Hvar er Donald Trump? Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2025 10:59 Donald Trump hefur lítið sést undanfarna daga en færslur hafa verið birtar á síðu hans á Truth Social. AP/Jose Luis Magana Hávær umræða á sér nú stað á samfélagsmiðlum vestanhafs um það hvar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé staddur. Hann hefur lítið sést á undanförnum dögum og er opinbert dagatal hans tómt yfir helgina. Margir velta vöngum yfir heilsu forsetans og því hvort hann gæti jafnvel verið dáinn. Trump hefur ekki sést opinberlega frá því á þriðjudaginn, þegar hann sat fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund. Sjá einnig: Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Vert er að taka fram að ekkert bendir í raun til þess að Trump sé látinn eða ekki við góða heilsu. Umræða þessi á sér að mestu stað á samfélagsmiðlum og stórum hluta hennar er varpað fram í gríni. Ummæli um heilsu Trumps eru svo sem ekki ný af nálinni og er sérstaklega hægt að vísa til ummæla um marbletti á hendi hans og ummæla um ökkla forsetans. Umræðan þykir þó mun umfangsmeiri en hún hefur verið áður. Þá hafa ummæli JD Vance, varaforseta, um það hvað hann sé tilbúinn til að taka við embætti af Trump, sem birt voru í gær, ekki hjálpað til við að hægja á umræðunni. Það er þrátt fyrir að Vance hafi ítrekað að Trump, sem er 79 ára gamall, sé við hestaheilsu. Vance: I feel very confident the President is in good shape… If God forbid, there's a terrible tragedy, I can't think of a better on-the-job training than what I've gotten pic.twitter.com/Oc1Ss3HdjW— Acyn (@Acyn) August 30, 2025 Hvíta húsið hefur ekkert sagt um þessa umræðu hingað til. Það hefur vakið athygli að dagatal Trumps er tómt yfir helgina en vissulega er um fríhelgi að ræða, þar sem verkalýðsdagur Bandaríkjanna er haldinn hátíðlegur á mánudaginn. Margir hafa einnig bent á eða gantast með það að umræðan sjálf um það hvort Trump sé lífs eða liðinn sé til marks um ákveðna einræðisstemningu í Bandaríkjunum. Spádómar og vangaveltur um veikindi eða andlát einræðisherra um allan heim er mjög algeng. Einn hluti umræðunnar snýst um að mikið hafi verið að gera hjá pítsastöðum í Washington DC og nærri Pentagon í gærkvöldi og nótt. Það er vaktað á netinu og þykir til marks um að margir hafi verið að vinna langt fram á kvöld. Einhverjum netverjum þótti þetta sönnun þess að Trump væri látinn. Donald Trump hasn’t been seen in public since Tuesday and has no events scheduled all weekend.Where is he? Who’s running the country? pic.twitter.com/ChcUJUv6cb— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) August 30, 2025 Uppfært: Donald Trump var myndaður fyrir utan Hvíta húsið í dag. Þá var hann sagður á leið í golf með barnabarni sínu. Þetta ku vera fyrsta myndin sem tekin er af honum frá því á þriðjudaginn. Trump is alive.📸 Donald Trump and his granddaughter Kai board the motorcade on the South Lawn of the White House, August 30, 2025, en route to Trump National Golf Club in Sterling, Virginia. (Photo by Andrew Caballero-Reynolds / AFP) pic.twitter.com/ONyiwxx7HA— Clash Report (@clashreport) August 30, 2025 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Margir velta vöngum yfir heilsu forsetans og því hvort hann gæti jafnvel verið dáinn. Trump hefur ekki sést opinberlega frá því á þriðjudaginn, þegar hann sat fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund. Sjá einnig: Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Vert er að taka fram að ekkert bendir í raun til þess að Trump sé látinn eða ekki við góða heilsu. Umræða þessi á sér að mestu stað á samfélagsmiðlum og stórum hluta hennar er varpað fram í gríni. Ummæli um heilsu Trumps eru svo sem ekki ný af nálinni og er sérstaklega hægt að vísa til ummæla um marbletti á hendi hans og ummæla um ökkla forsetans. Umræðan þykir þó mun umfangsmeiri en hún hefur verið áður. Þá hafa ummæli JD Vance, varaforseta, um það hvað hann sé tilbúinn til að taka við embætti af Trump, sem birt voru í gær, ekki hjálpað til við að hægja á umræðunni. Það er þrátt fyrir að Vance hafi ítrekað að Trump, sem er 79 ára gamall, sé við hestaheilsu. Vance: I feel very confident the President is in good shape… If God forbid, there's a terrible tragedy, I can't think of a better on-the-job training than what I've gotten pic.twitter.com/Oc1Ss3HdjW— Acyn (@Acyn) August 30, 2025 Hvíta húsið hefur ekkert sagt um þessa umræðu hingað til. Það hefur vakið athygli að dagatal Trumps er tómt yfir helgina en vissulega er um fríhelgi að ræða, þar sem verkalýðsdagur Bandaríkjanna er haldinn hátíðlegur á mánudaginn. Margir hafa einnig bent á eða gantast með það að umræðan sjálf um það hvort Trump sé lífs eða liðinn sé til marks um ákveðna einræðisstemningu í Bandaríkjunum. Spádómar og vangaveltur um veikindi eða andlát einræðisherra um allan heim er mjög algeng. Einn hluti umræðunnar snýst um að mikið hafi verið að gera hjá pítsastöðum í Washington DC og nærri Pentagon í gærkvöldi og nótt. Það er vaktað á netinu og þykir til marks um að margir hafi verið að vinna langt fram á kvöld. Einhverjum netverjum þótti þetta sönnun þess að Trump væri látinn. Donald Trump hasn’t been seen in public since Tuesday and has no events scheduled all weekend.Where is he? Who’s running the country? pic.twitter.com/ChcUJUv6cb— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) August 30, 2025 Uppfært: Donald Trump var myndaður fyrir utan Hvíta húsið í dag. Þá var hann sagður á leið í golf með barnabarni sínu. Þetta ku vera fyrsta myndin sem tekin er af honum frá því á þriðjudaginn. Trump is alive.📸 Donald Trump and his granddaughter Kai board the motorcade on the South Lawn of the White House, August 30, 2025, en route to Trump National Golf Club in Sterling, Virginia. (Photo by Andrew Caballero-Reynolds / AFP) pic.twitter.com/ONyiwxx7HA— Clash Report (@clashreport) August 30, 2025
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira