„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 29. ágúst 2025 14:03 Matthías Björn Erlingsson er ákærður fyrir rán, frelsissviptingu og manndráp. Í baksýn má sjá verjanda hans, Sævar Þór Jónsson. Vísir/Anton Brink Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. Matthías er ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn og Lúkasi Geir Ingvarssyni. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. „Eins og einhver fermingardrengur“ Í ræðu sinni sagði Sævar þá að umbjóðandi hans Matthías væri með öllu saklaus af því sem hann er ákærður fyrir, en það eru rán, frelsissvipting og manndráp. Hann sagði ákæruvaldinu hafa mistekist gjörsamlega að sanna að hann hefði með nokkru móti beitt Hjörleif ofbeldi, eða þá að hugur hans hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Þá sagði Sævar að verknaðarlýsing í ákæru væri verulega ábótavant. Aðkoma Matthíasar hafi fyrst og fremst falist í akstri og viðveru. Hann hafi ekki komið að ofbeldinu sem ákært væri fyrir, né heldur skipulagningu eða undirbúningi þess að Hjörleifur var lokkaður upp í bíl og numinn á brott af heimili sínu, enda hafi hann verið kallaður til á vettvang þegar Stefán og Lúkas hafi ekið með Hjörleif frá Þorlákshöfn og að Hellisgerði. „Hann er eins og einhver fermingardrengur, fjórtán ára, í samanburði við þessa menn,“ sagði Sævar Þór um Matthías. Hann sagði að ósamræmi í framburði Matthíasar líklega til komið vegna þess að hann hefði gefið skýrslur hjá lögreglu, og fyrir dómi nokkru síðar. Stefán og Lúkas hafi hins vegar einungis tjáð sig fyrir dómi. Sævar velti því upp hvort Stefán og Lúkas hefðu sammælst um framburð sinn, þar sem þeir væru komnir úr einangrun, og ákveðið að láta Matthías taka á sig stærstan hluta sakarinnar. Dósamálið skýrist af sóðaskap Karl Ingi Vilbergsson saksóknari, sagði í málflutningsræðu sinni, að dós sem hefði fundist, þremur metrum frá þeim stað sem Hjörleifur fannst, hefði verið með lífsýni úr Matthíasi. Þá sagði hann að sú skýring að dósin hefði dottið úr bíl Matthíasar þegar í Gufunes var komið, og fokið á staðinn þar sem hún fannst, hafi verið fjarstæðukennd. Sævar taldi hins vegar að kenningin væri alls ekki svo galin, og benti á myndir innan úr bíl Matthíasar, sem finna mætti í gögnum málsins. „Umbjóðandi minn er bara bölvaður sóði, það verður bara að segjast eins og er, nú hljóma ég eins og ég sé foreldri hans,“ sagði Sævar. Hann benti á að fjöldi dósa hefði verið í bílnum, bæði á gólfi fram og aftursæta. Því spurði hann einfaldlega hvers vegna ákæruvaldið teldi það svo fjarstæðukennt að ein dós hefði dottið úr bílnum og fokið um Gufunesið. Hafi dregist inn í málið Sævar sagði Matthías hafa, líkt og tvo aðra sakborninga, dregist inn í málið vegna atburðarásar sem fór úr böndunum. „En hann tók ekki þátt í þeim kjarnaþáttum sem skilgreina brotin,“ sagði Sævar Þór. „Hann er enginn engill, en það er heldur ekki hægt að draga upp þá mynd að hann sé þátttakandi í morði,“ sagði Sævar. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Matthías er ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn og Lúkasi Geir Ingvarssyni. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. „Eins og einhver fermingardrengur“ Í ræðu sinni sagði Sævar þá að umbjóðandi hans Matthías væri með öllu saklaus af því sem hann er ákærður fyrir, en það eru rán, frelsissvipting og manndráp. Hann sagði ákæruvaldinu hafa mistekist gjörsamlega að sanna að hann hefði með nokkru móti beitt Hjörleif ofbeldi, eða þá að hugur hans hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Þá sagði Sævar að verknaðarlýsing í ákæru væri verulega ábótavant. Aðkoma Matthíasar hafi fyrst og fremst falist í akstri og viðveru. Hann hafi ekki komið að ofbeldinu sem ákært væri fyrir, né heldur skipulagningu eða undirbúningi þess að Hjörleifur var lokkaður upp í bíl og numinn á brott af heimili sínu, enda hafi hann verið kallaður til á vettvang þegar Stefán og Lúkas hafi ekið með Hjörleif frá Þorlákshöfn og að Hellisgerði. „Hann er eins og einhver fermingardrengur, fjórtán ára, í samanburði við þessa menn,“ sagði Sævar Þór um Matthías. Hann sagði að ósamræmi í framburði Matthíasar líklega til komið vegna þess að hann hefði gefið skýrslur hjá lögreglu, og fyrir dómi nokkru síðar. Stefán og Lúkas hafi hins vegar einungis tjáð sig fyrir dómi. Sævar velti því upp hvort Stefán og Lúkas hefðu sammælst um framburð sinn, þar sem þeir væru komnir úr einangrun, og ákveðið að láta Matthías taka á sig stærstan hluta sakarinnar. Dósamálið skýrist af sóðaskap Karl Ingi Vilbergsson saksóknari, sagði í málflutningsræðu sinni, að dós sem hefði fundist, þremur metrum frá þeim stað sem Hjörleifur fannst, hefði verið með lífsýni úr Matthíasi. Þá sagði hann að sú skýring að dósin hefði dottið úr bíl Matthíasar þegar í Gufunes var komið, og fokið á staðinn þar sem hún fannst, hafi verið fjarstæðukennd. Sævar taldi hins vegar að kenningin væri alls ekki svo galin, og benti á myndir innan úr bíl Matthíasar, sem finna mætti í gögnum málsins. „Umbjóðandi minn er bara bölvaður sóði, það verður bara að segjast eins og er, nú hljóma ég eins og ég sé foreldri hans,“ sagði Sævar. Hann benti á að fjöldi dósa hefði verið í bílnum, bæði á gólfi fram og aftursæta. Því spurði hann einfaldlega hvers vegna ákæruvaldið teldi það svo fjarstæðukennt að ein dós hefði dottið úr bílnum og fokið um Gufunesið. Hafi dregist inn í málið Sævar sagði Matthías hafa, líkt og tvo aðra sakborninga, dregist inn í málið vegna atburðarásar sem fór úr böndunum. „En hann tók ekki þátt í þeim kjarnaþáttum sem skilgreina brotin,“ sagði Sævar Þór. „Hann er enginn engill, en það er heldur ekki hægt að draga upp þá mynd að hann sé þátttakandi í morði,“ sagði Sævar.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent