleikaflokki en í þeim hópi er meðal annars armenska liðið FC Noah sem Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá. Leikir liðanna í 6. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Í Evrópudeildinni eru einnig 36 lið í keppninni og leikur hvert þeirra fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. Eins og í Sambandsdeildinni komast efstu átta liðin beint í sextán liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil og neðstu tólf liðin falla úr leik. Í greininni hér að neðan má lesa um dráttinn í Evrópudeildinni en þar leika meðal annars ensku liðin Nottingham Forest og Aston Villa auk fjölda Íslendingaliða. Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Breiðablik var í 5. styrkleikaflokki í Sambandsdeildardrættinum og dróst gegn einu liði úr hverjum flokkanna sex. Alls eru 36 lið í keppninni en hvert lið leikur þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli. Efstu átta liðin komast beint áfram í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti detta út. Hér að neðan má sjá leikina sem Blikar spila en þeir mæta meðal annars úkraínska stórveldinu Shakhtar Donetsk og írska liðinu Shamrock Rovers, sem og tyrkneska liðinu Samsunspor sem Logi Tómasson spilar með. Dagsetningar leikjanna ættu að liggja fyrir á sunnudaginn en deildin hefst í september og stendur yfir fram að jólum. Leikir Breiðabliks og annarra liða sem voru í 5. styrkleikaflokki. Blikar mæta Shamrock Rovers og Shakhtar Donetsk úr efstu styrkleikaflokkunum.UEFA Útileikir Blika verða við Shakhtar, sem spilað hefur sína heimaleiki í Póllandi og Slóveníu, Strasbourg (Frakkland) og Lausanne-Sport (Sviss). Heimaleikir Breiðabliks verða við KuPS frá Finnlandi, Shamrock Rovers og Samsunspor. Blikar mæta hins vegar hvorki ensku bikarmeisturunum í Crystal Palace né Fiorentina, liði Alberts Guðmundssonar. Hér að neðan má sjá leiki Fiorentina og annarra liða í efsta flokknum. Leikir liðanna í 1. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Palace var í 2. flokki og spilar meðal annars við AZ Alkmaar og Dynamo Kyiv. Í sama flokki var lið Lech Poznan sem Gísli Gottskálk Þórðarson spilar með. Gísli þarf meðal annars að glíma við spænska liðið Rayo Vallecano og þýska liðið Mainz. Leikir liðanna í 2. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 3. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 3. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 4. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 4. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Loks má sjá hér leiki liðanna í 6. styrkleikaflokki en í þeim hópi er meðal annars armenska liðið FC Noah sem Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá. Leikir liðanna í 6. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Í Evrópudeildinni eru einnig 36 lið í keppninni og leikur hvert þeirra fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. Eins og í Sambandsdeildinni komast efstu átta liðin beint í sextán liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil og neðstu tólf liðin falla úr leik. Í greininni hér að neðan má lesa um dráttinn í Evrópudeildinni en þar leika meðal annars ensku liðin Nottingham Forest og Aston Villa auk fjölda Íslendingaliða.
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira