Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. ágúst 2025 15:52 Sævar Þór Jónsson er verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar í málinu. Vísir/Vilhelm Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað. Þetta kom fram í ræðu Sævars í málflutningi málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Matthías og Lúkas eru ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Bréf sent á milli einangrunarfanga Áður hefur verið fjallað um bréfið sem Sævar Þór minntist á. Myndband sem var sýnt fyrir dómi sýndi frá því þegar Lúkas kom bréfinu fyrir á útisvæði fangelsisins á Hólmsheiði, þegar þeir tveir voru í gæsluvarðhaldi og einangrun þar. Í bréfinu, sem talið er að hafi verið ætlað Matthíasi, var hann beðinn um að skipta um lögmann. „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta,“ sagði í bréfinu. „Ég hljóp aðeins á mig“ „Það var í raun ótrúleg atburðarás í kringum þetta bréf,“ sagði Sævar, sem rifjaði upp hvernig það hefði verið þegar það kom í hans hendur. Lögreglan hafi setið á þessu bréfi í einhvern tíma. Því hafi svo verið slengt fram í lok skýrslutöku. „Mínum umbjóðanda brá og mér brá líka,“ sagði Sævar Þór. „Ég get alveg viðurkennt það, ég hljóp aðeins á mig.“ Sævar viðurkenndi að hann hafi þá haft miður falleg orð um meðverjendur sína bræðurna Pál og Stefán Karl Kristjánssyni, sem verja Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson. „Feillinn þar hjá mér var að löggan var að skrifa allt niður,“ sagði Sævar. Sævar baðst afsökunar og Stefán Karl og Páll virtust kinka kolli og brosa í kampinn, líkt og þeir hefðu tekið afsökunarbeiðnina gilda. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Sævars í málflutningi málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Matthías og Lúkas eru ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Bréf sent á milli einangrunarfanga Áður hefur verið fjallað um bréfið sem Sævar Þór minntist á. Myndband sem var sýnt fyrir dómi sýndi frá því þegar Lúkas kom bréfinu fyrir á útisvæði fangelsisins á Hólmsheiði, þegar þeir tveir voru í gæsluvarðhaldi og einangrun þar. Í bréfinu, sem talið er að hafi verið ætlað Matthíasi, var hann beðinn um að skipta um lögmann. „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta,“ sagði í bréfinu. „Ég hljóp aðeins á mig“ „Það var í raun ótrúleg atburðarás í kringum þetta bréf,“ sagði Sævar, sem rifjaði upp hvernig það hefði verið þegar það kom í hans hendur. Lögreglan hafi setið á þessu bréfi í einhvern tíma. Því hafi svo verið slengt fram í lok skýrslutöku. „Mínum umbjóðanda brá og mér brá líka,“ sagði Sævar Þór. „Ég get alveg viðurkennt það, ég hljóp aðeins á mig.“ Sævar viðurkenndi að hann hafi þá haft miður falleg orð um meðverjendur sína bræðurna Pál og Stefán Karl Kristjánssyni, sem verja Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson. „Feillinn þar hjá mér var að löggan var að skrifa allt niður,“ sagði Sævar. Sævar baðst afsökunar og Stefán Karl og Páll virtust kinka kolli og brosa í kampinn, líkt og þeir hefðu tekið afsökunarbeiðnina gilda.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira