Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2025 14:13 Sanna Magdalena Mörtudóttir var í liði með Gunnari Smára Egilssyni sem varð undir á hitafundi sósíalista í vor. Síðan þá hefur hún sagt sig úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn en setið áfram sem borgarfulltrúi hans í meirihlutanum í borgarstjórn. Vísir/Anton Brink Svæðisfélag Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi hefur lýst yfir vantrausti á Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins, vegna meintrar óvirðingar hennar við flokkinn. Hún vinni að því með fyrri stjórn að stofna nýjan flokk með ríkisstyrk Sósíalistaflokksins. Vísað er til hegðunar Sönnu frá kjöri nýrra stjórna í Sósíalistaflokknum í maí þar sem fylking hennar varð undir í vantraustsyfirlýsingu sem svæðisfélagið fyrir norðan sendi frá sér í dag. Sanna, sem hefur verið vinsælasti fulltrúi flokksins, var engu að síður tilnefnd til að vera pólitískur leiðtogi hans á fundinum. Hún sagði sig frá trúnaðarstörfum fyrir skömmu eftir hitafundinn. Svæðisfélagið segir að undanfarna mánuði hafi Sanna tekið þátt í að úthýsa Sósíalistaflokknum úr húsnæði sínu í Bolholti, hunsað alla viðburði á vegum stjórna og grasrótar flokksins, neitað að funda ein með framkvæmdastjórn, átt í samtölum um samstarf við aðra flokka án umboðs frá flokknum og lýst opinberlega vanþóknun sinni á stjórnum flokksins. Kornið sem fyllti mælinn hjá svæðisfélaginu var grein sem Sanna skrifaði á Vísi nýlega þar sem hún titlaði sig „sósíalískan borgarfulltrúa“ en ekki borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. „Sanna lýtur [svo] greinilega ekki lengur á sig sem fulltrúa flokksins. Það gerum við ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. Vísa í dreifibréf um yfirtöku á flokknum Þá sakar svæðisfélagið Sönnu og fyrrverandi stjórn Sósíalistaflokksins um að skipuleggja stofnun nýs stjórnmálaflokks í fyrra húsnæði flokksins og með ríkisstyrk hans. Vísað félagið til þess að Sanna sitji enn í stjórn Vorstjörnunnar, félags sem fyrri stjórn stofnaði og hefur tekið við meirihluta þeirra opinberu styrkja sem Sósíalistaflokkurinn hefur fengið. Það félag var meðal annars skráð fyrir húsnæðinu í Bolholti og vísaði Sósíalistaflokknum á dyr eftir stjórnarkjörið í maí. Með vantraustsyfirlýsingunni sendi Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður svæðisfélagsins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skjáskot af því sem hann sagði dreifibréf frá fyrri stjórn flokksins um yfirtöku á Vorstjörnunni og til að stofna nýjan flokk í húsnæði Sósíalistaflokksins fyrir fjármuni hans. Í skjáskotunum má sjá að viðtakendur skilaboðanna eru hvattir til þess að skrá sig í Vorstjörnuna í aðdraganda þess að reynt verði að ná yfirráðum í Sósíalistaflokknum á næsta aðalfundi hans. Engin undirritun sést í skjákskotunum en vísað er til „okkar sem erum að flýja valdatöku sem átti sér stað innan Sósíalistaflokks Íslands fyrir stuttu“. Reyna eigi að tryggja að fjármunir Vorstjörnunnar fari ekki til Sósíalistaflokksins. Uppruni fjármunar Vorstjörnunnar eru ríkisstyrkir til Sósíalistaflokksins. Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins kærði þrjá félagsmenn til lögreglu fyrir efnahagsbrot vegna Vorstjörnunnar í sumar. Það voru þau Sara Stef Hildardóttir, starfandi gjaldkeri Vorstjörnunnar, Védís Guðjónsdóttir, formaður Vorstjörnunnar, og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn Efnahagsbrot Norðausturkjördæmi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Vísað er til hegðunar Sönnu frá kjöri nýrra stjórna í Sósíalistaflokknum í maí þar sem fylking hennar varð undir í vantraustsyfirlýsingu sem svæðisfélagið fyrir norðan sendi frá sér í dag. Sanna, sem hefur verið vinsælasti fulltrúi flokksins, var engu að síður tilnefnd til að vera pólitískur leiðtogi hans á fundinum. Hún sagði sig frá trúnaðarstörfum fyrir skömmu eftir hitafundinn. Svæðisfélagið segir að undanfarna mánuði hafi Sanna tekið þátt í að úthýsa Sósíalistaflokknum úr húsnæði sínu í Bolholti, hunsað alla viðburði á vegum stjórna og grasrótar flokksins, neitað að funda ein með framkvæmdastjórn, átt í samtölum um samstarf við aðra flokka án umboðs frá flokknum og lýst opinberlega vanþóknun sinni á stjórnum flokksins. Kornið sem fyllti mælinn hjá svæðisfélaginu var grein sem Sanna skrifaði á Vísi nýlega þar sem hún titlaði sig „sósíalískan borgarfulltrúa“ en ekki borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. „Sanna lýtur [svo] greinilega ekki lengur á sig sem fulltrúa flokksins. Það gerum við ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. Vísa í dreifibréf um yfirtöku á flokknum Þá sakar svæðisfélagið Sönnu og fyrrverandi stjórn Sósíalistaflokksins um að skipuleggja stofnun nýs stjórnmálaflokks í fyrra húsnæði flokksins og með ríkisstyrk hans. Vísað félagið til þess að Sanna sitji enn í stjórn Vorstjörnunnar, félags sem fyrri stjórn stofnaði og hefur tekið við meirihluta þeirra opinberu styrkja sem Sósíalistaflokkurinn hefur fengið. Það félag var meðal annars skráð fyrir húsnæðinu í Bolholti og vísaði Sósíalistaflokknum á dyr eftir stjórnarkjörið í maí. Með vantraustsyfirlýsingunni sendi Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður svæðisfélagsins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skjáskot af því sem hann sagði dreifibréf frá fyrri stjórn flokksins um yfirtöku á Vorstjörnunni og til að stofna nýjan flokk í húsnæði Sósíalistaflokksins fyrir fjármuni hans. Í skjáskotunum má sjá að viðtakendur skilaboðanna eru hvattir til þess að skrá sig í Vorstjörnuna í aðdraganda þess að reynt verði að ná yfirráðum í Sósíalistaflokknum á næsta aðalfundi hans. Engin undirritun sést í skjákskotunum en vísað er til „okkar sem erum að flýja valdatöku sem átti sér stað innan Sósíalistaflokks Íslands fyrir stuttu“. Reyna eigi að tryggja að fjármunir Vorstjörnunnar fari ekki til Sósíalistaflokksins. Uppruni fjármunar Vorstjörnunnar eru ríkisstyrkir til Sósíalistaflokksins. Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins kærði þrjá félagsmenn til lögreglu fyrir efnahagsbrot vegna Vorstjörnunnar í sumar. Það voru þau Sara Stef Hildardóttir, starfandi gjaldkeri Vorstjörnunnar, Védís Guðjónsdóttir, formaður Vorstjörnunnar, og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn Efnahagsbrot Norðausturkjördæmi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent